Um kennaramenntun og leyfisbréf Elna Katrín Jónsdóttir skrifar 28. nóvember 2018 08:33 Trausti Þorsteinsson ræði í grein sinni á visir.is þann 26. nóvember sl. meðal annars breytingar skólakerfinu, sjálfræðisaldur og innleiðingu fræðsluskyldu á framhaldsskólastigi. Greinin ber þó yfirskriftina Um leyfisbréf kennara og fjallar að hluta til um kennaramenntun, inntak hennar og lög um kennaramenntun. Tilgreint er að með lögum um kennaramenntun frá 2008 hafi kröfur til menntunar kennara aukist en lítið fjallað í greininni um inntak breytinganna. Tæpt er lauslega á afar mikilvægri grein gildandi laga um kennaramenntun með því orðalagi að menn vilji „mýkja skil á milli skólastiga“ en hafi enn ekki komið því í framkvæmd. Greinarhöfundur varpar því fram í inngangi að ágreiningur um hið spánýja menntastefnumál „Eitt leyfisbréf“ snúist um það að sumir telji kennarafræðin gera kennarann að sérfræðingi en aðrir fagreinina eða fagsviðið. Þessari gömlu ofureinföldun var gjarnan slegið fram hér áður fyrr þegar reka skyldi fleyg milli kennara á mismunandi skólastigum eða milli kennaramenntunarstofnana. Gildandi lög um kennaramenntun endurspegla öfugt við ofangreint að kennarar á öllum þremur skólastigunum þurfi bæði öfluga menntun í kennarafræðum og meiri sérhæfingu en eldri lög gerðu kröfu um. Kröfur um sérhæfingu í kennslugreinum eða á fagsviðum aukast á öllum skólastigunum og kröfur um kennslufræðimenntun aukast enn fremur til verðandi framhaldsskólakennara. Rökin fyrir þessum breytingum voru meðal annars almenn þörf fyrir meiri menntun og sérfræðiþekkingu. Hækkaður sjálfræðisaldur og fræðsluskylda í samræmi við hann en einnig sterkari vitund um jafnan rétt nemenda með fjölbreyttar og ólíkar þarfir til þess að hljóta góða menntun við bestu mögulegu skilyrði. Það er menntamálayfirvöldum til vansa að hafa ekki gengið rösklegar fram í því en raun ber vitni að koma í framkvæmd ákvæðum 21. greinar kennaramenntunarlaganna sem kveður á um það hvernig veita megi kennurum heimild til þess að kenna nemendum á svipuðum aldri á aðliggjandi skólastigi enda gefi menntun kennarans tilefni til slíkrar opnunar. Dæmi um þetta væri til dæmis að grunnskólakennari með minnst tveggja ára sérhæfingu í kennslugrein geti kennt byrjunaráfanga í sinni grein í framhaldsskóla og að framhaldsskólakennari geti kennt sína kennslugrein í 8.-10. bekk grunnskóla. Trausti telur að „með einu leyfisbréfi skapast tækifæri til að endurhugsa kennaranámið með kennslu- og uppeldisfræði sem grunnþátt í menntun allra kennara“. Þau orð verða ekki skilin öðruvísi en svo að kennarafræðin séu ekki grunnþáttur í menntun sumra kennara. Enn fremur að útgáfa og efni leyfisbréfa sé með einhverjum hætti forsenda fyrir því að háskólakennarar leggi höfuðið í bleyti og upphugsi góðar og frumlegar breytingar á menntunarframboði sínu til verðandi kennara í landinu. Vert er loks að draga fram mikilvægan þráð í kennaramenntunar- og leyfisbréfaumræðu liðinna ára nefnilega að fyllilega sé tímabært að skrifa kennslugrein eða fagsvið inn í leyfisbréf grunnskólakennara. Tekin var snörp umræða um þetta við endurskoðun lögverndunarlaganna 1998 en horfið frá. Nú hafa með lengingu kennaramenntunar skapast tækifæri til þess að auka bæði menntun og sérhæfingu á fagsviðum og í kennarafræðum og því full ástæða til að vekja máls á þessu aftur. Sú sem hér skrifar sér ekki að umræðan um eitt leyfisbréf eigi yfirleitt mikið skylt við kennaramenntunar- eða fagumræðu kennarastarfsins. Frekar er rétt og skylt að bæta og efla framkvæmd gildandi laga svo sem 21. grein þeirra en einnig með því að auka vettvangsnám, gera háskólunum kleift að bæta námsframboð til verðandi kennara og að efla símenntun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Sjá meira
Trausti Þorsteinsson ræði í grein sinni á visir.is þann 26. nóvember sl. meðal annars breytingar skólakerfinu, sjálfræðisaldur og innleiðingu fræðsluskyldu á framhaldsskólastigi. Greinin ber þó yfirskriftina Um leyfisbréf kennara og fjallar að hluta til um kennaramenntun, inntak hennar og lög um kennaramenntun. Tilgreint er að með lögum um kennaramenntun frá 2008 hafi kröfur til menntunar kennara aukist en lítið fjallað í greininni um inntak breytinganna. Tæpt er lauslega á afar mikilvægri grein gildandi laga um kennaramenntun með því orðalagi að menn vilji „mýkja skil á milli skólastiga“ en hafi enn ekki komið því í framkvæmd. Greinarhöfundur varpar því fram í inngangi að ágreiningur um hið spánýja menntastefnumál „Eitt leyfisbréf“ snúist um það að sumir telji kennarafræðin gera kennarann að sérfræðingi en aðrir fagreinina eða fagsviðið. Þessari gömlu ofureinföldun var gjarnan slegið fram hér áður fyrr þegar reka skyldi fleyg milli kennara á mismunandi skólastigum eða milli kennaramenntunarstofnana. Gildandi lög um kennaramenntun endurspegla öfugt við ofangreint að kennarar á öllum þremur skólastigunum þurfi bæði öfluga menntun í kennarafræðum og meiri sérhæfingu en eldri lög gerðu kröfu um. Kröfur um sérhæfingu í kennslugreinum eða á fagsviðum aukast á öllum skólastigunum og kröfur um kennslufræðimenntun aukast enn fremur til verðandi framhaldsskólakennara. Rökin fyrir þessum breytingum voru meðal annars almenn þörf fyrir meiri menntun og sérfræðiþekkingu. Hækkaður sjálfræðisaldur og fræðsluskylda í samræmi við hann en einnig sterkari vitund um jafnan rétt nemenda með fjölbreyttar og ólíkar þarfir til þess að hljóta góða menntun við bestu mögulegu skilyrði. Það er menntamálayfirvöldum til vansa að hafa ekki gengið rösklegar fram í því en raun ber vitni að koma í framkvæmd ákvæðum 21. greinar kennaramenntunarlaganna sem kveður á um það hvernig veita megi kennurum heimild til þess að kenna nemendum á svipuðum aldri á aðliggjandi skólastigi enda gefi menntun kennarans tilefni til slíkrar opnunar. Dæmi um þetta væri til dæmis að grunnskólakennari með minnst tveggja ára sérhæfingu í kennslugrein geti kennt byrjunaráfanga í sinni grein í framhaldsskóla og að framhaldsskólakennari geti kennt sína kennslugrein í 8.-10. bekk grunnskóla. Trausti telur að „með einu leyfisbréfi skapast tækifæri til að endurhugsa kennaranámið með kennslu- og uppeldisfræði sem grunnþátt í menntun allra kennara“. Þau orð verða ekki skilin öðruvísi en svo að kennarafræðin séu ekki grunnþáttur í menntun sumra kennara. Enn fremur að útgáfa og efni leyfisbréfa sé með einhverjum hætti forsenda fyrir því að háskólakennarar leggi höfuðið í bleyti og upphugsi góðar og frumlegar breytingar á menntunarframboði sínu til verðandi kennara í landinu. Vert er loks að draga fram mikilvægan þráð í kennaramenntunar- og leyfisbréfaumræðu liðinna ára nefnilega að fyllilega sé tímabært að skrifa kennslugrein eða fagsvið inn í leyfisbréf grunnskólakennara. Tekin var snörp umræða um þetta við endurskoðun lögverndunarlaganna 1998 en horfið frá. Nú hafa með lengingu kennaramenntunar skapast tækifæri til þess að auka bæði menntun og sérhæfingu á fagsviðum og í kennarafræðum og því full ástæða til að vekja máls á þessu aftur. Sú sem hér skrifar sér ekki að umræðan um eitt leyfisbréf eigi yfirleitt mikið skylt við kennaramenntunar- eða fagumræðu kennarastarfsins. Frekar er rétt og skylt að bæta og efla framkvæmd gildandi laga svo sem 21. grein þeirra en einnig með því að auka vettvangsnám, gera háskólunum kleift að bæta námsframboð til verðandi kennara og að efla símenntun.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun