Útlit fyrir sigur Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 5. nóvember 2018 07:30 Donald Trump Bandaríkjaforseti á kosningafundi. vísir/getty Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu á morgun í sögulegum kosningum til fulltrúa- og öldungadeildar Bandaríkjaþings. Nær öruggt þykir að Demókrötum muni takast að tryggja sér meirihluta í fulltrúadeild og binda þannig enda á yfirráð Repúblikana yfir báðum deildum þingsins. Donald Trump Bandaríkjaforseti og Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafa farið mikinn undanfarna sólarhringa og lagt lóð sín á vogarskálarnar í þeim sýslum og ríkjum þar sem mjótt er á munum. „Það gæti gerst,“ sagði Trump á framboðsfundi í Virginíu í gær þegar talið barst að líklegum kosningasigri Demókrata í neðri deild þingsins. „En hafið ekki áhyggjur. Ég mun spjara mig.“ Glati Repúblikanar meirihluta í fulltrúadeildinni er ljóst að Trump mun eiga mun erfiðara með að koma sínum stefnumálum áleiðis á Bandaríkjaþingi. Þannig snýst kosningabaráttan að miklu leyti um forsetann og stefnumál hans. Um leið er ljóst að Demókratar muni sækja hart að forsetanum rætist spár um fulltrúadeildina. Heimildir AP-fréttaveitunnar herma að Demókratar séu nú þegar að undirbúa að blása nýju lífi í rannsókn upplýsinganefndar þingsins á tengslum rússenskra yfirvalda við kosningabaráttu Trumps. Samhliða kosningum til Bandaríkjaþings munu Bandaríkjamenn kjósa um allt mögulegt. Allt frá lögleiðingu kannabisefna til skólastjórnenda, frá dómurum til sorphirðustjóra. Jafnframt verður kosið um ríkisstjórastóla í 36 af 50 ríkjum Bandaríkjanna. Líklegt þykir að Repúblikanar haldi 23 ríkisstjórastólum og Demókratar nítján, en í átta ríkjum er afar mjótt á munum. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Tengdar fréttir Utankjörfundaratkvæði mun fleiri en í síðustu kosningum Þá er útlit fyrir að konur séu að kjósa meira mæli en áður. 1. nóvember 2018 10:47 Það sem þú þarft að vita um þingkosningarnar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í þingkosningum á þriðjudag. 2. nóvember 2018 15:30 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Sjá meira
Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu á morgun í sögulegum kosningum til fulltrúa- og öldungadeildar Bandaríkjaþings. Nær öruggt þykir að Demókrötum muni takast að tryggja sér meirihluta í fulltrúadeild og binda þannig enda á yfirráð Repúblikana yfir báðum deildum þingsins. Donald Trump Bandaríkjaforseti og Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafa farið mikinn undanfarna sólarhringa og lagt lóð sín á vogarskálarnar í þeim sýslum og ríkjum þar sem mjótt er á munum. „Það gæti gerst,“ sagði Trump á framboðsfundi í Virginíu í gær þegar talið barst að líklegum kosningasigri Demókrata í neðri deild þingsins. „En hafið ekki áhyggjur. Ég mun spjara mig.“ Glati Repúblikanar meirihluta í fulltrúadeildinni er ljóst að Trump mun eiga mun erfiðara með að koma sínum stefnumálum áleiðis á Bandaríkjaþingi. Þannig snýst kosningabaráttan að miklu leyti um forsetann og stefnumál hans. Um leið er ljóst að Demókratar muni sækja hart að forsetanum rætist spár um fulltrúadeildina. Heimildir AP-fréttaveitunnar herma að Demókratar séu nú þegar að undirbúa að blása nýju lífi í rannsókn upplýsinganefndar þingsins á tengslum rússenskra yfirvalda við kosningabaráttu Trumps. Samhliða kosningum til Bandaríkjaþings munu Bandaríkjamenn kjósa um allt mögulegt. Allt frá lögleiðingu kannabisefna til skólastjórnenda, frá dómurum til sorphirðustjóra. Jafnframt verður kosið um ríkisstjórastóla í 36 af 50 ríkjum Bandaríkjanna. Líklegt þykir að Repúblikanar haldi 23 ríkisstjórastólum og Demókratar nítján, en í átta ríkjum er afar mjótt á munum.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Tengdar fréttir Utankjörfundaratkvæði mun fleiri en í síðustu kosningum Þá er útlit fyrir að konur séu að kjósa meira mæli en áður. 1. nóvember 2018 10:47 Það sem þú þarft að vita um þingkosningarnar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í þingkosningum á þriðjudag. 2. nóvember 2018 15:30 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Sjá meira
Utankjörfundaratkvæði mun fleiri en í síðustu kosningum Þá er útlit fyrir að konur séu að kjósa meira mæli en áður. 1. nóvember 2018 10:47
Það sem þú þarft að vita um þingkosningarnar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í þingkosningum á þriðjudag. 2. nóvember 2018 15:30