Fimm æfingar í fjórum bæjarfélögum: Ríkisvaldið þarf að vakna Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 15. nóvember 2018 08:00 Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ. vísir/eyþór Íslensku landsliðin í handbolta og körfubolta þurfa nýjan heimavöll. Laugardalshöllin er ekki lengur í stakk búin til þess að þjóna sem heimavöllur liðanna. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, kallaði eftir því að ríkisstjórnin færi að taka til aðgerða á æfingu kvennalandsliðsins í vikunni. „Hér erum við stödd í nýjum húsakynnum Fjölnis. Í gær vorum við í Ólafssal í Hafnarfirði og í kvöld er það Smárinn í Kópavogi. Á morgun er það aftur Hafnarfjörður og svo á fimmtudaginn Garðabær. Áður en við fáum í raun æfingu á okkar eigin heimavelli þá þurfum við að taka landsliðsæfingar á fjórum stöðum í fjórum bæjarfélögum,“ sagði Hannes. Kvennalandsliðið spilar tvo leiki í undankeppni EuroBasket í Laugardalshöll á næstu dögum. „Númer eitt, tvö og þrjú er þetta ríkisvaldið. Ríkisvaldið og ráðherra íþróttamála þarf alvarlega að fara að taka þetta mál upp svo eitthvað verði gert.“ „Ef við ætlum að ná árangri í íþróttum þá þurfum við góða aðstöðu og við þurfum góða heimavelli. Við höfum það ekki í dag.“ „Ráðamenn verða að vakna. Þeir þurfa að vakna núna en ekki eftir tíu ár. Íþróttahreyfingin í heild sinni þarf að taka sig saman og ræða þetta mál, taka þetta á hærra plan og hætta að pukrast með þetta í einhverjum hornum.“ „Við þurfum að eignast okkar heimavöll. Okkar þjóðarleikvang,“ sagði Hannes. Í sumar felldi EHF, evrópska handknattleikssambandið, úr gildi undanþágu sem íþróttahöllin í Þórshöfn í Færeyjum var á svo færeyska landsliðið þarf nú að spila utan landssteinanna. Laugardalshöllin er á slíkri undanþágu og mun hún á endanum renna út. „Við höfum óskað eftir viðræðum við ríki og borg um nýjan þjóðarleikvang en ekki fengið mikil viðbrögð. Í vor stóð til að stofna samráðshóp ríkis, borgar, HSÍ og KKÍ en það hefur ekki verið skipað í hann enn,“ sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, þegar málið kom upp í ágúst. Íslenski handboltinn Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Undanþágan sem Höllin er á fellur úr gildi á endanum Færeyingar fá ekki að spila heimaleiki sína í undankeppni EM 2020 í handbolta í íþróttahöllinni á Hálsi því hún stenst ekki kröfur EHF. 24. ágúst 2018 08:00 Jonni um landsliðið: „Búinn að hafa áhyggjur í langan tíma“ Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta leikur tvo leiki í undankeppni EM 2019 í Laugardalshöll í nóvember. Sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport ræddu stöðu landsliðsins. 11. nóvember 2018 12:00 Þolinmæðin mun á endanum bresta Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, er vakinn og sofinn yfir framgangi körfuboltans hér á landi. Álitaefnin sem valda honum mestu hugarangri þessa dagana eru eins og svo oft áður fjárhagsstaða sambandsins og málefni Laugardalshallarinnar. 21. september 2018 11:00 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Sjá meira
Íslensku landsliðin í handbolta og körfubolta þurfa nýjan heimavöll. Laugardalshöllin er ekki lengur í stakk búin til þess að þjóna sem heimavöllur liðanna. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, kallaði eftir því að ríkisstjórnin færi að taka til aðgerða á æfingu kvennalandsliðsins í vikunni. „Hér erum við stödd í nýjum húsakynnum Fjölnis. Í gær vorum við í Ólafssal í Hafnarfirði og í kvöld er það Smárinn í Kópavogi. Á morgun er það aftur Hafnarfjörður og svo á fimmtudaginn Garðabær. Áður en við fáum í raun æfingu á okkar eigin heimavelli þá þurfum við að taka landsliðsæfingar á fjórum stöðum í fjórum bæjarfélögum,“ sagði Hannes. Kvennalandsliðið spilar tvo leiki í undankeppni EuroBasket í Laugardalshöll á næstu dögum. „Númer eitt, tvö og þrjú er þetta ríkisvaldið. Ríkisvaldið og ráðherra íþróttamála þarf alvarlega að fara að taka þetta mál upp svo eitthvað verði gert.“ „Ef við ætlum að ná árangri í íþróttum þá þurfum við góða aðstöðu og við þurfum góða heimavelli. Við höfum það ekki í dag.“ „Ráðamenn verða að vakna. Þeir þurfa að vakna núna en ekki eftir tíu ár. Íþróttahreyfingin í heild sinni þarf að taka sig saman og ræða þetta mál, taka þetta á hærra plan og hætta að pukrast með þetta í einhverjum hornum.“ „Við þurfum að eignast okkar heimavöll. Okkar þjóðarleikvang,“ sagði Hannes. Í sumar felldi EHF, evrópska handknattleikssambandið, úr gildi undanþágu sem íþróttahöllin í Þórshöfn í Færeyjum var á svo færeyska landsliðið þarf nú að spila utan landssteinanna. Laugardalshöllin er á slíkri undanþágu og mun hún á endanum renna út. „Við höfum óskað eftir viðræðum við ríki og borg um nýjan þjóðarleikvang en ekki fengið mikil viðbrögð. Í vor stóð til að stofna samráðshóp ríkis, borgar, HSÍ og KKÍ en það hefur ekki verið skipað í hann enn,“ sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, þegar málið kom upp í ágúst.
Íslenski handboltinn Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Undanþágan sem Höllin er á fellur úr gildi á endanum Færeyingar fá ekki að spila heimaleiki sína í undankeppni EM 2020 í handbolta í íþróttahöllinni á Hálsi því hún stenst ekki kröfur EHF. 24. ágúst 2018 08:00 Jonni um landsliðið: „Búinn að hafa áhyggjur í langan tíma“ Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta leikur tvo leiki í undankeppni EM 2019 í Laugardalshöll í nóvember. Sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport ræddu stöðu landsliðsins. 11. nóvember 2018 12:00 Þolinmæðin mun á endanum bresta Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, er vakinn og sofinn yfir framgangi körfuboltans hér á landi. Álitaefnin sem valda honum mestu hugarangri þessa dagana eru eins og svo oft áður fjárhagsstaða sambandsins og málefni Laugardalshallarinnar. 21. september 2018 11:00 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Sjá meira
Undanþágan sem Höllin er á fellur úr gildi á endanum Færeyingar fá ekki að spila heimaleiki sína í undankeppni EM 2020 í handbolta í íþróttahöllinni á Hálsi því hún stenst ekki kröfur EHF. 24. ágúst 2018 08:00
Jonni um landsliðið: „Búinn að hafa áhyggjur í langan tíma“ Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta leikur tvo leiki í undankeppni EM 2019 í Laugardalshöll í nóvember. Sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport ræddu stöðu landsliðsins. 11. nóvember 2018 12:00
Þolinmæðin mun á endanum bresta Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, er vakinn og sofinn yfir framgangi körfuboltans hér á landi. Álitaefnin sem valda honum mestu hugarangri þessa dagana eru eins og svo oft áður fjárhagsstaða sambandsins og málefni Laugardalshallarinnar. 21. september 2018 11:00
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum