Staðfest að fimmtíu hafi látið lífið í eldunum í Kaliforníu Atli Ísleifsson skrifar 14. nóvember 2018 23:30 Bærinn Paradise hefur svo gott sem verið jafnaður við jörðu eftir að skógareldarnir fóru þar yfir. AP/John Locher Þúsundir slökkviliðsmanna berjast enn við þrjá skógar- og kjarrelda á vesturströnd Bandaríkjanna. Staðfest er að fimmtíu manns hafi látið lífið í eldunum, sem hafa farið yfir alls níu hundruð ferkílómetra lands. Umfangsmestu eldarnir eru í norðurhluta Kaliforníu þar sem 48 manns hafa látið lífið og nærri átta þúsund bygginga orðið eldunum að bráð. Eldarnir þar hafa gengið undir nafninu „Camp Fire“ og eru þeir mannskæðustu og þeir eldar sem hafa valdið hvað mestri eyðileggingu í sögu Kaliforníu. Þeir eru sömuleiðis þeir kostnaðarsömustu sé litið til slökkvistarfs. Þar hefur bærinn Paradise svo gott sem verið jafnaður við jörðu eftir að skógareldarnir fóru þar yfir, en þar er einnig búið að rýma bæina Magalia, Concow, Pulga, Butte Creek Canyon og Butte Valley.Nálgast San Fernando dalinn Eldar hafa einnig herjað á íbúa Los Angeles og nágrennis en þar hafa tveir látið lífið í eldunum sem hafa gengið undir nafninu Woolsey. Eldar hafa náð Los Angeles og Ventura, meðal annars hverfum eins og Malibu, Westlake Village og Thousand Oaks og nú nálgast hann San Fernando dalnum. Á svipuðum slóðum eru þriðju eldarnir, Hill-eldarnir, sem hafa blossað upp á síðustu dögum. Líkt og Woolsey þá herja þeir á íbúa Ventura.CBS greinir frá því að alls séu um níu þúsund slökkviliðsmenn að störfum í Kaliforníu vegna eldanna. Bandaríkin Skógareldar Tengdar fréttir Fjölda fólks er enn saknað í Paradís og fleiri lík finnast Alls eru nú 48 látnir og er fjölmargra saknað. Ekki liggur fyrir með vissu hve margra er saknað en fyrr í vikunni var áætlað að þeir væru um 200 talsins. 14. nóvember 2018 10:27 Leit að látnum gæti tekið vikur Það gæti tekið leitarhópa og rannsakendur vikur að finna lík allra þeirra sem hafa látist í skógareldum í Kaliforníu undanfarna daga. 14. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Þúsundir slökkviliðsmanna berjast enn við þrjá skógar- og kjarrelda á vesturströnd Bandaríkjanna. Staðfest er að fimmtíu manns hafi látið lífið í eldunum, sem hafa farið yfir alls níu hundruð ferkílómetra lands. Umfangsmestu eldarnir eru í norðurhluta Kaliforníu þar sem 48 manns hafa látið lífið og nærri átta þúsund bygginga orðið eldunum að bráð. Eldarnir þar hafa gengið undir nafninu „Camp Fire“ og eru þeir mannskæðustu og þeir eldar sem hafa valdið hvað mestri eyðileggingu í sögu Kaliforníu. Þeir eru sömuleiðis þeir kostnaðarsömustu sé litið til slökkvistarfs. Þar hefur bærinn Paradise svo gott sem verið jafnaður við jörðu eftir að skógareldarnir fóru þar yfir, en þar er einnig búið að rýma bæina Magalia, Concow, Pulga, Butte Creek Canyon og Butte Valley.Nálgast San Fernando dalinn Eldar hafa einnig herjað á íbúa Los Angeles og nágrennis en þar hafa tveir látið lífið í eldunum sem hafa gengið undir nafninu Woolsey. Eldar hafa náð Los Angeles og Ventura, meðal annars hverfum eins og Malibu, Westlake Village og Thousand Oaks og nú nálgast hann San Fernando dalnum. Á svipuðum slóðum eru þriðju eldarnir, Hill-eldarnir, sem hafa blossað upp á síðustu dögum. Líkt og Woolsey þá herja þeir á íbúa Ventura.CBS greinir frá því að alls séu um níu þúsund slökkviliðsmenn að störfum í Kaliforníu vegna eldanna.
Bandaríkin Skógareldar Tengdar fréttir Fjölda fólks er enn saknað í Paradís og fleiri lík finnast Alls eru nú 48 látnir og er fjölmargra saknað. Ekki liggur fyrir með vissu hve margra er saknað en fyrr í vikunni var áætlað að þeir væru um 200 talsins. 14. nóvember 2018 10:27 Leit að látnum gæti tekið vikur Það gæti tekið leitarhópa og rannsakendur vikur að finna lík allra þeirra sem hafa látist í skógareldum í Kaliforníu undanfarna daga. 14. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Fjölda fólks er enn saknað í Paradís og fleiri lík finnast Alls eru nú 48 látnir og er fjölmargra saknað. Ekki liggur fyrir með vissu hve margra er saknað en fyrr í vikunni var áætlað að þeir væru um 200 talsins. 14. nóvember 2018 10:27
Leit að látnum gæti tekið vikur Það gæti tekið leitarhópa og rannsakendur vikur að finna lík allra þeirra sem hafa látist í skógareldum í Kaliforníu undanfarna daga. 14. nóvember 2018 07:00