Sendiherra ESB á Íslandi: „Alls ekki neitt fyrir Íslendinga að óttast” Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. nóvember 2018 21:00 Michael Mann, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi. Vísir Sendiherra ESB á Íslandi segir að ótrúlegum rangfærslum hafa verið haldið fram um þriðja orkupakkann. Hafni Íslendingar orkupakkanum muni það hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér. Þriðji orkupakki Evrópusambandsins verður tekinn fyrir á Alþingi í febrúar. Á grundvelli EES-samningsins innleiddi Ísland bæði fyrsta og annan raforkupakka Evrópusambandsins fyrir allmörgum árum síðan svo íslensk raforkulöggjöf byggir þegar á þeirri evrópsku. Meðal þess sem kveðið er á um í þriðja pakkanum eru reglur um aðgreiningu flutningsfyrirtækja frá framleiðslu- og sölufyrirtækjum raforku, reglur um landbundið eftirlit sem í tilfelli Íslands myndi falla í hlut Orkustofnunar og stofnun samstarfsstofnunar eftirlitsaðila á orkumarkaði, ACER, en eftirlitsstofnun EFTA færi með hlutverk hennar í tilfelli EES-ríkjanna. „Hann opnar ekki á neinn hátt íslenska markaðinn fyrir utanaðkomandi aðilum, hann leyfir ekki fjárfestum að koma inn svo að mestur hluti laganna á ekki við á Íslandi,” segir Michael Mann, sendiherra ESB á Íslandi í samtali við fréttastofu.Gæti grafið undan EES-samningnum Gagnrýnendur hafa einhverjir haldið því fram að innleiðingin hafi í för með sér framsal á fullveldi til Evrópustofnanna og að Íslandi yrði gert að tengjast innri markaði um sæstreng, því vísar sendiherrann alfarið á bug. Auðlindaréttarstofnun Háskólans í Reykjavík hefur einnig haldið því sama fram og í úttekt sem unnin var fyrir atvinnuvegaráðuneytið er komist að þeirri niðurstöðu að innleiðing orkupakkans muni ekki hafa í för með sér teljandi áhrif á íslenskan raforkumarkað eða framsal fullveldis yfir náttúruauðlindum.En hvaða afleiðingar hefði það í för með sér fyrir EES-samstarfið ef svo færi að Alþingi samþykki ekki innleiðinguna? „Í versta falli myndi sá hluti EES-samningsins sem lýtur að þessu verða óvirkur og það gæti grafið undan EES-samningnum svo þetta hugsanlega vandamál er tiltölulega alvarlegt og þetta er allt út af einhverju sem breytir alls engu fyrir Ísland svo við skiljum ekki af hverju þessi mikla andstaða er fyrir hendi því í innihaldinu er alls ekki neitt fyrir Íslendinga að óttast,” segir Mann. Evrópusambandið Orkumál Tengdar fréttir „Við treystum á Ísland” Norskur lagaprófessor segist vona að Íslendingar hafni þriðja orkupakkanum svokallaða en það muni leiða til þess að Noregur samþykki hann ekki heldur. Ekki eru allir sammála gagnrýni prófessorsins en höfundur greinagerðar um áhrif orkupakkans telur að innleiðing hans hér á landi feli ekki í sér grundvallarfrávik frá núverandi stefnu í raforkumálum. 22. október 2018 20:20 Ráðherra segir einingu innan ríkisstjórnar um orkupakkann Iðnaðarráðherra segir að horfa verði á þriðja orkupakkann í samhengi við EES-samninginn. Ekki í fyrsta skipti sem því sé haldið fram að of langt sé gengið gagnvart stjórnarskrá. 13. nóvember 2018 08:00 Þingmenn fá símtöl frá Noregi vegna þriðja orkupakkans Nokkur órói er innan stjórnarflokkanna vegna þriðja orkupakkans. Málið var rætt á sameiginlegum fundi þingflokkanna í Ráðherrabústaðnum í gær. Eðlilegt að málið sé fólki hugleikið segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. 10. nóvember 2018 08:00 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Sjá meira
