Facebook, NBC og Fox hætta að sýna auglýsinguna sem CNN neitaði að birta Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. nóvember 2018 23:30 Mexíkóski glæpamaðurinn Luis Bracamontes var dæmdur til dauða fyrir morðin á tveimur lögreglumönnum í Kaliforníu árið 2014. Í auglýsingu Trumps er reynt að tengja glæpi hans við innflytjendur sem eru nú á leið til Bandaríkjanna. Getty/Randy Pench Samfélagsmiðillinn Facebook og bandarísku sjónvarpsstöðvarnar NBC og Fox News hyggjast hætta sýningum á umdeildri auglýsingu Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Auglýsingin fjallar um innflytjendamál og þykir þrungin kynþáttafordómum. Sjónvarpsstöðin CNN hafði áður neitað að sýna auglýsinguna á rásum sínum. Auglýsingunni er ætlað að vekja athygli á harðri og óvæginni afstöðu Bandaríkaforseta í innflytjendamálum. Í henni er reynt að tengja brot mexíkóska glæpamannsins Luis Bracamonte, sem kom ólöglega til Bandaríkjanna og myrti tvo lögreglumenn í Kaliforníuríki árið 2014, við hópa innflytjenda frá Mexíkó sem eru nú á leið til Bandaríkjanna. Enginn fótur virðist vera fyrir þeirri tengingu.CNN refused to run this ad... I guess they only run fake news and won't talk about real threats that don't suit their agenda. Enjoy. Remember this on Tuesday. #vote #voterepublican pic.twitter.com/VyMm7GhPLX— Donald Trump Jr. (@DonaldJTrumpJr) November 3, 2018 Í yfirlýsingu sem Facebook sendi frá sér í dag segir að auglýsingin brjóti í bága við reglur samfélagsmiðilsins. Notendum mun áfram vera leyft að birta auglýsinguna á síðum sínum en þeir munu ekki geta greitt fyrir dreifingu á henni á miðlinum. Þá lýstu sjónvarpsstöðvarnar NBC og Fox News því einnig yfir í dag að þær hygðust hætta sýningum á auglýsingunni. Sú fyrrnefnda, NBC, var harðlega gagnrýnd á sunnudag fyrir að sýna auglýsinguna í leikhléi á leik í bandarísku NFL-deildinni. Á meðal þeirra sem létu í sér heyra voru bandaríska leikkonan Debra Messing og leikstjórinn Judd Apatow.So @nbc and @Comcast aired that racist Trump caravan commercial during the football game. Who made that decision? How did they decide it was ok? I am disgusted that you would air that after @cnn refused to air it because it is explicitly racist. Shame on you. @NBCNews— Judd Apatow (@JuddApatow) November 5, 2018 To our @willandgrace fans—I want you to know that I am ashamed that my network aired this disgusting racist ad. It is the antithesis of everything I personally believe in, and what, I believe, our show is all about. @nbc pic.twitter.com/CLinZKHB47— Debra Messing (@DebraMessing) November 5, 2018 Sonur Bandaríkjaforseta, Donald J. Trump, vakti athygli á áðurnefndri auglýsingu föður síns á Twitter-reikningi sínum um helgina. Hann sagði þar að CNN hefði neitað að sýna auglýsinguna og sakaði stöðina um að birta aðeins falsfréttir. Samskiptadeild CNN svaraði tísti Trumps yngri og sagði það áður hafa komið skýrt fram að auglýsingin yrði ekki birt sökum þess að hún hafi þótt rasísk. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Sjá meira
Samfélagsmiðillinn Facebook og bandarísku sjónvarpsstöðvarnar NBC og Fox News hyggjast hætta sýningum á umdeildri auglýsingu Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Auglýsingin fjallar um innflytjendamál og þykir þrungin kynþáttafordómum. Sjónvarpsstöðin CNN hafði áður neitað að sýna auglýsinguna á rásum sínum. Auglýsingunni er ætlað að vekja athygli á harðri og óvæginni afstöðu Bandaríkaforseta í innflytjendamálum. Í henni er reynt að tengja brot mexíkóska glæpamannsins Luis Bracamonte, sem kom ólöglega til Bandaríkjanna og myrti tvo lögreglumenn í Kaliforníuríki árið 2014, við hópa innflytjenda frá Mexíkó sem eru nú á leið til Bandaríkjanna. Enginn fótur virðist vera fyrir þeirri tengingu.CNN refused to run this ad... I guess they only run fake news and won't talk about real threats that don't suit their agenda. Enjoy. Remember this on Tuesday. #vote #voterepublican pic.twitter.com/VyMm7GhPLX— Donald Trump Jr. (@DonaldJTrumpJr) November 3, 2018 Í yfirlýsingu sem Facebook sendi frá sér í dag segir að auglýsingin brjóti í bága við reglur samfélagsmiðilsins. Notendum mun áfram vera leyft að birta auglýsinguna á síðum sínum en þeir munu ekki geta greitt fyrir dreifingu á henni á miðlinum. Þá lýstu sjónvarpsstöðvarnar NBC og Fox News því einnig yfir í dag að þær hygðust hætta sýningum á auglýsingunni. Sú fyrrnefnda, NBC, var harðlega gagnrýnd á sunnudag fyrir að sýna auglýsinguna í leikhléi á leik í bandarísku NFL-deildinni. Á meðal þeirra sem létu í sér heyra voru bandaríska leikkonan Debra Messing og leikstjórinn Judd Apatow.So @nbc and @Comcast aired that racist Trump caravan commercial during the football game. Who made that decision? How did they decide it was ok? I am disgusted that you would air that after @cnn refused to air it because it is explicitly racist. Shame on you. @NBCNews— Judd Apatow (@JuddApatow) November 5, 2018 To our @willandgrace fans—I want you to know that I am ashamed that my network aired this disgusting racist ad. It is the antithesis of everything I personally believe in, and what, I believe, our show is all about. @nbc pic.twitter.com/CLinZKHB47— Debra Messing (@DebraMessing) November 5, 2018 Sonur Bandaríkjaforseta, Donald J. Trump, vakti athygli á áðurnefndri auglýsingu föður síns á Twitter-reikningi sínum um helgina. Hann sagði þar að CNN hefði neitað að sýna auglýsinguna og sakaði stöðina um að birta aðeins falsfréttir. Samskiptadeild CNN svaraði tísti Trumps yngri og sagði það áður hafa komið skýrt fram að auglýsingin yrði ekki birt sökum þess að hún hafi þótt rasísk.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Sjá meira