Porter fannst látin á heimili sínu í Los Angeles þann 15. nóvember síðastliðinn. Samband þeirra Combs var stormasamt en þau tóku fyrst saman árið 1994 og hættu saman í síðasta sinn árið 2007. Þau eignuðust saman þrjú börn.
Diddy minntist Porter í færslu á Twitter-reikningi sínum sem hann birti í gær ásamt myndbandi, samansettu af upptökum úr sambandi þeirra í gegnum tíðina.
„Síðustu þrjá daga hef ég verið að reyna að vakna af þessari martröð. En ég vakna ekki. Ég veit ekki hvað ég á að gera án þín, ástin mín. Ég sakna þín svo mikið,“ skrifar Diddy í færslunni.
„Í dag ætla ég að heiðra minningu þína, ég ætla að reyna að finna orðin til að útskýra óútskýranlegt samband okkar.“
For the last three days I've been trying to wake up out of this nightmare. But I haven't. I don't know what I'm going to do without you baby. I miss you so much. Today I'm going to pay tribute to you, I'm going to try and find the words to explain our unexplainable relationship. pic.twitter.com/QtVnUrv0ep
— Diddy (@Diddy) November 18, 2018
Ekki liggur fyrir hvað dró Porter til dauða en haft hefur verið eftir heimildarmönnum erlendra miðla að hún hafi haft einkenni lungnabólgu og tekið inn sýklalyf. Porter starfaði bæði sem fyrirsæta og leikkona og kom hún meðal annars fram í þætti Diddy, „I Want to Work for Diddy“.