Sendiherra ESB á Íslandi segir að ótrúlegum rangfærslum hafa verið haldið fram um þriðja orkupakkann. Hafni Íslendingar orkupakkanum muni það hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér. Þriðji orkupakki Evrópusambandsins verður tekinn fyrir á Alþingi í febrúar. Á grundvelli EES-samningsins innleiddi Ísland bæði fyrsta og annan raforkupakka Evrópusambandsins fyrir allmörgum árum síðan svo íslensk raforkulöggjöf byggir þegar á þeirri evrópsku. Meðal þess sem kveðið er á um í þriðja pakkanum eru reglur um aðgreiningu flutningsfyrirtækja frá framleiðslu- og sölufyrirtækjum raforku, reglur um landbundið eftirlit sem í tilfelli Íslands myndi falla í hlut Orkustofnunar og stofnun samstarfsstofnunar eftirlitsaðila á orkumarkaði, ACER, en eftirlitsstofnun EFTA færi með hlutverk hennar í tilfelli EES-ríkjanna. „Hann opnar ekki á neinn hátt íslenska markaðinn fyrir utanaðkomandi aðilum, hann leyfir ekki fjárfestum að koma inn svo að mestur hluti laganna á ekki við á Íslandi,” segir Michael Mann, sendiherra ESB á Íslandi í samtali við fréttastofu.Gæti grafið undan EES-samningnum Gagnrýnendur hafa einhverjir haldið því fram að innleiðingin hafi í för með sér framsal á fullveldi til Evrópustofnanna og að Íslandi yrði gert að tengjast innri markaði um sæstreng, því vísar sendiherrann alfarið á bug. Auðlindaréttarstofnun Háskólans í Reykjavík hefur einnig haldið því sama fram og í úttekt sem unnin var fyrir atvinnuvegaráðuneytið er komist að þeirri niðurstöðu að innleiðing orkupakkans muni ekki hafa í för með sér teljandi áhrif á íslenskan raforkumarkað eða framsal fullveldis yfir náttúruauðlindum.En hvaða afleiðingar hefði það í för með sér fyrir EES-samstarfið ef svo færi að Alþingi samþykki ekki innleiðinguna? „Í versta falli myndi sá hluti EES-samningsins sem lýtur að þessu verða óvirkur og það gæti grafið undan EES-samningnum svo þetta hugsanlega vandamál er tiltölulega alvarlegt og þetta er allt út af einhverju sem breytir alls engu fyrir Ísland svo við skiljum ekki af hverju þessi mikla andstaða er fyrir hendi því í innihaldinu er alls ekki neitt fyrir Íslendinga að óttast,” segir Mann.
Evrópusambandið Orkumál Tengdar fréttir „Við treystum á Ísland” Norskur lagaprófessor segist vona að Íslendingar hafni þriðja orkupakkanum svokallaða en það muni leiða til þess að Noregur samþykki hann ekki heldur. Ekki eru allir sammála gagnrýni prófessorsins en höfundur greinagerðar um áhrif orkupakkans telur að innleiðing hans hér á landi feli ekki í sér grundvallarfrávik frá núverandi stefnu í raforkumálum. 22. október 2018 20:20 Ráðherra segir einingu innan ríkisstjórnar um orkupakkann Iðnaðarráðherra segir að horfa verði á þriðja orkupakkann í samhengi við EES-samninginn. Ekki í fyrsta skipti sem því sé haldið fram að of langt sé gengið gagnvart stjórnarskrá. 13. nóvember 2018 08:00 Þingmenn fá símtöl frá Noregi vegna þriðja orkupakkans Nokkur órói er innan stjórnarflokkanna vegna þriðja orkupakkans. Málið var rætt á sameiginlegum fundi þingflokkanna í Ráðherrabústaðnum í gær. Eðlilegt að málið sé fólki hugleikið segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. 10. nóvember 2018 08:00 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Sjá meira
„Við treystum á Ísland” Norskur lagaprófessor segist vona að Íslendingar hafni þriðja orkupakkanum svokallaða en það muni leiða til þess að Noregur samþykki hann ekki heldur. Ekki eru allir sammála gagnrýni prófessorsins en höfundur greinagerðar um áhrif orkupakkans telur að innleiðing hans hér á landi feli ekki í sér grundvallarfrávik frá núverandi stefnu í raforkumálum. 22. október 2018 20:20
Ráðherra segir einingu innan ríkisstjórnar um orkupakkann Iðnaðarráðherra segir að horfa verði á þriðja orkupakkann í samhengi við EES-samninginn. Ekki í fyrsta skipti sem því sé haldið fram að of langt sé gengið gagnvart stjórnarskrá. 13. nóvember 2018 08:00
Þingmenn fá símtöl frá Noregi vegna þriðja orkupakkans Nokkur órói er innan stjórnarflokkanna vegna þriðja orkupakkans. Málið var rætt á sameiginlegum fundi þingflokkanna í Ráðherrabústaðnum í gær. Eðlilegt að málið sé fólki hugleikið segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. 10. nóvember 2018 08:00