Skammdegisþunglyndi tengt við erfðir Gunnþórunn Jónsdóttir og Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. nóvember 2018 09:00 Konur eru líklegri til að þjást af skammdegisþunglyndi en karlar. Fréttablaðið/GVA Árstíðabundið þunglyndi (e. seasonal affective disorder) er nákvæmlega það sem nafnið gefur til kynna, árstíðabundið afbrigði þunglyndis. Sú mynd árstíðabundins þunglyndis sem einna helst þekkist hér á landi gerir venjulega vart við sig síðla hausts eða snemma um veturinn, hopar með vori og kallast skammdegisþunglyndi. Það er ekki talið sérstakur geðsjúkdómur heldur afbrigði þunglyndis. Að því er kemur fram á vef geðheilbrigðisstofnunar Bandaríkjanna eru þekkt einkenni yfir veturinn meðal annars orkuleysi, ofát og ofsyfja. Öllu minna þekkt hér á landi er svokallað sumarþunglyndi, sem einnig telst til árstíðabundins þunglyndis, og lýsir það sér meðal annars í svefnleysi, lítilli matarlyst, kvíða og eirðarleysi. Rannsókn sem geðheilbrigðisstofnunin vísar til í umfjöllun sinni hefur sýnt fram á að fjórfalt fleiri konur greinast með árstíðabundið þunglyndi en karlmenn. Þá sé maður einnig líklegri til þess að þjást af árstíðabundnu þunglyndi þeim mun fjær miðbaug sem maður býr. Sama rannsókn, sem Sherri Melrose, prófessor við Athabasca-háskóla í Kanada, gerði, sýndi einnig fram á að eitt prósent Flórídabúa þjáðist af árstíðabundnu þunglyndi en níu prósent Alaskabúa. Skoðanakönnun Weather Channel og YouGov frá árinu 2014 sýndi svo fram á að 29 prósent Breta teldu sig þjást af einhvers konar skammdegisþunglyndi. Breska heilbrigðisstofnunin segir á vef sínum að orsakir árstíðabundins þunglyndis séu einna helst þrjár. Í fyrsta lagi offramleiðsla svefnhormónsins melatóníns, í öðru lagi of lítil framleiðsla hormónsins serótóníns, til að mynda vegna sólarleysis, og svo í þriðja lagi vanstilling líkamsklukkunnar vegna skammdegisins. Sálfræðivefritið PsyPost sagði í janúar frá víðtækri erfðamengisrannsókn (e. GWAS) á árstíðabundnu þunglyndi sem prófessor James Bennett Potash við Johns Hopkins-háskóla stýrði. Rannsakendur skoðuðu tilfelli 1.380 Bandaríkjamanna með árstíðabundið þunglyndi og 2.937 Bandaríkjamanna án þess og náðu að afmarka gen sem gæti tengst aukinni hættu á því að þróa með sér árstíðabundið þunglyndi. „Við vitum að tilhneiging til þunglyndis sem versnar eftir því sem dagurinn styttist á rætur sínar að rekja að hluta til erfða fólks. Það sem okkar rannsókn sýnir fram á er að það séu vísbendingar um eitt gen sem gæti útskýrt þessa tilhneigingu. Genið kallast ZBTB20 og inniheldur upplýsingar um framleiðslu prótíns sem, að minnsta kosti á meðal músa, snýr að líkamsklukkunni og breytingu hegðunar vegna styttingar dagsins,“ hafði PsyPost eftir Potash. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Sjá meira
Árstíðabundið þunglyndi (e. seasonal affective disorder) er nákvæmlega það sem nafnið gefur til kynna, árstíðabundið afbrigði þunglyndis. Sú mynd árstíðabundins þunglyndis sem einna helst þekkist hér á landi gerir venjulega vart við sig síðla hausts eða snemma um veturinn, hopar með vori og kallast skammdegisþunglyndi. Það er ekki talið sérstakur geðsjúkdómur heldur afbrigði þunglyndis. Að því er kemur fram á vef geðheilbrigðisstofnunar Bandaríkjanna eru þekkt einkenni yfir veturinn meðal annars orkuleysi, ofát og ofsyfja. Öllu minna þekkt hér á landi er svokallað sumarþunglyndi, sem einnig telst til árstíðabundins þunglyndis, og lýsir það sér meðal annars í svefnleysi, lítilli matarlyst, kvíða og eirðarleysi. Rannsókn sem geðheilbrigðisstofnunin vísar til í umfjöllun sinni hefur sýnt fram á að fjórfalt fleiri konur greinast með árstíðabundið þunglyndi en karlmenn. Þá sé maður einnig líklegri til þess að þjást af árstíðabundnu þunglyndi þeim mun fjær miðbaug sem maður býr. Sama rannsókn, sem Sherri Melrose, prófessor við Athabasca-háskóla í Kanada, gerði, sýndi einnig fram á að eitt prósent Flórídabúa þjáðist af árstíðabundnu þunglyndi en níu prósent Alaskabúa. Skoðanakönnun Weather Channel og YouGov frá árinu 2014 sýndi svo fram á að 29 prósent Breta teldu sig þjást af einhvers konar skammdegisþunglyndi. Breska heilbrigðisstofnunin segir á vef sínum að orsakir árstíðabundins þunglyndis séu einna helst þrjár. Í fyrsta lagi offramleiðsla svefnhormónsins melatóníns, í öðru lagi of lítil framleiðsla hormónsins serótóníns, til að mynda vegna sólarleysis, og svo í þriðja lagi vanstilling líkamsklukkunnar vegna skammdegisins. Sálfræðivefritið PsyPost sagði í janúar frá víðtækri erfðamengisrannsókn (e. GWAS) á árstíðabundnu þunglyndi sem prófessor James Bennett Potash við Johns Hopkins-háskóla stýrði. Rannsakendur skoðuðu tilfelli 1.380 Bandaríkjamanna með árstíðabundið þunglyndi og 2.937 Bandaríkjamanna án þess og náðu að afmarka gen sem gæti tengst aukinni hættu á því að þróa með sér árstíðabundið þunglyndi. „Við vitum að tilhneiging til þunglyndis sem versnar eftir því sem dagurinn styttist á rætur sínar að rekja að hluta til erfða fólks. Það sem okkar rannsókn sýnir fram á er að það séu vísbendingar um eitt gen sem gæti útskýrt þessa tilhneigingu. Genið kallast ZBTB20 og inniheldur upplýsingar um framleiðslu prótíns sem, að minnsta kosti á meðal músa, snýr að líkamsklukkunni og breytingu hegðunar vegna styttingar dagsins,“ hafði PsyPost eftir Potash.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Sjá meira