Yngst bandarískra kvenna til að taka sæti á þingi Atli Ísleifsson skrifar 7. nóvember 2018 10:11 Alexandria Ocasio-Cortez kom öllum á óvart þegar hún hafði betur gegn fulltrúadeildarþingmanninum Joe Crowley í forvali Demókrataflokksins í júní. Getty/Rick Loomis Hin 29 ára Alexandria Ocasio-Cortez varð í nótt yngst bandarískra kvenna til að verða kjörin til að taka sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Sigur hennar í 14. umdæmi New York ríkis kom ekki á óvart enda er New York eitt af sterkari vígum Demókrataflokksins. Ocasio-Cortez, sem starfaði á veitingastað fyrir ári síðan til að sjá fyrir fjölskyldu sinni, vann sigur á Repúblikananum Anthony Pappas. Ocasio-Cortez kom öllum á óvart þegar hún hafði betur gegn fulltrúadeildarþingmanninum Joe Crowley í forvali Demókrataflokksins í júní. Crowley hafði setið á þingi frá árinu 1999 og var af mörgum talinn líklegur arftaki Nancy Pelosi sem leiðtogi Demókrata í þingdeildinni. Hann hafði ekki fengið mótframboð innan flokksins í sínu umdæmi síðan 2004.Starfaði fyrir Bernie Sanders Hún hafði áður starfað að forsetaframboði Bernie Sanders og fyrir fyrrverandi öldungadeildarþingmanninn Ted Kennedy, sem lést árið 2009. Þá starfaði hún um tíma sem fræðslustjóri hjá bandarískri stofnun sem sinnir málefnum fólks af rómönskum ættum (National Hispanic Institute). Ocasio-Cortez þykir mjög vinstrisinnuð á bandarískan mælikvarða þar sem hún hefur meðal annars talað fyrir gjaldfrjálsu háskólanámi og heilsugæslu, að skotvopnalöggjöf landsins verði hert til muna og að rekstri einkarekinna fangelsa verði hætt. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Frambjóðendur hliðhollir Trump treystu meirihluta repúblikana í öldungadeildinni Útlit er fyrir að repúblikanar bæti við sig þremur sætum í öldungadeildinni. Þingmenn demókrata sem vörðu sæti í ríkjum sem halla sér að Trump töpuðu. 7. nóvember 2018 08:38 Útlit fyrir miklar deilur næstu tvö árin Repúblikanaflokkurinn hefur bætt við nauman meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings og Demókratar hafa tryggt sér meirihluta í fulltrúadeildinni. 7. nóvember 2018 05:45 Ted Cruz hafði betur gegn vonarstjörnu Demókrata Repúblikaninn Ted Cruz hafði betur gegn einni helstu vonarstjörnu Demókrata, Beto O'Rourke, í kosningunum til öldungadeildarinnar í Texas í nótt. 7. nóvember 2018 08:40 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Sjá meira
Hin 29 ára Alexandria Ocasio-Cortez varð í nótt yngst bandarískra kvenna til að verða kjörin til að taka sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Sigur hennar í 14. umdæmi New York ríkis kom ekki á óvart enda er New York eitt af sterkari vígum Demókrataflokksins. Ocasio-Cortez, sem starfaði á veitingastað fyrir ári síðan til að sjá fyrir fjölskyldu sinni, vann sigur á Repúblikananum Anthony Pappas. Ocasio-Cortez kom öllum á óvart þegar hún hafði betur gegn fulltrúadeildarþingmanninum Joe Crowley í forvali Demókrataflokksins í júní. Crowley hafði setið á þingi frá árinu 1999 og var af mörgum talinn líklegur arftaki Nancy Pelosi sem leiðtogi Demókrata í þingdeildinni. Hann hafði ekki fengið mótframboð innan flokksins í sínu umdæmi síðan 2004.Starfaði fyrir Bernie Sanders Hún hafði áður starfað að forsetaframboði Bernie Sanders og fyrir fyrrverandi öldungadeildarþingmanninn Ted Kennedy, sem lést árið 2009. Þá starfaði hún um tíma sem fræðslustjóri hjá bandarískri stofnun sem sinnir málefnum fólks af rómönskum ættum (National Hispanic Institute). Ocasio-Cortez þykir mjög vinstrisinnuð á bandarískan mælikvarða þar sem hún hefur meðal annars talað fyrir gjaldfrjálsu háskólanámi og heilsugæslu, að skotvopnalöggjöf landsins verði hert til muna og að rekstri einkarekinna fangelsa verði hætt.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Frambjóðendur hliðhollir Trump treystu meirihluta repúblikana í öldungadeildinni Útlit er fyrir að repúblikanar bæti við sig þremur sætum í öldungadeildinni. Þingmenn demókrata sem vörðu sæti í ríkjum sem halla sér að Trump töpuðu. 7. nóvember 2018 08:38 Útlit fyrir miklar deilur næstu tvö árin Repúblikanaflokkurinn hefur bætt við nauman meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings og Demókratar hafa tryggt sér meirihluta í fulltrúadeildinni. 7. nóvember 2018 05:45 Ted Cruz hafði betur gegn vonarstjörnu Demókrata Repúblikaninn Ted Cruz hafði betur gegn einni helstu vonarstjörnu Demókrata, Beto O'Rourke, í kosningunum til öldungadeildarinnar í Texas í nótt. 7. nóvember 2018 08:40 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Sjá meira
Frambjóðendur hliðhollir Trump treystu meirihluta repúblikana í öldungadeildinni Útlit er fyrir að repúblikanar bæti við sig þremur sætum í öldungadeildinni. Þingmenn demókrata sem vörðu sæti í ríkjum sem halla sér að Trump töpuðu. 7. nóvember 2018 08:38
Útlit fyrir miklar deilur næstu tvö árin Repúblikanaflokkurinn hefur bætt við nauman meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings og Demókratar hafa tryggt sér meirihluta í fulltrúadeildinni. 7. nóvember 2018 05:45
Ted Cruz hafði betur gegn vonarstjörnu Demókrata Repúblikaninn Ted Cruz hafði betur gegn einni helstu vonarstjörnu Demókrata, Beto O'Rourke, í kosningunum til öldungadeildarinnar í Texas í nótt. 7. nóvember 2018 08:40