Trump yngri birtir auglýsingu sem CNN neitaði að birta Sylvía Hall skrifar 3. nóvember 2018 18:11 Donald Trump er kominn í kosningagír. Vísir/Getty Donald Trump yngri, sonur Bandaríkjaforseta, birti í dag auglýsingu á Twitter-síðu sinni sem hann segir CNN hafa neitað að birta. Auglýsingin sýnir fjölda innflytjenda flykkjast að landamærunum og forsetann heita því að vernda landsmenn gegn slíku. Í færslu sonar forsetans segir hann CNN hafa neitað að birta auglýsinguna vegna þess að hún henti ekki þeirra málflutningi og segir þá aðeins birta „falskar fréttir“. Þá hvetur hann kjósendur til þess að muna eftir auglýsingunni næsta þriðjudag þegar gengið verður til kosninga. Auglýsingin er gerð fyrir Repúblikanaflokkinn og hvetur fólk til þess að veita þeim sitt atkvæði í komandi þingkosningum.CNN refused to run this ad... I guess they only run fake news and won’t talk about real threats that don’t suit their agenda. Enjoy. Remember this on Tuesday. #vote#voterepublicanpic.twitter.com/VyMm7GhPLX — Donald Trump Jr. (@DonaldJTrumpJr) 3 November 2018 Samskiptadeild CNN svaraði tísti Trumps yngri og sagði það hafa komið skýrt fram í svari stöðvarinnar að auglýsingin yrði ekki birt því hún þótti rasísk en í henni eru birtar klippur af glæpamönnum sem hafa komið ólöglega til Bandaríkjanna.CNN has made it abundantly clear in its editorial coverage that this ad is racist. When presented with an opportunity to be paid to take a version of this ad, we declined. Those are the facts. — CNN Communications (@CNNPR) 3 November 2018 Þingkosningunum í næstu viku hefur verið lýst sem einum þeim mikilvægustu í Bandaríkjunum í manna minnum. Þær eru sagðar vera fyrsta tækifæri kjósenda til þess að segja hug sinn um stefnu landsins eftir að kosningasigur Donalds Trump umturnaði stjórnmálunum þar fyrir tveimur árum.Fréttin hefur verið uppfærð Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Fleiri fréttir Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Sjá meira
Donald Trump yngri, sonur Bandaríkjaforseta, birti í dag auglýsingu á Twitter-síðu sinni sem hann segir CNN hafa neitað að birta. Auglýsingin sýnir fjölda innflytjenda flykkjast að landamærunum og forsetann heita því að vernda landsmenn gegn slíku. Í færslu sonar forsetans segir hann CNN hafa neitað að birta auglýsinguna vegna þess að hún henti ekki þeirra málflutningi og segir þá aðeins birta „falskar fréttir“. Þá hvetur hann kjósendur til þess að muna eftir auglýsingunni næsta þriðjudag þegar gengið verður til kosninga. Auglýsingin er gerð fyrir Repúblikanaflokkinn og hvetur fólk til þess að veita þeim sitt atkvæði í komandi þingkosningum.CNN refused to run this ad... I guess they only run fake news and won’t talk about real threats that don’t suit their agenda. Enjoy. Remember this on Tuesday. #vote#voterepublicanpic.twitter.com/VyMm7GhPLX — Donald Trump Jr. (@DonaldJTrumpJr) 3 November 2018 Samskiptadeild CNN svaraði tísti Trumps yngri og sagði það hafa komið skýrt fram í svari stöðvarinnar að auglýsingin yrði ekki birt því hún þótti rasísk en í henni eru birtar klippur af glæpamönnum sem hafa komið ólöglega til Bandaríkjanna.CNN has made it abundantly clear in its editorial coverage that this ad is racist. When presented with an opportunity to be paid to take a version of this ad, we declined. Those are the facts. — CNN Communications (@CNNPR) 3 November 2018 Þingkosningunum í næstu viku hefur verið lýst sem einum þeim mikilvægustu í Bandaríkjunum í manna minnum. Þær eru sagðar vera fyrsta tækifæri kjósenda til þess að segja hug sinn um stefnu landsins eftir að kosningasigur Donalds Trump umturnaði stjórnmálunum þar fyrir tveimur árum.Fréttin hefur verið uppfærð
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Fleiri fréttir Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Sjá meira