Innlent

Fékk þungan sjúkling á sig

Baldur Guðmundsson skrifar
Slysið varð á Landspítalanum.
Slysið varð á Landspítalanum.
Landsréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að íslenska ríkið sé bótaskylt vegna slyss sem hjúkrunarfræðingur varð fyrir við umönnun sjúklings á Landspítalanum.

Slysið varð með þeim hætti að hjúkrunarfræðingurinn, kona, var að aðstoða mjög þungan og veikan einstakling við að klæða sig í sokka. Hann féll af fullum þunga ofan á hjúkrunarfræðinginn, sem sat á hækjum sér. Við þetta meiddist konan í baki. Hún hafði viðvarandi bakverki eftir slysið.

Ríkið var dæmt til að greiða 900 þúsund krónur í málskostnað en ekki var í þessu máli tekist á um fjárhæð bótanna. – bg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×