Japanskur flugmaður var handtekinn á Heathrow flugvelli í London síðasta sunnudag vegna ölvunar sinnar. Flugmaðurinn reyndist vera með nífalt löglegt hámarksmagn áfengis í blóðinu. BBC greinir frá.
Katsutoshi Jitsukawa, er starfandi flugmaður Japan Airlines og átti, síðasta sunnudag að fljúga Boeing 777 vél flugfélagsins til Tókýó. Starfsmenn á flugvellinum tóku eftir áfengislykt af Jitsukawa og tilkynntu flugmanninn til lögreglu.
Flugmaðurinn var skikkaður til þess að blása í áfengismæli og reyndist áfengisinnihald blóðs hans vera 189 milligrömm í hverjum 100 millílítrum blóðs.
Hámarksmagn áfengis í blóði flugmanna eru 20 milligrömm. Japan Airlines hefur gefið út afsökunarbeiðni og segist félagið ætla að tryggja að hlutir sem þessir komi ekki fyrir aftur.
Jitsukawa var dæmdur í gæsluvarðhald og mun fara fyrir dóm í lok þessa mánaðar. Hann hefur játað sök.
Ölvaður flugmaður handtekinn á Heathrow
Andri Eysteinsson skrifar
![Hér sést Boeing 767 vél Japan Airlines.](https://www.visir.is/i/42D1BF25B8141B37697AA09CDF106AC5EC1B0F68DDC162440C5091B98ED3CE9A_713x0.jpg)
Mest lesið
![](/i/484D6BBD59A8803ACF8C29534FC68CB88DDE668C752D9B1E5B24B8CE37792393_240x160.jpg)
![](/i/CEE683BAD3A65C544F165067AF0FA506D524552A0162AA676B481C19A390A07B_240x160.jpg)
![](/i/E5FFD733BB5282C2A78059B5EB3EA018646723B62731DD3C1002AAA76166388E_240x160.jpg)
Ætla að sleppa þremur gíslum
Erlent
![](/i/4CD5BE7FA0F40E16A8361557DB8B097A2BC537B3F49082A59FF94C95864A0621_240x160.jpg)
![](/i/E037466FFA4B2E96D714CCA276D1939E4A432271FED38A56D42BD079E032707A_240x160.jpg)
![](/i/EBBD50CAE51BE77806946AEDCEF4B6BB3C660D9B2CCDD9EEE30FB6FC90F4AB58_240x160.jpg)
Orðið samstaða sé á allra vörum
Innlent
![](/i/B0DF1F69A2468D558858DC80565CAB656D53F8E890D3FDD53A04EC312C146C53_240x160.jpg)
![](/i/F29401476D36DF8CF40D4E5EF2163FA19A0354C974F8DB707A3270123D936538_240x160.jpg)
![](/i/B28D7DFD22E780EB219C66A5531EE5C814CD430405917B13B7B9EAB1D378D8D6_240x160.jpg)
![](/i/5B9172F479A33DDA500F731BF11870DF227529D1E3D86E1D253D07DD2D510BA6_240x160.jpg)
„Þetta er beinlínis hryllingur“
Innlent