Um kennaramenntun og leyfisbréf Elna Katrín Jónsdóttir skrifar 28. nóvember 2018 08:33 Trausti Þorsteinsson ræði í grein sinni á visir.is þann 26. nóvember sl. meðal annars breytingar skólakerfinu, sjálfræðisaldur og innleiðingu fræðsluskyldu á framhaldsskólastigi. Greinin ber þó yfirskriftina Um leyfisbréf kennara og fjallar að hluta til um kennaramenntun, inntak hennar og lög um kennaramenntun. Tilgreint er að með lögum um kennaramenntun frá 2008 hafi kröfur til menntunar kennara aukist en lítið fjallað í greininni um inntak breytinganna. Tæpt er lauslega á afar mikilvægri grein gildandi laga um kennaramenntun með því orðalagi að menn vilji „mýkja skil á milli skólastiga“ en hafi enn ekki komið því í framkvæmd. Greinarhöfundur varpar því fram í inngangi að ágreiningur um hið spánýja menntastefnumál „Eitt leyfisbréf“ snúist um það að sumir telji kennarafræðin gera kennarann að sérfræðingi en aðrir fagreinina eða fagsviðið. Þessari gömlu ofureinföldun var gjarnan slegið fram hér áður fyrr þegar reka skyldi fleyg milli kennara á mismunandi skólastigum eða milli kennaramenntunarstofnana. Gildandi lög um kennaramenntun endurspegla öfugt við ofangreint að kennarar á öllum þremur skólastigunum þurfi bæði öfluga menntun í kennarafræðum og meiri sérhæfingu en eldri lög gerðu kröfu um. Kröfur um sérhæfingu í kennslugreinum eða á fagsviðum aukast á öllum skólastigunum og kröfur um kennslufræðimenntun aukast enn fremur til verðandi framhaldsskólakennara. Rökin fyrir þessum breytingum voru meðal annars almenn þörf fyrir meiri menntun og sérfræðiþekkingu. Hækkaður sjálfræðisaldur og fræðsluskylda í samræmi við hann en einnig sterkari vitund um jafnan rétt nemenda með fjölbreyttar og ólíkar þarfir til þess að hljóta góða menntun við bestu mögulegu skilyrði. Það er menntamálayfirvöldum til vansa að hafa ekki gengið rösklegar fram í því en raun ber vitni að koma í framkvæmd ákvæðum 21. greinar kennaramenntunarlaganna sem kveður á um það hvernig veita megi kennurum heimild til þess að kenna nemendum á svipuðum aldri á aðliggjandi skólastigi enda gefi menntun kennarans tilefni til slíkrar opnunar. Dæmi um þetta væri til dæmis að grunnskólakennari með minnst tveggja ára sérhæfingu í kennslugrein geti kennt byrjunaráfanga í sinni grein í framhaldsskóla og að framhaldsskólakennari geti kennt sína kennslugrein í 8.-10. bekk grunnskóla. Trausti telur að „með einu leyfisbréfi skapast tækifæri til að endurhugsa kennaranámið með kennslu- og uppeldisfræði sem grunnþátt í menntun allra kennara“. Þau orð verða ekki skilin öðruvísi en svo að kennarafræðin séu ekki grunnþáttur í menntun sumra kennara. Enn fremur að útgáfa og efni leyfisbréfa sé með einhverjum hætti forsenda fyrir því að háskólakennarar leggi höfuðið í bleyti og upphugsi góðar og frumlegar breytingar á menntunarframboði sínu til verðandi kennara í landinu. Vert er loks að draga fram mikilvægan þráð í kennaramenntunar- og leyfisbréfaumræðu liðinna ára nefnilega að fyllilega sé tímabært að skrifa kennslugrein eða fagsvið inn í leyfisbréf grunnskólakennara. Tekin var snörp umræða um þetta við endurskoðun lögverndunarlaganna 1998 en horfið frá. Nú hafa með lengingu kennaramenntunar skapast tækifæri til þess að auka bæði menntun og sérhæfingu á fagsviðum og í kennarafræðum og því full ástæða til að vekja máls á þessu aftur. Sú sem hér skrifar sér ekki að umræðan um eitt leyfisbréf eigi yfirleitt mikið skylt við kennaramenntunar- eða fagumræðu kennarastarfsins. Frekar er rétt og skylt að bæta og efla framkvæmd gildandi laga svo sem 21. grein þeirra en einnig með því að auka vettvangsnám, gera háskólunum kleift að bæta námsframboð til verðandi kennara og að efla símenntun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Trausti Þorsteinsson ræði í grein sinni á visir.is þann 26. nóvember sl. meðal annars breytingar skólakerfinu, sjálfræðisaldur og innleiðingu fræðsluskyldu á framhaldsskólastigi. Greinin ber þó yfirskriftina Um leyfisbréf kennara og fjallar að hluta til um kennaramenntun, inntak hennar og lög um kennaramenntun. Tilgreint er að með lögum um kennaramenntun frá 2008 hafi kröfur til menntunar kennara aukist en lítið fjallað í greininni um inntak breytinganna. Tæpt er lauslega á afar mikilvægri grein gildandi laga um kennaramenntun með því orðalagi að menn vilji „mýkja skil á milli skólastiga“ en hafi enn ekki komið því í framkvæmd. Greinarhöfundur varpar því fram í inngangi að ágreiningur um hið spánýja menntastefnumál „Eitt leyfisbréf“ snúist um það að sumir telji kennarafræðin gera kennarann að sérfræðingi en aðrir fagreinina eða fagsviðið. Þessari gömlu ofureinföldun var gjarnan slegið fram hér áður fyrr þegar reka skyldi fleyg milli kennara á mismunandi skólastigum eða milli kennaramenntunarstofnana. Gildandi lög um kennaramenntun endurspegla öfugt við ofangreint að kennarar á öllum þremur skólastigunum þurfi bæði öfluga menntun í kennarafræðum og meiri sérhæfingu en eldri lög gerðu kröfu um. Kröfur um sérhæfingu í kennslugreinum eða á fagsviðum aukast á öllum skólastigunum og kröfur um kennslufræðimenntun aukast enn fremur til verðandi framhaldsskólakennara. Rökin fyrir þessum breytingum voru meðal annars almenn þörf fyrir meiri menntun og sérfræðiþekkingu. Hækkaður sjálfræðisaldur og fræðsluskylda í samræmi við hann en einnig sterkari vitund um jafnan rétt nemenda með fjölbreyttar og ólíkar þarfir til þess að hljóta góða menntun við bestu mögulegu skilyrði. Það er menntamálayfirvöldum til vansa að hafa ekki gengið rösklegar fram í því en raun ber vitni að koma í framkvæmd ákvæðum 21. greinar kennaramenntunarlaganna sem kveður á um það hvernig veita megi kennurum heimild til þess að kenna nemendum á svipuðum aldri á aðliggjandi skólastigi enda gefi menntun kennarans tilefni til slíkrar opnunar. Dæmi um þetta væri til dæmis að grunnskólakennari með minnst tveggja ára sérhæfingu í kennslugrein geti kennt byrjunaráfanga í sinni grein í framhaldsskóla og að framhaldsskólakennari geti kennt sína kennslugrein í 8.-10. bekk grunnskóla. Trausti telur að „með einu leyfisbréfi skapast tækifæri til að endurhugsa kennaranámið með kennslu- og uppeldisfræði sem grunnþátt í menntun allra kennara“. Þau orð verða ekki skilin öðruvísi en svo að kennarafræðin séu ekki grunnþáttur í menntun sumra kennara. Enn fremur að útgáfa og efni leyfisbréfa sé með einhverjum hætti forsenda fyrir því að háskólakennarar leggi höfuðið í bleyti og upphugsi góðar og frumlegar breytingar á menntunarframboði sínu til verðandi kennara í landinu. Vert er loks að draga fram mikilvægan þráð í kennaramenntunar- og leyfisbréfaumræðu liðinna ára nefnilega að fyllilega sé tímabært að skrifa kennslugrein eða fagsvið inn í leyfisbréf grunnskólakennara. Tekin var snörp umræða um þetta við endurskoðun lögverndunarlaganna 1998 en horfið frá. Nú hafa með lengingu kennaramenntunar skapast tækifæri til þess að auka bæði menntun og sérhæfingu á fagsviðum og í kennarafræðum og því full ástæða til að vekja máls á þessu aftur. Sú sem hér skrifar sér ekki að umræðan um eitt leyfisbréf eigi yfirleitt mikið skylt við kennaramenntunar- eða fagumræðu kennarastarfsins. Frekar er rétt og skylt að bæta og efla framkvæmd gildandi laga svo sem 21. grein þeirra en einnig með því að auka vettvangsnám, gera háskólunum kleift að bæta námsframboð til verðandi kennara og að efla símenntun.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun