Útlit fyrir sigur Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 5. nóvember 2018 07:30 Donald Trump Bandaríkjaforseti á kosningafundi. vísir/getty Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu á morgun í sögulegum kosningum til fulltrúa- og öldungadeildar Bandaríkjaþings. Nær öruggt þykir að Demókrötum muni takast að tryggja sér meirihluta í fulltrúadeild og binda þannig enda á yfirráð Repúblikana yfir báðum deildum þingsins. Donald Trump Bandaríkjaforseti og Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafa farið mikinn undanfarna sólarhringa og lagt lóð sín á vogarskálarnar í þeim sýslum og ríkjum þar sem mjótt er á munum. „Það gæti gerst,“ sagði Trump á framboðsfundi í Virginíu í gær þegar talið barst að líklegum kosningasigri Demókrata í neðri deild þingsins. „En hafið ekki áhyggjur. Ég mun spjara mig.“ Glati Repúblikanar meirihluta í fulltrúadeildinni er ljóst að Trump mun eiga mun erfiðara með að koma sínum stefnumálum áleiðis á Bandaríkjaþingi. Þannig snýst kosningabaráttan að miklu leyti um forsetann og stefnumál hans. Um leið er ljóst að Demókratar muni sækja hart að forsetanum rætist spár um fulltrúadeildina. Heimildir AP-fréttaveitunnar herma að Demókratar séu nú þegar að undirbúa að blása nýju lífi í rannsókn upplýsinganefndar þingsins á tengslum rússenskra yfirvalda við kosningabaráttu Trumps. Samhliða kosningum til Bandaríkjaþings munu Bandaríkjamenn kjósa um allt mögulegt. Allt frá lögleiðingu kannabisefna til skólastjórnenda, frá dómurum til sorphirðustjóra. Jafnframt verður kosið um ríkisstjórastóla í 36 af 50 ríkjum Bandaríkjanna. Líklegt þykir að Repúblikanar haldi 23 ríkisstjórastólum og Demókratar nítján, en í átta ríkjum er afar mjótt á munum. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Tengdar fréttir Utankjörfundaratkvæði mun fleiri en í síðustu kosningum Þá er útlit fyrir að konur séu að kjósa meira mæli en áður. 1. nóvember 2018 10:47 Það sem þú þarft að vita um þingkosningarnar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í þingkosningum á þriðjudag. 2. nóvember 2018 15:30 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Sjá meira
Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu á morgun í sögulegum kosningum til fulltrúa- og öldungadeildar Bandaríkjaþings. Nær öruggt þykir að Demókrötum muni takast að tryggja sér meirihluta í fulltrúadeild og binda þannig enda á yfirráð Repúblikana yfir báðum deildum þingsins. Donald Trump Bandaríkjaforseti og Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafa farið mikinn undanfarna sólarhringa og lagt lóð sín á vogarskálarnar í þeim sýslum og ríkjum þar sem mjótt er á munum. „Það gæti gerst,“ sagði Trump á framboðsfundi í Virginíu í gær þegar talið barst að líklegum kosningasigri Demókrata í neðri deild þingsins. „En hafið ekki áhyggjur. Ég mun spjara mig.“ Glati Repúblikanar meirihluta í fulltrúadeildinni er ljóst að Trump mun eiga mun erfiðara með að koma sínum stefnumálum áleiðis á Bandaríkjaþingi. Þannig snýst kosningabaráttan að miklu leyti um forsetann og stefnumál hans. Um leið er ljóst að Demókratar muni sækja hart að forsetanum rætist spár um fulltrúadeildina. Heimildir AP-fréttaveitunnar herma að Demókratar séu nú þegar að undirbúa að blása nýju lífi í rannsókn upplýsinganefndar þingsins á tengslum rússenskra yfirvalda við kosningabaráttu Trumps. Samhliða kosningum til Bandaríkjaþings munu Bandaríkjamenn kjósa um allt mögulegt. Allt frá lögleiðingu kannabisefna til skólastjórnenda, frá dómurum til sorphirðustjóra. Jafnframt verður kosið um ríkisstjórastóla í 36 af 50 ríkjum Bandaríkjanna. Líklegt þykir að Repúblikanar haldi 23 ríkisstjórastólum og Demókratar nítján, en í átta ríkjum er afar mjótt á munum.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Tengdar fréttir Utankjörfundaratkvæði mun fleiri en í síðustu kosningum Þá er útlit fyrir að konur séu að kjósa meira mæli en áður. 1. nóvember 2018 10:47 Það sem þú þarft að vita um þingkosningarnar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í þingkosningum á þriðjudag. 2. nóvember 2018 15:30 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Sjá meira
Utankjörfundaratkvæði mun fleiri en í síðustu kosningum Þá er útlit fyrir að konur séu að kjósa meira mæli en áður. 1. nóvember 2018 10:47
Það sem þú þarft að vita um þingkosningarnar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í þingkosningum á þriðjudag. 2. nóvember 2018 15:30