Með flóknari samrunamálum hér á landi Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifa 6. nóvember 2018 07:15 Tilkynnt var um kaup Icelandair á WOW air í gær en kaupin eru meðal annars háð skilyrði Samkeppniseftirlitsins. vísir/vilhelm „Þetta er með flóknari samrunum til þess að eiga við,“ segir Eggert B. Ólafsson, sérfræðingur í samkeppnisrétti, um kaup Icelandair Group á WOW air. Því sé spurning hvort Samkeppniseftirlitið vísi málinu til eftirlitsstofnunar EFTA sem taki það til ítarlegrar skoðunar í samráði við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. „Það væri einfaldast að gera það af því að það eru svo margir markaðir í Evrópu sem koma við sögu í málinu. Hver flugleið – borg til borgar – er sérstakur markaður sem þarf að rannsaka nánar,“ nefnir Eggert. Samkvæmt reglum samkeppnisréttar getur samruni fyrirtækis á fallanda fæti, til dæmis fyrirtækis á barmi gjaldþrots, verið heimilaður þrátt fyrir að samruninn sé skaðlegur samkeppni. Samkeppniseftirlitið hefur í nokkrum tilfellum fallist á slík sjónarmið.Eggert B. Ólafsson, sérfræðingur í samkeppnisrétti.Eggert segir að jafnvel þótt Icelandair byggi á því að WOW sé félag á fallanda fæti í skilningi samkeppnisréttar þá verði samkeppnisyfirvöld samt sem áður að kanna hvort önnur félög séu tilbúin til þess að taka yfir flugleiðir eða flugvélastæði WOW áður en kaupin verði samþykkt. Ekki sé sjálfgefið að Icelandair fái að eignast að fullu leiðir eða stæði WOW. Í því sambandi bendir Eggert á að Lufthansa hafi í fyrra þurft að gefa nokkur stæði eftir til þess að kaup félagsins á eignum Air Berlin hlytu náð fyrir augum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Sveinn Þórarinsson, greinandi í hagfræðideild Landsbankans, bendir á að samanlögð markaðshlutdeild flugfélaganna tveggja sé um 80 prósent á Keflavíkurflugvelli og „undir venjulegum kringumstæðum hefði maður haldið að eftirlitið legði ekki blessun sína yfir slíkt,“ nefnir hann. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Kaup Icelandair á WOW air: Jákvætt fyrir ferðaþjónustuna en líklegt að flugmiðaverð breytist Greinendur á markaði telja að við fyrstu sýn séu fyrirhuguð kaup Icelandair Group á Wow Air jákvæð tíðindi, ekki síst fyrir ferðaþjónustuna enda sé flugfélögin, gangi kaupin eftir, betur í stakk búinn til þess að glíma við erfiðar rekstraraðstæður 5. nóvember 2018 13:30 Kaupin minnka hættuna á stóráföllum Greinendur telja að kaup Icelandair Group á WOW air minnki líkurnar á því að íslensk ferðaþjónusta verði fyrir verulegum skakkaföllum í vetur. 6. nóvember 2018 06:15 Kaupin á Wow Air hrundu af stað mestu viðskiptum í Kauphöllinni síðan föstudaginn fyrir hrun Fjörugur dagur á markaði er nú að kvöldi kominn en gengi Icelandair Group hækkaði um 39,2% eftir að tilkynnt var um kaup félagsins á flugfélaginu WOW Air. 5. nóvember 2018 20:30 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
„Þetta er með flóknari samrunum til þess að eiga við,“ segir Eggert B. Ólafsson, sérfræðingur í samkeppnisrétti, um kaup Icelandair Group á WOW air. Því sé spurning hvort Samkeppniseftirlitið vísi málinu til eftirlitsstofnunar EFTA sem taki það til ítarlegrar skoðunar í samráði við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. „Það væri einfaldast að gera það af því að það eru svo margir markaðir í Evrópu sem koma við sögu í málinu. Hver flugleið – borg til borgar – er sérstakur markaður sem þarf að rannsaka nánar,“ nefnir Eggert. Samkvæmt reglum samkeppnisréttar getur samruni fyrirtækis á fallanda fæti, til dæmis fyrirtækis á barmi gjaldþrots, verið heimilaður þrátt fyrir að samruninn sé skaðlegur samkeppni. Samkeppniseftirlitið hefur í nokkrum tilfellum fallist á slík sjónarmið.Eggert B. Ólafsson, sérfræðingur í samkeppnisrétti.Eggert segir að jafnvel þótt Icelandair byggi á því að WOW sé félag á fallanda fæti í skilningi samkeppnisréttar þá verði samkeppnisyfirvöld samt sem áður að kanna hvort önnur félög séu tilbúin til þess að taka yfir flugleiðir eða flugvélastæði WOW áður en kaupin verði samþykkt. Ekki sé sjálfgefið að Icelandair fái að eignast að fullu leiðir eða stæði WOW. Í því sambandi bendir Eggert á að Lufthansa hafi í fyrra þurft að gefa nokkur stæði eftir til þess að kaup félagsins á eignum Air Berlin hlytu náð fyrir augum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Sveinn Þórarinsson, greinandi í hagfræðideild Landsbankans, bendir á að samanlögð markaðshlutdeild flugfélaganna tveggja sé um 80 prósent á Keflavíkurflugvelli og „undir venjulegum kringumstæðum hefði maður haldið að eftirlitið legði ekki blessun sína yfir slíkt,“ nefnir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Kaup Icelandair á WOW air: Jákvætt fyrir ferðaþjónustuna en líklegt að flugmiðaverð breytist Greinendur á markaði telja að við fyrstu sýn séu fyrirhuguð kaup Icelandair Group á Wow Air jákvæð tíðindi, ekki síst fyrir ferðaþjónustuna enda sé flugfélögin, gangi kaupin eftir, betur í stakk búinn til þess að glíma við erfiðar rekstraraðstæður 5. nóvember 2018 13:30 Kaupin minnka hættuna á stóráföllum Greinendur telja að kaup Icelandair Group á WOW air minnki líkurnar á því að íslensk ferðaþjónusta verði fyrir verulegum skakkaföllum í vetur. 6. nóvember 2018 06:15 Kaupin á Wow Air hrundu af stað mestu viðskiptum í Kauphöllinni síðan föstudaginn fyrir hrun Fjörugur dagur á markaði er nú að kvöldi kominn en gengi Icelandair Group hækkaði um 39,2% eftir að tilkynnt var um kaup félagsins á flugfélaginu WOW Air. 5. nóvember 2018 20:30 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Kaup Icelandair á WOW air: Jákvætt fyrir ferðaþjónustuna en líklegt að flugmiðaverð breytist Greinendur á markaði telja að við fyrstu sýn séu fyrirhuguð kaup Icelandair Group á Wow Air jákvæð tíðindi, ekki síst fyrir ferðaþjónustuna enda sé flugfélögin, gangi kaupin eftir, betur í stakk búinn til þess að glíma við erfiðar rekstraraðstæður 5. nóvember 2018 13:30
Kaupin minnka hættuna á stóráföllum Greinendur telja að kaup Icelandair Group á WOW air minnki líkurnar á því að íslensk ferðaþjónusta verði fyrir verulegum skakkaföllum í vetur. 6. nóvember 2018 06:15
Kaupin á Wow Air hrundu af stað mestu viðskiptum í Kauphöllinni síðan föstudaginn fyrir hrun Fjörugur dagur á markaði er nú að kvöldi kominn en gengi Icelandair Group hækkaði um 39,2% eftir að tilkynnt var um kaup félagsins á flugfélaginu WOW Air. 5. nóvember 2018 20:30