Ráðherra ræddi þriðja orkupakkann í Brussel Sighvatur Arnmundsson skrifar 22. nóvember 2018 07:00 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, á fundi hjá ESB í Brussel í Belgíu gær. Nordicphotos/Getty „Ég fór yfir það að við hefðum frestað málinu til að gaumgæfa það enn frekar með þeim sérfræðingum sem best til þekkja. Við værum að skoða alla þá gagnrýni sem komið hefur fram,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra um þriðja orkupakkann sem var meðal umræðuefna á fundum hans í Brussel síðustu daga. Guðlaugur Þór sat meðal annars fund EES-ráðsins auk þess að funda með þingmannanefnd og ráðgjafarnefnd EFTA. Í EES-ráðinu sitja utanríkisráðherrar EES-ríkjanna auk fulltrúa framkvæmdastjórnar og ráðherraráðs ESB. Ráðherrann segist hafa lagt áherslu á að hagsmunir Íslands í orkumálum yrðu áfram tryggðir. „Það komu fram spurningar í þingmannanefndinni frá norskum þingmönnum. Þeir spurðu út í stöðu málsins og það varð nokkur umræða um þetta og um EES-málin. Ég notaði tækifærið til þess að vekja athygli á því sem snýr að okkur og okkar hagsmunum. Það er tveggja stoða kerfið og það eru þessi mál sem eru í umræðunni og fleiri,“ segir Guðlaugur Þór. Utanríkisráðherra kveðst hafa lagt áherslu á það að EES-samningurinn hafi gengið mjög vel og styrkt Íslendinga mikið en það skipti máli að framkvæmdin á honum sé eins góð og mögulegt er. „Við höfum verið að efla mjög hagsmunagæsluna í Brussel. Það er mjög mikilvægt að við gætum hagsmuna okkar og það er best gert á fyrstu stigum þegar kemur að þeim innleiðingum sem við þurfum að taka inn í EES-samninginn en það er alls ekki bundið bara við það.“ Utanríkisráðherrar EES-ríkjanna ræddu líka stöðuna í Brexit og voru sammála um að það væri fagnaðarefni að náðst hefði samkomulag um útgönguskilmála Bretlands úr ESB. „Það hefur farið mikil vinna af hálfu EFTA-ríkjanna í Brexit-málin, bæði sameiginlega og síðan hafa ríkin verið að undirbúa sig fyrir þær stöður sem geta komið upp. Málinu er ekki lokið en það eru komnir stórir áfangar,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Utanríkismál Tengdar fréttir Orkupakkinn sem allir eru að tala um en fáir virðast skilja Þriðji orkupakkinn opnaður. 21. nóvember 2018 16:45 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira
„Ég fór yfir það að við hefðum frestað málinu til að gaumgæfa það enn frekar með þeim sérfræðingum sem best til þekkja. Við værum að skoða alla þá gagnrýni sem komið hefur fram,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra um þriðja orkupakkann sem var meðal umræðuefna á fundum hans í Brussel síðustu daga. Guðlaugur Þór sat meðal annars fund EES-ráðsins auk þess að funda með þingmannanefnd og ráðgjafarnefnd EFTA. Í EES-ráðinu sitja utanríkisráðherrar EES-ríkjanna auk fulltrúa framkvæmdastjórnar og ráðherraráðs ESB. Ráðherrann segist hafa lagt áherslu á að hagsmunir Íslands í orkumálum yrðu áfram tryggðir. „Það komu fram spurningar í þingmannanefndinni frá norskum þingmönnum. Þeir spurðu út í stöðu málsins og það varð nokkur umræða um þetta og um EES-málin. Ég notaði tækifærið til þess að vekja athygli á því sem snýr að okkur og okkar hagsmunum. Það er tveggja stoða kerfið og það eru þessi mál sem eru í umræðunni og fleiri,“ segir Guðlaugur Þór. Utanríkisráðherra kveðst hafa lagt áherslu á það að EES-samningurinn hafi gengið mjög vel og styrkt Íslendinga mikið en það skipti máli að framkvæmdin á honum sé eins góð og mögulegt er. „Við höfum verið að efla mjög hagsmunagæsluna í Brussel. Það er mjög mikilvægt að við gætum hagsmuna okkar og það er best gert á fyrstu stigum þegar kemur að þeim innleiðingum sem við þurfum að taka inn í EES-samninginn en það er alls ekki bundið bara við það.“ Utanríkisráðherrar EES-ríkjanna ræddu líka stöðuna í Brexit og voru sammála um að það væri fagnaðarefni að náðst hefði samkomulag um útgönguskilmála Bretlands úr ESB. „Það hefur farið mikil vinna af hálfu EFTA-ríkjanna í Brexit-málin, bæði sameiginlega og síðan hafa ríkin verið að undirbúa sig fyrir þær stöður sem geta komið upp. Málinu er ekki lokið en það eru komnir stórir áfangar,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Utanríkismál Tengdar fréttir Orkupakkinn sem allir eru að tala um en fáir virðast skilja Þriðji orkupakkinn opnaður. 21. nóvember 2018 16:45 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira
Orkupakkinn sem allir eru að tala um en fáir virðast skilja Þriðji orkupakkinn opnaður. 21. nóvember 2018 16:45