Jólakötturinn kostaði 4,4 milljónir en verður ódýrari á næsta ári Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. nóvember 2018 13:01 Jólakötturinn skein skært á Lækjartorgi í morgun. Vísir/vilhelm Jólakötturinn sem settur var upp við Lækjartorg í miðborg Reykjavíkur um helgina kostaði Reykjavíkurborg samtals um 4,4 milljónir króna. Þá má gera ráð fyrir því að kötturinn verði ódýrari næstu jól. Þetta kemur fram í svari borgarinnar við fyrirspurn Vísis. Jólakötturinn er um fimm metrar á hæð og sex metrar á breidd og hefur vakið mikla athygli eftir að ljós á honum voru tendruð við hátíðlega athöfn í miðbænum á laugardag. Hönnun jólakattarins er samstarf Reykjavíkurborgar, mk-illumination í Austurríki og fyrirtækisins Garðlistar. Í skriflegu svari Bjarna Brynjólfssonar, upplýsingastjóra Reykjavíkurborgar, við fyrirspurn Vísis kemur fram að borgin leigi köttinn af Garðlist til tveggja ára. Ársleiga á kettinum nemur 3.475.000 krónum á ári og við hann bætist uppsetningarkostnaður, sem í ár nam um einni milljón króna.Ódýrari næstu jól Gert er ráð fyrir að kostnaður við köttinn verði öllu minni á næsta ári þar sem uppsetningarkostnaður skrifaðist að mestu á efniskaup, þ.e. plötu og festingar sem verða notaðar aftur. Þá kemur jafnframt fram í svarinu að fjöldi fólks hafi verið viðstaddur tendrun á jólakettinum um helgina, auk þess sem margir hafi stillt sér upp og látið mynda sig með honum. Jólakötturinn hafi jafnframt tengingu við íslenskar jólahefðir og sagnahefðina og þá mun hann gegna hlutverk í nýjum jólavættaleik borgarinnar sem settur verður af stað í aðdraganda hátíðanna. „Tilgangurinn er að sjálfsögðu að færa borgina í hátíðarbúning og hvetja fólk til þess að koma í miðborgina til að njóta alls sem þar býðst en Miðborgin er sameign allra Reykvíkinga og reyndar allra landsmanna. Því leggur Reykjavíkurborg mikið upp úr því að hafa miðborgina jólalega þannig að fólk geti komið, hitt annað fólk og upplifað hátíðlegan anda jólanna.“Hér að neðan má sjá innslag um jólaköttinn á Lækjartorgi sem sýnt var í kvöldfréttum Stöðvar 2 á laugardag.Klippa: Jólakötturinn tendraður Borgarstjórn Jól Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Jólakötturinn sem settur var upp við Lækjartorg í miðborg Reykjavíkur um helgina kostaði Reykjavíkurborg samtals um 4,4 milljónir króna. Þá má gera ráð fyrir því að kötturinn verði ódýrari næstu jól. Þetta kemur fram í svari borgarinnar við fyrirspurn Vísis. Jólakötturinn er um fimm metrar á hæð og sex metrar á breidd og hefur vakið mikla athygli eftir að ljós á honum voru tendruð við hátíðlega athöfn í miðbænum á laugardag. Hönnun jólakattarins er samstarf Reykjavíkurborgar, mk-illumination í Austurríki og fyrirtækisins Garðlistar. Í skriflegu svari Bjarna Brynjólfssonar, upplýsingastjóra Reykjavíkurborgar, við fyrirspurn Vísis kemur fram að borgin leigi köttinn af Garðlist til tveggja ára. Ársleiga á kettinum nemur 3.475.000 krónum á ári og við hann bætist uppsetningarkostnaður, sem í ár nam um einni milljón króna.Ódýrari næstu jól Gert er ráð fyrir að kostnaður við köttinn verði öllu minni á næsta ári þar sem uppsetningarkostnaður skrifaðist að mestu á efniskaup, þ.e. plötu og festingar sem verða notaðar aftur. Þá kemur jafnframt fram í svarinu að fjöldi fólks hafi verið viðstaddur tendrun á jólakettinum um helgina, auk þess sem margir hafi stillt sér upp og látið mynda sig með honum. Jólakötturinn hafi jafnframt tengingu við íslenskar jólahefðir og sagnahefðina og þá mun hann gegna hlutverk í nýjum jólavættaleik borgarinnar sem settur verður af stað í aðdraganda hátíðanna. „Tilgangurinn er að sjálfsögðu að færa borgina í hátíðarbúning og hvetja fólk til þess að koma í miðborgina til að njóta alls sem þar býðst en Miðborgin er sameign allra Reykvíkinga og reyndar allra landsmanna. Því leggur Reykjavíkurborg mikið upp úr því að hafa miðborgina jólalega þannig að fólk geti komið, hitt annað fólk og upplifað hátíðlegan anda jólanna.“Hér að neðan má sjá innslag um jólaköttinn á Lækjartorgi sem sýnt var í kvöldfréttum Stöðvar 2 á laugardag.Klippa: Jólakötturinn tendraður
Borgarstjórn Jól Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira