Swatting: Játar að hafa sigað lögreglunni á saklausan mann sem var skotinn til bana Samúel Karl Ólason skrifar 14. nóvember 2018 14:15 Tyler Barris var færður fyrir dómara í gær þar sem hann játaði. AP/Bo Rader Bandaríkjamaðurinn Tyler Barris hefur játað fyrir dómi að hafa sigað lögregluþjónum á saklausan mann vegna deilna í tölvuleik. Hinn 28 ára gamli Andrew Finch var skotinn til bana af lögregluþjónum, eftir að þeir höfðu fengið símtal þar sem Barriss sagðist búa á heimili Finch og sagðist hafa skotið föður sinn til bana og halda öðrum fjölskyldumeðlimum sínum í gíslingu. Þá sagðist hann hafa helt bensíni um húsið og að hann ætlaði sér að kveikja í því. Lögregluþjónar fóru því á vettvang og bjuggust við því að koma að hættulegum og vopnuðum manni sem væri með fólk í gíslingu. Atvik sem þessi kallast „Swatting“ og þykja tíð í Bandaríkjunum. Barris hafði þó gefið lögreglunni upp rangt heimilisfang, því Finch kom deilunum sem leiddu til símtalsins til lögreglunnar ekkert við. Barris var beðinn, af vini sínum sem heitir Casey Viner, um að siga lögreglunni á Shane Gaskill, sem hafði verið að deila við Viner um veðmál í Call of Duty leik. Gaskill plataði þá Viner og Barris þó og lét þá fá gamalt heimilisfang, þar sem Andrew Finch bjó en hann átti tvo börn.Sjá einnig: Saklaus maður skotinn til bana af lögreglu vegna deilna í Call of DutyÞegar ljóst var að lögreglan hefði skotið Finch til bana eyddu Barris, Viner og Gaskill öllum skilaboðum sín á milli.Atvik þar sem lögreglunni er sigað á fólk þykja mjög algeng í Bandaríkjunum.Getty/OnfokusBarris játaði einnig að hafa hringt inn sprengjuhótanir gegn skólum, verslunarmiðstöðvum, höfuðstöðvum Alríkislögreglu Bandaríkjanna og Fjármálaeftirlits Bandaríkjanna. Hann á yfir höfði sér minnst tuttugu ára fangelsisvist. Dómsuppkvaðning fer fram þann 30. janúar. Enn er ekki búið að rétta yfir Viner og Gaskill vegna málsins. Saksóknarar í Witchita í Kansas, þar sem Finch bjó og var skotinn til bana, ákváðu að ákæra ekki lögregluþjóninn sem skaut hann. Sú ákvörðun var tekin með tilliti til þess að lögregluþjónarnir töldu Finch vera vopnaðan og hættulegan. Lögregluþjónar töldu Finch vera að teygja sig í byssu þegar hannn var skotinn. Hér að neðan má sjá myndband frá BBC þar sem meðal annars má heyra má hluta af símtali Barris til Neyðarlínunnar. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fórnarlamb „swatting“ brast í grát „Tíu löggur miðuðu byssum á bróður minn.“ 12. febrúar 2015 15:00 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Tyler Barris hefur játað fyrir dómi að hafa sigað lögregluþjónum á saklausan mann vegna deilna í tölvuleik. Hinn 28 ára gamli Andrew Finch var skotinn til bana af lögregluþjónum, eftir að þeir höfðu fengið símtal þar sem Barriss sagðist búa á heimili Finch og sagðist hafa skotið föður sinn til bana og halda öðrum fjölskyldumeðlimum sínum í gíslingu. Þá sagðist hann hafa helt bensíni um húsið og að hann ætlaði sér að kveikja í því. Lögregluþjónar fóru því á vettvang og bjuggust við því að koma að hættulegum og vopnuðum manni sem væri með fólk í gíslingu. Atvik sem þessi kallast „Swatting“ og þykja tíð í Bandaríkjunum. Barris hafði þó gefið lögreglunni upp rangt heimilisfang, því Finch kom deilunum sem leiddu til símtalsins til lögreglunnar ekkert við. Barris var beðinn, af vini sínum sem heitir Casey Viner, um að siga lögreglunni á Shane Gaskill, sem hafði verið að deila við Viner um veðmál í Call of Duty leik. Gaskill plataði þá Viner og Barris þó og lét þá fá gamalt heimilisfang, þar sem Andrew Finch bjó en hann átti tvo börn.Sjá einnig: Saklaus maður skotinn til bana af lögreglu vegna deilna í Call of DutyÞegar ljóst var að lögreglan hefði skotið Finch til bana eyddu Barris, Viner og Gaskill öllum skilaboðum sín á milli.Atvik þar sem lögreglunni er sigað á fólk þykja mjög algeng í Bandaríkjunum.Getty/OnfokusBarris játaði einnig að hafa hringt inn sprengjuhótanir gegn skólum, verslunarmiðstöðvum, höfuðstöðvum Alríkislögreglu Bandaríkjanna og Fjármálaeftirlits Bandaríkjanna. Hann á yfir höfði sér minnst tuttugu ára fangelsisvist. Dómsuppkvaðning fer fram þann 30. janúar. Enn er ekki búið að rétta yfir Viner og Gaskill vegna málsins. Saksóknarar í Witchita í Kansas, þar sem Finch bjó og var skotinn til bana, ákváðu að ákæra ekki lögregluþjóninn sem skaut hann. Sú ákvörðun var tekin með tilliti til þess að lögregluþjónarnir töldu Finch vera vopnaðan og hættulegan. Lögregluþjónar töldu Finch vera að teygja sig í byssu þegar hannn var skotinn. Hér að neðan má sjá myndband frá BBC þar sem meðal annars má heyra má hluta af símtali Barris til Neyðarlínunnar.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fórnarlamb „swatting“ brast í grát „Tíu löggur miðuðu byssum á bróður minn.“ 12. febrúar 2015 15:00 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira