Aðförin að Víkurkirkjugarði Hjörleifur Stefánsson skrifar 22. nóvember 2018 07:00 Kirkjugarður Víkurkirkju var talinn fullgrafinn í byrjun 19. aldar og þá var hann stækkaður til austurs. Á árunum 1817-1838 voru grafnir ríflega 600 menn í garðinum, að líkindum flestir í austurhlutanum. Þótt kirkjugarðurinn við Suðurgötu hafi verið tekinn í notkun haustið 1838 þá var áfram grafið í Víkurkirkjugarði og þekktar eru grafir nafngreindra einstaklinga í austurhlutanum frá 1882 og 1883. Nýja hótelbyggingin sem ráðgert er að reisa á svokölluðum Landsímareit verður að töluverðu leyti í austurhluta Víkurkirkjugarðs. Þetta vita forsvarsmenn hótelsins mætavel og einnig borgarstjórnarfulltrúar. En þeir þræta þó og segja gegn betri vitund að ekki sé ætlunin að byggja í kirkjugarðinum. Þetta er auðvitað lágkúra og þessu fólki alls ekki sæmandi. Þessi málflutningur er hafður uppi í nafni almenningshlutafélagsins Icelandair og borgarstjórnar. Þegar byggt var við Landsímahúsið árið 1967 var í fyrstunni áformað að byggja miklu stærra hús en raun varð á. Því mótmælti þjóðminjavörður og biskupinn yfir Íslandi og að lokum kom ríkisstjórn landsins í veg fyrir þá framkvæmd. Að lokum var þó fallist á að reisa þarna minni viðbyggingu og þess var gætt að raska gröfum sem allra minnst. Þetta þótti réttlætanlegt vegna þess að samfélagslega nauðsyn bæri til að Póstur og sími gæti aukið við þjónustu sína. Upp úr 1980 var farið að kalla vesturhluta kirkjugarðsins Fógetagarð og náði sú nafngift ekki yfir allan kirkjugarðinn því austasti hlutinn var nefndur Landsímareitur eftir að viðbyggingin reis. Á skipulagsuppdrætti frá 1987 er Fógetagarðurinn nefndur Víkurgarður. Stjórnendur borgarinnar og eigendur væntanlegs hótels grípa til þess óheiðarlega bragðs í málflutningi sínum að segja að ekki standi til að byggja í Víkurgarði. Þeir láta sem Víkurgarður í merkingu skipulagsins frá 1987 sé hið sama og Víkurkirkjugarður. Ef ekki væri jafn augljóst og raun ber vitni að þetta fólk talar gegn betri vitund væri freistandi að biðja það að skýra hvernig stendur á þeim fjölda beinagrinda sem upp kom við fornleifagröft á væntanlegu hússtæði hótelsins. Borgarstjórn Reykjavíkur og forráðamenn væntanlegs hótels eiga strax að gangast við að byggingaráformin eru mistök sem hægt er að leiðrétta. Þannig geta þeir bjargað einum mikilvægasta stað Reykjavíkur og forðað mannorði sínu frá meiri skaða en orðið er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Sjá meira
Kirkjugarður Víkurkirkju var talinn fullgrafinn í byrjun 19. aldar og þá var hann stækkaður til austurs. Á árunum 1817-1838 voru grafnir ríflega 600 menn í garðinum, að líkindum flestir í austurhlutanum. Þótt kirkjugarðurinn við Suðurgötu hafi verið tekinn í notkun haustið 1838 þá var áfram grafið í Víkurkirkjugarði og þekktar eru grafir nafngreindra einstaklinga í austurhlutanum frá 1882 og 1883. Nýja hótelbyggingin sem ráðgert er að reisa á svokölluðum Landsímareit verður að töluverðu leyti í austurhluta Víkurkirkjugarðs. Þetta vita forsvarsmenn hótelsins mætavel og einnig borgarstjórnarfulltrúar. En þeir þræta þó og segja gegn betri vitund að ekki sé ætlunin að byggja í kirkjugarðinum. Þetta er auðvitað lágkúra og þessu fólki alls ekki sæmandi. Þessi málflutningur er hafður uppi í nafni almenningshlutafélagsins Icelandair og borgarstjórnar. Þegar byggt var við Landsímahúsið árið 1967 var í fyrstunni áformað að byggja miklu stærra hús en raun varð á. Því mótmælti þjóðminjavörður og biskupinn yfir Íslandi og að lokum kom ríkisstjórn landsins í veg fyrir þá framkvæmd. Að lokum var þó fallist á að reisa þarna minni viðbyggingu og þess var gætt að raska gröfum sem allra minnst. Þetta þótti réttlætanlegt vegna þess að samfélagslega nauðsyn bæri til að Póstur og sími gæti aukið við þjónustu sína. Upp úr 1980 var farið að kalla vesturhluta kirkjugarðsins Fógetagarð og náði sú nafngift ekki yfir allan kirkjugarðinn því austasti hlutinn var nefndur Landsímareitur eftir að viðbyggingin reis. Á skipulagsuppdrætti frá 1987 er Fógetagarðurinn nefndur Víkurgarður. Stjórnendur borgarinnar og eigendur væntanlegs hótels grípa til þess óheiðarlega bragðs í málflutningi sínum að segja að ekki standi til að byggja í Víkurgarði. Þeir láta sem Víkurgarður í merkingu skipulagsins frá 1987 sé hið sama og Víkurkirkjugarður. Ef ekki væri jafn augljóst og raun ber vitni að þetta fólk talar gegn betri vitund væri freistandi að biðja það að skýra hvernig stendur á þeim fjölda beinagrinda sem upp kom við fornleifagröft á væntanlegu hússtæði hótelsins. Borgarstjórn Reykjavíkur og forráðamenn væntanlegs hótels eiga strax að gangast við að byggingaráformin eru mistök sem hægt er að leiðrétta. Þannig geta þeir bjargað einum mikilvægasta stað Reykjavíkur og forðað mannorði sínu frá meiri skaða en orðið er.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun