Við erum svona fólk Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir skrifar 28. nóvember 2018 10:33 Hönd í hönd röltum við hjónin upp Hverfisgötuna í gær, á leið í bíó. Við smelltum kossi hvor á aðra áður en við gengum inn í Bíó Paradís, þangað sem við vorum komnar til að sjá frumsýningu heimildarmyndarinnar Svona fólk. Við vorum svolítið á síðustu stundu en náðum með naumindum að næla okkur í sæti í næst-öftustu röð, í smekkfullum salnum. Við horfðumst í augu og brostum hvor til annarrar áður en myndin hófst, fullar eftirvæntingar. Skömmu síðar vorum við hins vegar slegnar með blautri tusku í andlitið. Ekki leið að löngu þar til tárin voru farin að falla, og það sem eftir lifði myndar kreistum við hönd hvorrar annarrar fast á milli sætanna. Þarna sátum við, ekki orðnar þrítugar, og hlýddum á raunverulegar sögur samkynhneigðs íslensks fólks sem lifði í felum á áttunda og níunda áratug síðustu aldar, varð fyrir grófu ofbeldi, missti vinnu og húsnæði, flúði land og var ofsótt fyrir það eitt að vera það sjálft. Sögur fólks sem margt hvert ber enn ör þess tíma sem samfélagið útskúfaði það. Og sögur fólks sem sumt hvert lifði ekki af. Við höfðum vissulega lesið ýmislegt um réttindabaráttuna hér á landi og þekktum sumar sögurnar – en að horfa á andlitin á bakvið sögurnar og heyra þau segja frá í sínum orðum, hafði þó djúpstæðari áhrif á okkur en okkur grunaði. Fólk eins og við, sem ekki gat leiðst hönd í hönd, og hvað þá kysst hvort annað á almannafæri. Og þarna sátum við, nýgiftu hjónin, og grétum í faðmlögum yfir veruleika þeirra. Veruleika sem er svo fjarri okkur, en samt svo nálægt. Veruleika fólks eins og okkar, því við erum svona fólk. Það eru aðeins tæpir fimm mánuðir síðan við gengum í hjónaband og fögnuðum ástinni með fjölskyldum okkar og vinum. Sjálfsagður hlutur fyrir par sem hefur verið saman í fimm ár og hyggst verja ævinni saman. En þó ekki svo sjálfsagður. Í dag eru aðeins 27 lönd í heiminum sem heimila hjónabönd samkynhneigðra. 27 af 195. Það eru ekki nema 8 ár síðan samkynja hjónabönd voru færð í lög hér á landi, og vegferðin að þeirri lögleiðingu var síður en svo áfallalaus. Það nægir að lesa umsagnir um málið á sínum tíma til að sjá fordómana og hræðsluna við ástina. Á þeim tíma sem myndin tók til var slík athöfn í besta falli langþráður draumur. Þá barðist samkynhneigt fólk fyrir tilverurétti sínum í þessu landi, fyrir því að vera ekki kallað kynvillingar og fyrir fordómalausu Íslandi. En það sem mætti þeim var skilningslaust samfélag, þar sem ekki mátti segja orðin hommi og lesbía upphátt. Þar sem slík orð voru jafnvel bönnuð í útvarpi og sjónvarpi. Sem betur fer erum við komin óralangt frá þessum veruleika, og í ár fagna Samtökin ’78 fjörtíu ára afmæli sínu. En þrátt fyrir að vera komin langt má þó enn finna foróma og skilningsleysi víða. Því er mikilvægt að sofna ekki á verðinum og halda á lofti þeim kyndli sem Hörður Torfason kveikti á sínum tíma. Takk, Hörður og þið öll sem rudduð brautina; Guðni Baldursson, Þorvaldur Kristjánsson, Ragnhildur Sverrisdóttir og aðrir viðmælendur myndarinnar, sem sögðu frá á svo fallegan og einlægan en oft átakalegan hátt. Og takk, Hrafnhildur Gunnarsdóttir fyrir að fanga söguna og baráttuna svona fallega. Það er ykkur að þakka að við stöndum hér í dag og fáum að elska hvora aðra í samfélagi sem leyfir okkur að vera við sjálfar. Heimildarmyndin verður frumsýnd í Bíó Paradís í kvöld og verður í sýningu næstu daga. Við hvetjum alla til að fara í bíó og horfast í augu við söguna. Því þetta er svo einfalt og snýst bara um eitt: lífshamingju. Höfundar eru hjón og stofnendur Hinseginleikans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Rut Kristinsdóttir Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Hönd í hönd röltum við hjónin upp Hverfisgötuna í gær, á leið í bíó. Við smelltum kossi hvor á aðra áður en við gengum inn í Bíó Paradís, þangað sem við vorum komnar til að sjá frumsýningu heimildarmyndarinnar Svona fólk. Við vorum svolítið á síðustu stundu en náðum með naumindum að næla okkur í sæti í næst-öftustu röð, í smekkfullum salnum. Við horfðumst í augu og brostum hvor til annarrar áður en myndin hófst, fullar eftirvæntingar. Skömmu síðar vorum við hins vegar slegnar með blautri tusku í andlitið. Ekki leið að löngu þar til tárin voru farin að falla, og það sem eftir lifði myndar kreistum við hönd hvorrar annarrar fast á milli sætanna. Þarna sátum við, ekki orðnar þrítugar, og hlýddum á raunverulegar sögur samkynhneigðs íslensks fólks sem lifði í felum á áttunda og níunda áratug síðustu aldar, varð fyrir grófu ofbeldi, missti vinnu og húsnæði, flúði land og var ofsótt fyrir það eitt að vera það sjálft. Sögur fólks sem margt hvert ber enn ör þess tíma sem samfélagið útskúfaði það. Og sögur fólks sem sumt hvert lifði ekki af. Við höfðum vissulega lesið ýmislegt um réttindabaráttuna hér á landi og þekktum sumar sögurnar – en að horfa á andlitin á bakvið sögurnar og heyra þau segja frá í sínum orðum, hafði þó djúpstæðari áhrif á okkur en okkur grunaði. Fólk eins og við, sem ekki gat leiðst hönd í hönd, og hvað þá kysst hvort annað á almannafæri. Og þarna sátum við, nýgiftu hjónin, og grétum í faðmlögum yfir veruleika þeirra. Veruleika sem er svo fjarri okkur, en samt svo nálægt. Veruleika fólks eins og okkar, því við erum svona fólk. Það eru aðeins tæpir fimm mánuðir síðan við gengum í hjónaband og fögnuðum ástinni með fjölskyldum okkar og vinum. Sjálfsagður hlutur fyrir par sem hefur verið saman í fimm ár og hyggst verja ævinni saman. En þó ekki svo sjálfsagður. Í dag eru aðeins 27 lönd í heiminum sem heimila hjónabönd samkynhneigðra. 27 af 195. Það eru ekki nema 8 ár síðan samkynja hjónabönd voru færð í lög hér á landi, og vegferðin að þeirri lögleiðingu var síður en svo áfallalaus. Það nægir að lesa umsagnir um málið á sínum tíma til að sjá fordómana og hræðsluna við ástina. Á þeim tíma sem myndin tók til var slík athöfn í besta falli langþráður draumur. Þá barðist samkynhneigt fólk fyrir tilverurétti sínum í þessu landi, fyrir því að vera ekki kallað kynvillingar og fyrir fordómalausu Íslandi. En það sem mætti þeim var skilningslaust samfélag, þar sem ekki mátti segja orðin hommi og lesbía upphátt. Þar sem slík orð voru jafnvel bönnuð í útvarpi og sjónvarpi. Sem betur fer erum við komin óralangt frá þessum veruleika, og í ár fagna Samtökin ’78 fjörtíu ára afmæli sínu. En þrátt fyrir að vera komin langt má þó enn finna foróma og skilningsleysi víða. Því er mikilvægt að sofna ekki á verðinum og halda á lofti þeim kyndli sem Hörður Torfason kveikti á sínum tíma. Takk, Hörður og þið öll sem rudduð brautina; Guðni Baldursson, Þorvaldur Kristjánsson, Ragnhildur Sverrisdóttir og aðrir viðmælendur myndarinnar, sem sögðu frá á svo fallegan og einlægan en oft átakalegan hátt. Og takk, Hrafnhildur Gunnarsdóttir fyrir að fanga söguna og baráttuna svona fallega. Það er ykkur að þakka að við stöndum hér í dag og fáum að elska hvora aðra í samfélagi sem leyfir okkur að vera við sjálfar. Heimildarmyndin verður frumsýnd í Bíó Paradís í kvöld og verður í sýningu næstu daga. Við hvetjum alla til að fara í bíó og horfast í augu við söguna. Því þetta er svo einfalt og snýst bara um eitt: lífshamingju. Höfundar eru hjón og stofnendur Hinseginleikans.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun