Facebook, NBC og Fox hætta að sýna auglýsinguna sem CNN neitaði að birta Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. nóvember 2018 23:30 Mexíkóski glæpamaðurinn Luis Bracamontes var dæmdur til dauða fyrir morðin á tveimur lögreglumönnum í Kaliforníu árið 2014. Í auglýsingu Trumps er reynt að tengja glæpi hans við innflytjendur sem eru nú á leið til Bandaríkjanna. Getty/Randy Pench Samfélagsmiðillinn Facebook og bandarísku sjónvarpsstöðvarnar NBC og Fox News hyggjast hætta sýningum á umdeildri auglýsingu Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Auglýsingin fjallar um innflytjendamál og þykir þrungin kynþáttafordómum. Sjónvarpsstöðin CNN hafði áður neitað að sýna auglýsinguna á rásum sínum. Auglýsingunni er ætlað að vekja athygli á harðri og óvæginni afstöðu Bandaríkaforseta í innflytjendamálum. Í henni er reynt að tengja brot mexíkóska glæpamannsins Luis Bracamonte, sem kom ólöglega til Bandaríkjanna og myrti tvo lögreglumenn í Kaliforníuríki árið 2014, við hópa innflytjenda frá Mexíkó sem eru nú á leið til Bandaríkjanna. Enginn fótur virðist vera fyrir þeirri tengingu.CNN refused to run this ad... I guess they only run fake news and won't talk about real threats that don't suit their agenda. Enjoy. Remember this on Tuesday. #vote #voterepublican pic.twitter.com/VyMm7GhPLX— Donald Trump Jr. (@DonaldJTrumpJr) November 3, 2018 Í yfirlýsingu sem Facebook sendi frá sér í dag segir að auglýsingin brjóti í bága við reglur samfélagsmiðilsins. Notendum mun áfram vera leyft að birta auglýsinguna á síðum sínum en þeir munu ekki geta greitt fyrir dreifingu á henni á miðlinum. Þá lýstu sjónvarpsstöðvarnar NBC og Fox News því einnig yfir í dag að þær hygðust hætta sýningum á auglýsingunni. Sú fyrrnefnda, NBC, var harðlega gagnrýnd á sunnudag fyrir að sýna auglýsinguna í leikhléi á leik í bandarísku NFL-deildinni. Á meðal þeirra sem létu í sér heyra voru bandaríska leikkonan Debra Messing og leikstjórinn Judd Apatow.So @nbc and @Comcast aired that racist Trump caravan commercial during the football game. Who made that decision? How did they decide it was ok? I am disgusted that you would air that after @cnn refused to air it because it is explicitly racist. Shame on you. @NBCNews— Judd Apatow (@JuddApatow) November 5, 2018 To our @willandgrace fans—I want you to know that I am ashamed that my network aired this disgusting racist ad. It is the antithesis of everything I personally believe in, and what, I believe, our show is all about. @nbc pic.twitter.com/CLinZKHB47— Debra Messing (@DebraMessing) November 5, 2018 Sonur Bandaríkjaforseta, Donald J. Trump, vakti athygli á áðurnefndri auglýsingu föður síns á Twitter-reikningi sínum um helgina. Hann sagði þar að CNN hefði neitað að sýna auglýsinguna og sakaði stöðina um að birta aðeins falsfréttir. Samskiptadeild CNN svaraði tísti Trumps yngri og sagði það áður hafa komið skýrt fram að auglýsingin yrði ekki birt sökum þess að hún hafi þótt rasísk. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Samfélagsmiðillinn Facebook og bandarísku sjónvarpsstöðvarnar NBC og Fox News hyggjast hætta sýningum á umdeildri auglýsingu Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Auglýsingin fjallar um innflytjendamál og þykir þrungin kynþáttafordómum. Sjónvarpsstöðin CNN hafði áður neitað að sýna auglýsinguna á rásum sínum. Auglýsingunni er ætlað að vekja athygli á harðri og óvæginni afstöðu Bandaríkaforseta í innflytjendamálum. Í henni er reynt að tengja brot mexíkóska glæpamannsins Luis Bracamonte, sem kom ólöglega til Bandaríkjanna og myrti tvo lögreglumenn í Kaliforníuríki árið 2014, við hópa innflytjenda frá Mexíkó sem eru nú á leið til Bandaríkjanna. Enginn fótur virðist vera fyrir þeirri tengingu.CNN refused to run this ad... I guess they only run fake news and won't talk about real threats that don't suit their agenda. Enjoy. Remember this on Tuesday. #vote #voterepublican pic.twitter.com/VyMm7GhPLX— Donald Trump Jr. (@DonaldJTrumpJr) November 3, 2018 Í yfirlýsingu sem Facebook sendi frá sér í dag segir að auglýsingin brjóti í bága við reglur samfélagsmiðilsins. Notendum mun áfram vera leyft að birta auglýsinguna á síðum sínum en þeir munu ekki geta greitt fyrir dreifingu á henni á miðlinum. Þá lýstu sjónvarpsstöðvarnar NBC og Fox News því einnig yfir í dag að þær hygðust hætta sýningum á auglýsingunni. Sú fyrrnefnda, NBC, var harðlega gagnrýnd á sunnudag fyrir að sýna auglýsinguna í leikhléi á leik í bandarísku NFL-deildinni. Á meðal þeirra sem létu í sér heyra voru bandaríska leikkonan Debra Messing og leikstjórinn Judd Apatow.So @nbc and @Comcast aired that racist Trump caravan commercial during the football game. Who made that decision? How did they decide it was ok? I am disgusted that you would air that after @cnn refused to air it because it is explicitly racist. Shame on you. @NBCNews— Judd Apatow (@JuddApatow) November 5, 2018 To our @willandgrace fans—I want you to know that I am ashamed that my network aired this disgusting racist ad. It is the antithesis of everything I personally believe in, and what, I believe, our show is all about. @nbc pic.twitter.com/CLinZKHB47— Debra Messing (@DebraMessing) November 5, 2018 Sonur Bandaríkjaforseta, Donald J. Trump, vakti athygli á áðurnefndri auglýsingu föður síns á Twitter-reikningi sínum um helgina. Hann sagði þar að CNN hefði neitað að sýna auglýsinguna og sakaði stöðina um að birta aðeins falsfréttir. Samskiptadeild CNN svaraði tísti Trumps yngri og sagði það áður hafa komið skýrt fram að auglýsingin yrði ekki birt sökum þess að hún hafi þótt rasísk.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira