Með flóknari samrunamálum hér á landi Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifa 6. nóvember 2018 07:15 Tilkynnt var um kaup Icelandair á WOW air í gær en kaupin eru meðal annars háð skilyrði Samkeppniseftirlitsins. vísir/vilhelm „Þetta er með flóknari samrunum til þess að eiga við,“ segir Eggert B. Ólafsson, sérfræðingur í samkeppnisrétti, um kaup Icelandair Group á WOW air. Því sé spurning hvort Samkeppniseftirlitið vísi málinu til eftirlitsstofnunar EFTA sem taki það til ítarlegrar skoðunar í samráði við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. „Það væri einfaldast að gera það af því að það eru svo margir markaðir í Evrópu sem koma við sögu í málinu. Hver flugleið – borg til borgar – er sérstakur markaður sem þarf að rannsaka nánar,“ nefnir Eggert. Samkvæmt reglum samkeppnisréttar getur samruni fyrirtækis á fallanda fæti, til dæmis fyrirtækis á barmi gjaldþrots, verið heimilaður þrátt fyrir að samruninn sé skaðlegur samkeppni. Samkeppniseftirlitið hefur í nokkrum tilfellum fallist á slík sjónarmið.Eggert B. Ólafsson, sérfræðingur í samkeppnisrétti.Eggert segir að jafnvel þótt Icelandair byggi á því að WOW sé félag á fallanda fæti í skilningi samkeppnisréttar þá verði samkeppnisyfirvöld samt sem áður að kanna hvort önnur félög séu tilbúin til þess að taka yfir flugleiðir eða flugvélastæði WOW áður en kaupin verði samþykkt. Ekki sé sjálfgefið að Icelandair fái að eignast að fullu leiðir eða stæði WOW. Í því sambandi bendir Eggert á að Lufthansa hafi í fyrra þurft að gefa nokkur stæði eftir til þess að kaup félagsins á eignum Air Berlin hlytu náð fyrir augum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Sveinn Þórarinsson, greinandi í hagfræðideild Landsbankans, bendir á að samanlögð markaðshlutdeild flugfélaganna tveggja sé um 80 prósent á Keflavíkurflugvelli og „undir venjulegum kringumstæðum hefði maður haldið að eftirlitið legði ekki blessun sína yfir slíkt,“ nefnir hann. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Kaup Icelandair á WOW air: Jákvætt fyrir ferðaþjónustuna en líklegt að flugmiðaverð breytist Greinendur á markaði telja að við fyrstu sýn séu fyrirhuguð kaup Icelandair Group á Wow Air jákvæð tíðindi, ekki síst fyrir ferðaþjónustuna enda sé flugfélögin, gangi kaupin eftir, betur í stakk búinn til þess að glíma við erfiðar rekstraraðstæður 5. nóvember 2018 13:30 Kaupin minnka hættuna á stóráföllum Greinendur telja að kaup Icelandair Group á WOW air minnki líkurnar á því að íslensk ferðaþjónusta verði fyrir verulegum skakkaföllum í vetur. 6. nóvember 2018 06:15 Kaupin á Wow Air hrundu af stað mestu viðskiptum í Kauphöllinni síðan föstudaginn fyrir hrun Fjörugur dagur á markaði er nú að kvöldi kominn en gengi Icelandair Group hækkaði um 39,2% eftir að tilkynnt var um kaup félagsins á flugfélaginu WOW Air. 5. nóvember 2018 20:30 Mest lesið Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
„Þetta er með flóknari samrunum til þess að eiga við,“ segir Eggert B. Ólafsson, sérfræðingur í samkeppnisrétti, um kaup Icelandair Group á WOW air. Því sé spurning hvort Samkeppniseftirlitið vísi málinu til eftirlitsstofnunar EFTA sem taki það til ítarlegrar skoðunar í samráði við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. „Það væri einfaldast að gera það af því að það eru svo margir markaðir í Evrópu sem koma við sögu í málinu. Hver flugleið – borg til borgar – er sérstakur markaður sem þarf að rannsaka nánar,“ nefnir Eggert. Samkvæmt reglum samkeppnisréttar getur samruni fyrirtækis á fallanda fæti, til dæmis fyrirtækis á barmi gjaldþrots, verið heimilaður þrátt fyrir að samruninn sé skaðlegur samkeppni. Samkeppniseftirlitið hefur í nokkrum tilfellum fallist á slík sjónarmið.Eggert B. Ólafsson, sérfræðingur í samkeppnisrétti.Eggert segir að jafnvel þótt Icelandair byggi á því að WOW sé félag á fallanda fæti í skilningi samkeppnisréttar þá verði samkeppnisyfirvöld samt sem áður að kanna hvort önnur félög séu tilbúin til þess að taka yfir flugleiðir eða flugvélastæði WOW áður en kaupin verði samþykkt. Ekki sé sjálfgefið að Icelandair fái að eignast að fullu leiðir eða stæði WOW. Í því sambandi bendir Eggert á að Lufthansa hafi í fyrra þurft að gefa nokkur stæði eftir til þess að kaup félagsins á eignum Air Berlin hlytu náð fyrir augum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Sveinn Þórarinsson, greinandi í hagfræðideild Landsbankans, bendir á að samanlögð markaðshlutdeild flugfélaganna tveggja sé um 80 prósent á Keflavíkurflugvelli og „undir venjulegum kringumstæðum hefði maður haldið að eftirlitið legði ekki blessun sína yfir slíkt,“ nefnir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Kaup Icelandair á WOW air: Jákvætt fyrir ferðaþjónustuna en líklegt að flugmiðaverð breytist Greinendur á markaði telja að við fyrstu sýn séu fyrirhuguð kaup Icelandair Group á Wow Air jákvæð tíðindi, ekki síst fyrir ferðaþjónustuna enda sé flugfélögin, gangi kaupin eftir, betur í stakk búinn til þess að glíma við erfiðar rekstraraðstæður 5. nóvember 2018 13:30 Kaupin minnka hættuna á stóráföllum Greinendur telja að kaup Icelandair Group á WOW air minnki líkurnar á því að íslensk ferðaþjónusta verði fyrir verulegum skakkaföllum í vetur. 6. nóvember 2018 06:15 Kaupin á Wow Air hrundu af stað mestu viðskiptum í Kauphöllinni síðan föstudaginn fyrir hrun Fjörugur dagur á markaði er nú að kvöldi kominn en gengi Icelandair Group hækkaði um 39,2% eftir að tilkynnt var um kaup félagsins á flugfélaginu WOW Air. 5. nóvember 2018 20:30 Mest lesið Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Kaup Icelandair á WOW air: Jákvætt fyrir ferðaþjónustuna en líklegt að flugmiðaverð breytist Greinendur á markaði telja að við fyrstu sýn séu fyrirhuguð kaup Icelandair Group á Wow Air jákvæð tíðindi, ekki síst fyrir ferðaþjónustuna enda sé flugfélögin, gangi kaupin eftir, betur í stakk búinn til þess að glíma við erfiðar rekstraraðstæður 5. nóvember 2018 13:30
Kaupin minnka hættuna á stóráföllum Greinendur telja að kaup Icelandair Group á WOW air minnki líkurnar á því að íslensk ferðaþjónusta verði fyrir verulegum skakkaföllum í vetur. 6. nóvember 2018 06:15
Kaupin á Wow Air hrundu af stað mestu viðskiptum í Kauphöllinni síðan föstudaginn fyrir hrun Fjörugur dagur á markaði er nú að kvöldi kominn en gengi Icelandair Group hækkaði um 39,2% eftir að tilkynnt var um kaup félagsins á flugfélaginu WOW Air. 5. nóvember 2018 20:30