Aðförin að Víkurkirkjugarði Hjörleifur Stefánsson skrifar 22. nóvember 2018 07:00 Kirkjugarður Víkurkirkju var talinn fullgrafinn í byrjun 19. aldar og þá var hann stækkaður til austurs. Á árunum 1817-1838 voru grafnir ríflega 600 menn í garðinum, að líkindum flestir í austurhlutanum. Þótt kirkjugarðurinn við Suðurgötu hafi verið tekinn í notkun haustið 1838 þá var áfram grafið í Víkurkirkjugarði og þekktar eru grafir nafngreindra einstaklinga í austurhlutanum frá 1882 og 1883. Nýja hótelbyggingin sem ráðgert er að reisa á svokölluðum Landsímareit verður að töluverðu leyti í austurhluta Víkurkirkjugarðs. Þetta vita forsvarsmenn hótelsins mætavel og einnig borgarstjórnarfulltrúar. En þeir þræta þó og segja gegn betri vitund að ekki sé ætlunin að byggja í kirkjugarðinum. Þetta er auðvitað lágkúra og þessu fólki alls ekki sæmandi. Þessi málflutningur er hafður uppi í nafni almenningshlutafélagsins Icelandair og borgarstjórnar. Þegar byggt var við Landsímahúsið árið 1967 var í fyrstunni áformað að byggja miklu stærra hús en raun varð á. Því mótmælti þjóðminjavörður og biskupinn yfir Íslandi og að lokum kom ríkisstjórn landsins í veg fyrir þá framkvæmd. Að lokum var þó fallist á að reisa þarna minni viðbyggingu og þess var gætt að raska gröfum sem allra minnst. Þetta þótti réttlætanlegt vegna þess að samfélagslega nauðsyn bæri til að Póstur og sími gæti aukið við þjónustu sína. Upp úr 1980 var farið að kalla vesturhluta kirkjugarðsins Fógetagarð og náði sú nafngift ekki yfir allan kirkjugarðinn því austasti hlutinn var nefndur Landsímareitur eftir að viðbyggingin reis. Á skipulagsuppdrætti frá 1987 er Fógetagarðurinn nefndur Víkurgarður. Stjórnendur borgarinnar og eigendur væntanlegs hótels grípa til þess óheiðarlega bragðs í málflutningi sínum að segja að ekki standi til að byggja í Víkurgarði. Þeir láta sem Víkurgarður í merkingu skipulagsins frá 1987 sé hið sama og Víkurkirkjugarður. Ef ekki væri jafn augljóst og raun ber vitni að þetta fólk talar gegn betri vitund væri freistandi að biðja það að skýra hvernig stendur á þeim fjölda beinagrinda sem upp kom við fornleifagröft á væntanlegu hússtæði hótelsins. Borgarstjórn Reykjavíkur og forráðamenn væntanlegs hótels eiga strax að gangast við að byggingaráformin eru mistök sem hægt er að leiðrétta. Þannig geta þeir bjargað einum mikilvægasta stað Reykjavíkur og forðað mannorði sínu frá meiri skaða en orðið er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Friðum Eyjafjörð Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Kirkjugarður Víkurkirkju var talinn fullgrafinn í byrjun 19. aldar og þá var hann stækkaður til austurs. Á árunum 1817-1838 voru grafnir ríflega 600 menn í garðinum, að líkindum flestir í austurhlutanum. Þótt kirkjugarðurinn við Suðurgötu hafi verið tekinn í notkun haustið 1838 þá var áfram grafið í Víkurkirkjugarði og þekktar eru grafir nafngreindra einstaklinga í austurhlutanum frá 1882 og 1883. Nýja hótelbyggingin sem ráðgert er að reisa á svokölluðum Landsímareit verður að töluverðu leyti í austurhluta Víkurkirkjugarðs. Þetta vita forsvarsmenn hótelsins mætavel og einnig borgarstjórnarfulltrúar. En þeir þræta þó og segja gegn betri vitund að ekki sé ætlunin að byggja í kirkjugarðinum. Þetta er auðvitað lágkúra og þessu fólki alls ekki sæmandi. Þessi málflutningur er hafður uppi í nafni almenningshlutafélagsins Icelandair og borgarstjórnar. Þegar byggt var við Landsímahúsið árið 1967 var í fyrstunni áformað að byggja miklu stærra hús en raun varð á. Því mótmælti þjóðminjavörður og biskupinn yfir Íslandi og að lokum kom ríkisstjórn landsins í veg fyrir þá framkvæmd. Að lokum var þó fallist á að reisa þarna minni viðbyggingu og þess var gætt að raska gröfum sem allra minnst. Þetta þótti réttlætanlegt vegna þess að samfélagslega nauðsyn bæri til að Póstur og sími gæti aukið við þjónustu sína. Upp úr 1980 var farið að kalla vesturhluta kirkjugarðsins Fógetagarð og náði sú nafngift ekki yfir allan kirkjugarðinn því austasti hlutinn var nefndur Landsímareitur eftir að viðbyggingin reis. Á skipulagsuppdrætti frá 1987 er Fógetagarðurinn nefndur Víkurgarður. Stjórnendur borgarinnar og eigendur væntanlegs hótels grípa til þess óheiðarlega bragðs í málflutningi sínum að segja að ekki standi til að byggja í Víkurgarði. Þeir láta sem Víkurgarður í merkingu skipulagsins frá 1987 sé hið sama og Víkurkirkjugarður. Ef ekki væri jafn augljóst og raun ber vitni að þetta fólk talar gegn betri vitund væri freistandi að biðja það að skýra hvernig stendur á þeim fjölda beinagrinda sem upp kom við fornleifagröft á væntanlegu hússtæði hótelsins. Borgarstjórn Reykjavíkur og forráðamenn væntanlegs hótels eiga strax að gangast við að byggingaráformin eru mistök sem hægt er að leiðrétta. Þannig geta þeir bjargað einum mikilvægasta stað Reykjavíkur og forðað mannorði sínu frá meiri skaða en orðið er.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar