Fjölda fólks er enn saknað í Paradís og fleiri lík finnast Samúel Karl Ólason skrifar 14. nóvember 2018 10:27 Björgunaraðilar leita að líkum í brunarústum í Paradise. AP/John Locher Björgunaraðilar í norðurhluta Kaliforníu hafa fundið sex látna til viðbótar í bænum Paradise (Paradís á íslensku) sem gereyðilagðist nánast í mannskæðustu kjarr- og skógareldum ríkisins. Alls eru nú 48 látnir og er fjölmargra saknað. Ekki liggur fyrir með vissu hve margra er saknað en fyrr í vikunni var áætlað að þeir væru um 200 talsins. Áður hafði mannskæðustu skógar- og kjarreldar átt sér stað í Griffith-garðinum í Los Angeles árið 1923. Þá dóu 29. Yfirlit yfir fjölda þeirra sem er saknað verður gert opinbert á næstunni, samkvæmt fógeta Butte-sýslu í Kaliforníu. Þá er búið að kalla til um hundrað hermenn til að hjálpa björgunaraðilum við leitina í Paradise. Fógetinn sagði einnig að sex manns hefðu verið handteknir vegna rána í rústum bæjarins.AP fréttaveitan ræddi við nokkra af íbúum bæjarins sem tókst að flýja undan eldunum en einn þeirra, Greg Gibson, segir hraða eldsins hafa verið ótrúlegan. Hann leitar nú að upplýsingum um nágranna sína sem er saknað.Harold Taylor er 72 ára gamall en honum tókst að flýja. Hann fékk símtal á síðasta fimmtudag þar sem honum var sagt að yfirgefa heimili sitt og þá hafði eldurinn þegar náð upp að húsi hans. Taylor hafði ekki tíma til að taka neinar eigur með sér, aðrar en þær sem hann var klæddur í. Á leiðinni út úr bænum rakst hann á nágranna sinn sem vildi ekki flýja. Taylor reyndi að fá hann upp í bíl sinn en nágranninn vildi ekki fara. Sá maður er nú týndur og er Taylor að reyna að komast að því hvort hann lifði af. Hér má sjá drónamyndband sem birt var í gær og sýnir útlitið í Paradise.AP ræddi einnig við Lindu Rawlings. Hún var í útilegu þegar eldurinn kom upp. Nágrannar hennar hleyptu þremur hundum hennar út úr girðingu þeirra svo þeir gætu komist undan eldinum. Nágrannarnir flúðu og hundarnir sömuleiðis. Nokkrum dögum síðar fundust hundarnir þar sem þeir biðu eftir eigendum sínum í rústum heimilis þeirra. Húsið hafði brunnið til grunna. Talið er að um 90 prósent bygginga í Paradise hafi brunnið. AFP fréttaveitan ræddi við einn íbúa sem tók þá ákvörðun að yfirgefa bæinn ekki og reyna að verja heimili sitt. Honum tókst það en nágrannar hans voru ekki svo heppnir.VIDEO: 'Camp Fire' destroyed almost 90% of the buildings in the small town of Paradise, California. Of the few houses that survived, their owners who refused to evacuate, say they "feel pretty happy to have made it." pic.twitter.com/g4vTi7H57O— AFP news agency (@AFP) November 14, 2018 Bandaríkin Skógareldar Tengdar fréttir Tala látinna hækkar og yfir 200 manns saknað í Kaliforníu Yfirvöld í Kaliforníu segja nú að samtals 31 hafi látist af völdum kjarreldanna sem geisað hafa í ríkinu undanfarna daga. Þá er yfir 200 manns saknað. 12. nóvember 2018 07:41 Íslendingar í Kaliforníu: „Þetta er algjör hryllingur“ Vegur á milli húsahverfis og hlíðar kom í veg fyrir að heimili íslenskrar konu og fjölskyldu hennar hafi brunnið í kjarreldunum sem geysa í Kaliforníu. 11. nóvember 2018 18:30 Heimili Gerard Butler og Neil Young urðu eldunum að bráð Leikarinn Gerard Butler og tónlistarmennirnir Neil Young og Robin Thicke eru á meðal þeirra sem misst hafa heimili sín í hinum gríðarmiklu kjarreldum sem nú geisa í Kaliforníu. 12. nóvember 2018 08:19 Draumur Íslendings í Paradís lifir enn Anton Axelsson, Íslendingur sem rekur veitingastað í Paradís í Kaliforníu þar sem gríðarlegir skógareldar geysa, segist aldrei hafa séð annað eins. 11. nóvember 2018 23:00 Segist heppin og þakklát að sleppa frá skógareldum Skógar- og kjarreldarnir í Kaliforníu eru orðnir þeir mannskæðustu í sögu ríkisins. Ólafía Einarsdótti, íbúi í West Hill í Kaliforníu, segir það mikla mildi að heimili hennar hafi sloppið við eldana. 12. nóvember 2018 19:30 Orðinn mannskæðasti eldsvoði í sögu ríkisins Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir neyðarástandi vegna hamfara í ríkinu. 13. nóvember 2018 08:22 Leit að látnum gæti tekið vikur Það gæti tekið leitarhópa og rannsakendur vikur að finna lík allra þeirra sem hafa látist í skógareldum í Kaliforníu undanfarna daga. 14. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Fleiri fréttir Rétti Trump miða um að tilkynna samkomulag um Gasa Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Sjá meira
Björgunaraðilar í norðurhluta Kaliforníu hafa fundið sex látna til viðbótar í bænum Paradise (Paradís á íslensku) sem gereyðilagðist nánast í mannskæðustu kjarr- og skógareldum ríkisins. Alls eru nú 48 látnir og er fjölmargra saknað. Ekki liggur fyrir með vissu hve margra er saknað en fyrr í vikunni var áætlað að þeir væru um 200 talsins. Áður hafði mannskæðustu skógar- og kjarreldar átt sér stað í Griffith-garðinum í Los Angeles árið 1923. Þá dóu 29. Yfirlit yfir fjölda þeirra sem er saknað verður gert opinbert á næstunni, samkvæmt fógeta Butte-sýslu í Kaliforníu. Þá er búið að kalla til um hundrað hermenn til að hjálpa björgunaraðilum við leitina í Paradise. Fógetinn sagði einnig að sex manns hefðu verið handteknir vegna rána í rústum bæjarins.AP fréttaveitan ræddi við nokkra af íbúum bæjarins sem tókst að flýja undan eldunum en einn þeirra, Greg Gibson, segir hraða eldsins hafa verið ótrúlegan. Hann leitar nú að upplýsingum um nágranna sína sem er saknað.Harold Taylor er 72 ára gamall en honum tókst að flýja. Hann fékk símtal á síðasta fimmtudag þar sem honum var sagt að yfirgefa heimili sitt og þá hafði eldurinn þegar náð upp að húsi hans. Taylor hafði ekki tíma til að taka neinar eigur með sér, aðrar en þær sem hann var klæddur í. Á leiðinni út úr bænum rakst hann á nágranna sinn sem vildi ekki flýja. Taylor reyndi að fá hann upp í bíl sinn en nágranninn vildi ekki fara. Sá maður er nú týndur og er Taylor að reyna að komast að því hvort hann lifði af. Hér má sjá drónamyndband sem birt var í gær og sýnir útlitið í Paradise.AP ræddi einnig við Lindu Rawlings. Hún var í útilegu þegar eldurinn kom upp. Nágrannar hennar hleyptu þremur hundum hennar út úr girðingu þeirra svo þeir gætu komist undan eldinum. Nágrannarnir flúðu og hundarnir sömuleiðis. Nokkrum dögum síðar fundust hundarnir þar sem þeir biðu eftir eigendum sínum í rústum heimilis þeirra. Húsið hafði brunnið til grunna. Talið er að um 90 prósent bygginga í Paradise hafi brunnið. AFP fréttaveitan ræddi við einn íbúa sem tók þá ákvörðun að yfirgefa bæinn ekki og reyna að verja heimili sitt. Honum tókst það en nágrannar hans voru ekki svo heppnir.VIDEO: 'Camp Fire' destroyed almost 90% of the buildings in the small town of Paradise, California. Of the few houses that survived, their owners who refused to evacuate, say they "feel pretty happy to have made it." pic.twitter.com/g4vTi7H57O— AFP news agency (@AFP) November 14, 2018
Bandaríkin Skógareldar Tengdar fréttir Tala látinna hækkar og yfir 200 manns saknað í Kaliforníu Yfirvöld í Kaliforníu segja nú að samtals 31 hafi látist af völdum kjarreldanna sem geisað hafa í ríkinu undanfarna daga. Þá er yfir 200 manns saknað. 12. nóvember 2018 07:41 Íslendingar í Kaliforníu: „Þetta er algjör hryllingur“ Vegur á milli húsahverfis og hlíðar kom í veg fyrir að heimili íslenskrar konu og fjölskyldu hennar hafi brunnið í kjarreldunum sem geysa í Kaliforníu. 11. nóvember 2018 18:30 Heimili Gerard Butler og Neil Young urðu eldunum að bráð Leikarinn Gerard Butler og tónlistarmennirnir Neil Young og Robin Thicke eru á meðal þeirra sem misst hafa heimili sín í hinum gríðarmiklu kjarreldum sem nú geisa í Kaliforníu. 12. nóvember 2018 08:19 Draumur Íslendings í Paradís lifir enn Anton Axelsson, Íslendingur sem rekur veitingastað í Paradís í Kaliforníu þar sem gríðarlegir skógareldar geysa, segist aldrei hafa séð annað eins. 11. nóvember 2018 23:00 Segist heppin og þakklát að sleppa frá skógareldum Skógar- og kjarreldarnir í Kaliforníu eru orðnir þeir mannskæðustu í sögu ríkisins. Ólafía Einarsdótti, íbúi í West Hill í Kaliforníu, segir það mikla mildi að heimili hennar hafi sloppið við eldana. 12. nóvember 2018 19:30 Orðinn mannskæðasti eldsvoði í sögu ríkisins Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir neyðarástandi vegna hamfara í ríkinu. 13. nóvember 2018 08:22 Leit að látnum gæti tekið vikur Það gæti tekið leitarhópa og rannsakendur vikur að finna lík allra þeirra sem hafa látist í skógareldum í Kaliforníu undanfarna daga. 14. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Fleiri fréttir Rétti Trump miða um að tilkynna samkomulag um Gasa Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Sjá meira
Tala látinna hækkar og yfir 200 manns saknað í Kaliforníu Yfirvöld í Kaliforníu segja nú að samtals 31 hafi látist af völdum kjarreldanna sem geisað hafa í ríkinu undanfarna daga. Þá er yfir 200 manns saknað. 12. nóvember 2018 07:41
Íslendingar í Kaliforníu: „Þetta er algjör hryllingur“ Vegur á milli húsahverfis og hlíðar kom í veg fyrir að heimili íslenskrar konu og fjölskyldu hennar hafi brunnið í kjarreldunum sem geysa í Kaliforníu. 11. nóvember 2018 18:30
Heimili Gerard Butler og Neil Young urðu eldunum að bráð Leikarinn Gerard Butler og tónlistarmennirnir Neil Young og Robin Thicke eru á meðal þeirra sem misst hafa heimili sín í hinum gríðarmiklu kjarreldum sem nú geisa í Kaliforníu. 12. nóvember 2018 08:19
Draumur Íslendings í Paradís lifir enn Anton Axelsson, Íslendingur sem rekur veitingastað í Paradís í Kaliforníu þar sem gríðarlegir skógareldar geysa, segist aldrei hafa séð annað eins. 11. nóvember 2018 23:00
Segist heppin og þakklát að sleppa frá skógareldum Skógar- og kjarreldarnir í Kaliforníu eru orðnir þeir mannskæðustu í sögu ríkisins. Ólafía Einarsdótti, íbúi í West Hill í Kaliforníu, segir það mikla mildi að heimili hennar hafi sloppið við eldana. 12. nóvember 2018 19:30
Orðinn mannskæðasti eldsvoði í sögu ríkisins Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir neyðarástandi vegna hamfara í ríkinu. 13. nóvember 2018 08:22
Leit að látnum gæti tekið vikur Það gæti tekið leitarhópa og rannsakendur vikur að finna lík allra þeirra sem hafa látist í skógareldum í Kaliforníu undanfarna daga. 14. nóvember 2018 07:00