Skammdegisþunglyndi tengt við erfðir Gunnþórunn Jónsdóttir og Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. nóvember 2018 09:00 Konur eru líklegri til að þjást af skammdegisþunglyndi en karlar. Fréttablaðið/GVA Árstíðabundið þunglyndi (e. seasonal affective disorder) er nákvæmlega það sem nafnið gefur til kynna, árstíðabundið afbrigði þunglyndis. Sú mynd árstíðabundins þunglyndis sem einna helst þekkist hér á landi gerir venjulega vart við sig síðla hausts eða snemma um veturinn, hopar með vori og kallast skammdegisþunglyndi. Það er ekki talið sérstakur geðsjúkdómur heldur afbrigði þunglyndis. Að því er kemur fram á vef geðheilbrigðisstofnunar Bandaríkjanna eru þekkt einkenni yfir veturinn meðal annars orkuleysi, ofát og ofsyfja. Öllu minna þekkt hér á landi er svokallað sumarþunglyndi, sem einnig telst til árstíðabundins þunglyndis, og lýsir það sér meðal annars í svefnleysi, lítilli matarlyst, kvíða og eirðarleysi. Rannsókn sem geðheilbrigðisstofnunin vísar til í umfjöllun sinni hefur sýnt fram á að fjórfalt fleiri konur greinast með árstíðabundið þunglyndi en karlmenn. Þá sé maður einnig líklegri til þess að þjást af árstíðabundnu þunglyndi þeim mun fjær miðbaug sem maður býr. Sama rannsókn, sem Sherri Melrose, prófessor við Athabasca-háskóla í Kanada, gerði, sýndi einnig fram á að eitt prósent Flórídabúa þjáðist af árstíðabundnu þunglyndi en níu prósent Alaskabúa. Skoðanakönnun Weather Channel og YouGov frá árinu 2014 sýndi svo fram á að 29 prósent Breta teldu sig þjást af einhvers konar skammdegisþunglyndi. Breska heilbrigðisstofnunin segir á vef sínum að orsakir árstíðabundins þunglyndis séu einna helst þrjár. Í fyrsta lagi offramleiðsla svefnhormónsins melatóníns, í öðru lagi of lítil framleiðsla hormónsins serótóníns, til að mynda vegna sólarleysis, og svo í þriðja lagi vanstilling líkamsklukkunnar vegna skammdegisins. Sálfræðivefritið PsyPost sagði í janúar frá víðtækri erfðamengisrannsókn (e. GWAS) á árstíðabundnu þunglyndi sem prófessor James Bennett Potash við Johns Hopkins-háskóla stýrði. Rannsakendur skoðuðu tilfelli 1.380 Bandaríkjamanna með árstíðabundið þunglyndi og 2.937 Bandaríkjamanna án þess og náðu að afmarka gen sem gæti tengst aukinni hættu á því að þróa með sér árstíðabundið þunglyndi. „Við vitum að tilhneiging til þunglyndis sem versnar eftir því sem dagurinn styttist á rætur sínar að rekja að hluta til erfða fólks. Það sem okkar rannsókn sýnir fram á er að það séu vísbendingar um eitt gen sem gæti útskýrt þessa tilhneigingu. Genið kallast ZBTB20 og inniheldur upplýsingar um framleiðslu prótíns sem, að minnsta kosti á meðal músa, snýr að líkamsklukkunni og breytingu hegðunar vegna styttingar dagsins,“ hafði PsyPost eftir Potash. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Árstíðabundið þunglyndi (e. seasonal affective disorder) er nákvæmlega það sem nafnið gefur til kynna, árstíðabundið afbrigði þunglyndis. Sú mynd árstíðabundins þunglyndis sem einna helst þekkist hér á landi gerir venjulega vart við sig síðla hausts eða snemma um veturinn, hopar með vori og kallast skammdegisþunglyndi. Það er ekki talið sérstakur geðsjúkdómur heldur afbrigði þunglyndis. Að því er kemur fram á vef geðheilbrigðisstofnunar Bandaríkjanna eru þekkt einkenni yfir veturinn meðal annars orkuleysi, ofát og ofsyfja. Öllu minna þekkt hér á landi er svokallað sumarþunglyndi, sem einnig telst til árstíðabundins þunglyndis, og lýsir það sér meðal annars í svefnleysi, lítilli matarlyst, kvíða og eirðarleysi. Rannsókn sem geðheilbrigðisstofnunin vísar til í umfjöllun sinni hefur sýnt fram á að fjórfalt fleiri konur greinast með árstíðabundið þunglyndi en karlmenn. Þá sé maður einnig líklegri til þess að þjást af árstíðabundnu þunglyndi þeim mun fjær miðbaug sem maður býr. Sama rannsókn, sem Sherri Melrose, prófessor við Athabasca-háskóla í Kanada, gerði, sýndi einnig fram á að eitt prósent Flórídabúa þjáðist af árstíðabundnu þunglyndi en níu prósent Alaskabúa. Skoðanakönnun Weather Channel og YouGov frá árinu 2014 sýndi svo fram á að 29 prósent Breta teldu sig þjást af einhvers konar skammdegisþunglyndi. Breska heilbrigðisstofnunin segir á vef sínum að orsakir árstíðabundins þunglyndis séu einna helst þrjár. Í fyrsta lagi offramleiðsla svefnhormónsins melatóníns, í öðru lagi of lítil framleiðsla hormónsins serótóníns, til að mynda vegna sólarleysis, og svo í þriðja lagi vanstilling líkamsklukkunnar vegna skammdegisins. Sálfræðivefritið PsyPost sagði í janúar frá víðtækri erfðamengisrannsókn (e. GWAS) á árstíðabundnu þunglyndi sem prófessor James Bennett Potash við Johns Hopkins-háskóla stýrði. Rannsakendur skoðuðu tilfelli 1.380 Bandaríkjamanna með árstíðabundið þunglyndi og 2.937 Bandaríkjamanna án þess og náðu að afmarka gen sem gæti tengst aukinni hættu á því að þróa með sér árstíðabundið þunglyndi. „Við vitum að tilhneiging til þunglyndis sem versnar eftir því sem dagurinn styttist á rætur sínar að rekja að hluta til erfða fólks. Það sem okkar rannsókn sýnir fram á er að það séu vísbendingar um eitt gen sem gæti útskýrt þessa tilhneigingu. Genið kallast ZBTB20 og inniheldur upplýsingar um framleiðslu prótíns sem, að minnsta kosti á meðal músa, snýr að líkamsklukkunni og breytingu hegðunar vegna styttingar dagsins,“ hafði PsyPost eftir Potash.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira