Landspítalinn sér um rekstur sjúkrahótelsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. nóvember 2018 12:52 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Fréttablaðið/Ernir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að fela Landspítalanum að annast rekstur sjúkrahótelsins við Hringbraut, tímabundið til tveggja ára. Spítalinn hefur farið þessa á leit við velferðarráðuneytið, en áður hafði verið miðað við að Landspítalanum yrði falið að bjóða reksturinn út í samvinnu við Ríkiskaup. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins. Opnun sjúkrahótelsins hefur dregist á langinn vegna margvíslegra tafa við framkvæmdir og enn liggur ekki fyrir nákvæmlega hvenær hægt verður að hefja reksturinn. Þessar tafir hafa jafnframt staðið í vegi fyrir því að ráðist hafi verið í áformað útboð rekstrarins, segir í tilkynningunni. Svandís segir ákvörðun sína um að fela Landspítala þetta verkefni ekki síst byggja á því að það sé málinu til framdráttar að koma í veg fyrir mögulegar tafir á opnun hótelsins þegar þar að kemur vegna óvissu um rekstur þess: „Ég treysti Landspítalanum vel til að annast þetta verkefni og að undir hans stjórn verði allt sem lýtur að rekstrinum til reiðu þegar framkvæmdum lýkur, sem ég vona svo sannarlega að verði fljótlega.“ Sjúkrahótelið er ekki ætlað sjúklingum sem eru innritaðir á Landspítalanum, heldur er það ætlað til að mæta þörfum fólks sem þarf heilsu sinnar vegna að dvelja fjarri heimili sínu vegna rannsókna, meðferðar og eftirlits og einnig þá sem geta ekki dvalið heima tímabundið heilsu sinnar vegna. „Sjúkrahótelið er því meðal annars til þess ætlað að stuðla að bættri aðstöðu fólks á landsbyggðinni sem þarf að sækja sér heilbrigðisþjónustu fjarri heimabyggð en einnig er horft til þess að það muni draga úr þörf fyrir sjúkrahúsinnlagnir og enn fremur að flýta fyrir útskrift sjúklinga af Landspítalanum, sem geta þá dvalið tímabundið á sjúkrahótelinu þar til þeir verða færir um að búa heima hjá sér.“ Heilbrigðismál Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að fela Landspítalanum að annast rekstur sjúkrahótelsins við Hringbraut, tímabundið til tveggja ára. Spítalinn hefur farið þessa á leit við velferðarráðuneytið, en áður hafði verið miðað við að Landspítalanum yrði falið að bjóða reksturinn út í samvinnu við Ríkiskaup. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins. Opnun sjúkrahótelsins hefur dregist á langinn vegna margvíslegra tafa við framkvæmdir og enn liggur ekki fyrir nákvæmlega hvenær hægt verður að hefja reksturinn. Þessar tafir hafa jafnframt staðið í vegi fyrir því að ráðist hafi verið í áformað útboð rekstrarins, segir í tilkynningunni. Svandís segir ákvörðun sína um að fela Landspítala þetta verkefni ekki síst byggja á því að það sé málinu til framdráttar að koma í veg fyrir mögulegar tafir á opnun hótelsins þegar þar að kemur vegna óvissu um rekstur þess: „Ég treysti Landspítalanum vel til að annast þetta verkefni og að undir hans stjórn verði allt sem lýtur að rekstrinum til reiðu þegar framkvæmdum lýkur, sem ég vona svo sannarlega að verði fljótlega.“ Sjúkrahótelið er ekki ætlað sjúklingum sem eru innritaðir á Landspítalanum, heldur er það ætlað til að mæta þörfum fólks sem þarf heilsu sinnar vegna að dvelja fjarri heimili sínu vegna rannsókna, meðferðar og eftirlits og einnig þá sem geta ekki dvalið heima tímabundið heilsu sinnar vegna. „Sjúkrahótelið er því meðal annars til þess ætlað að stuðla að bættri aðstöðu fólks á landsbyggðinni sem þarf að sækja sér heilbrigðisþjónustu fjarri heimabyggð en einnig er horft til þess að það muni draga úr þörf fyrir sjúkrahúsinnlagnir og enn fremur að flýta fyrir útskrift sjúklinga af Landspítalanum, sem geta þá dvalið tímabundið á sjúkrahótelinu þar til þeir verða færir um að búa heima hjá sér.“
Heilbrigðismál Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira