Hylltur sem hetja eftir að hafa ráðist að byssumanni með ryksugu og kústi Sylvía Hall skrifar 5. nóvember 2018 18:17 Joshua Quick var hetja margra á föstudag þegar hann réðst að byssumanninum. Skjáskot Tveir létust þegar byssumaður hóf skothríð í jógastöð í Tallahassee í Flórída á föstudag. Árásarmaðurinn, fertugur karlmaður að nafni Paul Beierle, svipti sig lífi eftir að hafa skotið sex manns. Maður að nafni Joshua Quick var þó bjargvættur margra þegar hann glímdi við árásarmanninn þegar skotvopnið virtist bilað. Hann greip ryksugu sem var í salnum og sló Beierle í höfuðið sem sló Quick til baka í andlitið með vopninu. Eftir höggið frá Beierle féll Quick í jörðina en spratt fljótlega á fætur. „Ég sótti það eina sem ég fann annað en ryksuguna sem var kústur og sló hann í höfuðið með honum,“ sagði Quick í samtali við Good Morning America.Yoga studio shooting hero shares his story: reveals how he confronted gunman in deadly attack: https://t.co/VCO5LgLT1j@ztkiesch has the story. pic.twitter.com/fiTbEiGvPO — Good Morning America (@GMA) 4 November 2018 Hugrekki sem bjargaði lífi margra Áflogin milli mannanna urðu til þess að margir náðu að flýja salinn og hafa margir þakkað Quick fyrir hugrekkið. Án hans væru þau ekki á lífi. Daniela Garcia Albalat, einn iðkendanna, var skotin í lærið í jógatímanum en náði að koma sér út þegar Quick réðst að árásarmanninum. Hún segir hann hafa bjargað lífi sínu þegar hún hélt fyrir víst að hún myndi deyja. Tvær konur, 21 árs og 61 árs, létust í árásinni og voru þær báðar iðkendur í tímanum á föstudag. Lögregluyfirvöld hafa ekki gefið út hvað þeir gruna að liggi að baki árásinni en margir hafa dregið þá ályktun frá Facebook-færslum árásarmannsins að kvenfyrirlitning hafi verið helsta ástæða hennar. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hóf skothríð í jógastöð og myrti tvo Árásarmaðurinn hóf skothríð á iðkendur í jógastöð í höfuðborg Flórídaríkis í gærkvöldi. 3. nóvember 2018 10:46 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Sjá meira
Tveir létust þegar byssumaður hóf skothríð í jógastöð í Tallahassee í Flórída á föstudag. Árásarmaðurinn, fertugur karlmaður að nafni Paul Beierle, svipti sig lífi eftir að hafa skotið sex manns. Maður að nafni Joshua Quick var þó bjargvættur margra þegar hann glímdi við árásarmanninn þegar skotvopnið virtist bilað. Hann greip ryksugu sem var í salnum og sló Beierle í höfuðið sem sló Quick til baka í andlitið með vopninu. Eftir höggið frá Beierle féll Quick í jörðina en spratt fljótlega á fætur. „Ég sótti það eina sem ég fann annað en ryksuguna sem var kústur og sló hann í höfuðið með honum,“ sagði Quick í samtali við Good Morning America.Yoga studio shooting hero shares his story: reveals how he confronted gunman in deadly attack: https://t.co/VCO5LgLT1j@ztkiesch has the story. pic.twitter.com/fiTbEiGvPO — Good Morning America (@GMA) 4 November 2018 Hugrekki sem bjargaði lífi margra Áflogin milli mannanna urðu til þess að margir náðu að flýja salinn og hafa margir þakkað Quick fyrir hugrekkið. Án hans væru þau ekki á lífi. Daniela Garcia Albalat, einn iðkendanna, var skotin í lærið í jógatímanum en náði að koma sér út þegar Quick réðst að árásarmanninum. Hún segir hann hafa bjargað lífi sínu þegar hún hélt fyrir víst að hún myndi deyja. Tvær konur, 21 árs og 61 árs, létust í árásinni og voru þær báðar iðkendur í tímanum á föstudag. Lögregluyfirvöld hafa ekki gefið út hvað þeir gruna að liggi að baki árásinni en margir hafa dregið þá ályktun frá Facebook-færslum árásarmannsins að kvenfyrirlitning hafi verið helsta ástæða hennar.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hóf skothríð í jógastöð og myrti tvo Árásarmaðurinn hóf skothríð á iðkendur í jógastöð í höfuðborg Flórídaríkis í gærkvöldi. 3. nóvember 2018 10:46 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Sjá meira
Hóf skothríð í jógastöð og myrti tvo Árásarmaðurinn hóf skothríð á iðkendur í jógastöð í höfuðborg Flórídaríkis í gærkvöldi. 3. nóvember 2018 10:46