„Báðir flokkar fengu það sem þeir gátu búist við“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. nóvember 2018 14:00 Silja Bára Ómarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og einn helsti sérfræðingur landsins í bandarískum stjórnmálum. fréttablaðið/anton brink Silja Bára Ómarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að bæði Repúblikanaflokkurinn og Demókrataflokkurinn hafi fengið það í kosningunum í gær sem þeir gátu búist við. Repúblikanar héldu meirihluta sínum í öldungadeild Bandaríkjaþings og bættu við sig þingmönnum en Demókratar náðu meirihluta í fulltrúadeild þingsins þó að Repúblikanar hafi ekki misst fleiri þingmenn þar en 26. Þessi úrslit í deildunum tveimur voru kannski það sem helst var búist við. Silja Bára segir að þetta geti gert Donald Trump, Bandaríkjaforseta, auðveldara fyrir að halda áfram að keyra á flokkadráttum sem hann hefur verið að reyna að nýta sér. „Það er að segja að kenna Demókrötum um það sem ekki næst í gegn sem að gæti styrkt hann hjá hans hörðustu kjósendum. En á móti kemur að þeir sem styðja Demókrata munu líta á það sem árangur og styrkjast í sínum stuðningi sínum við Demókrataflokkinn. Þannig að þetta styrkir í raun og veru báða gagnvart sínum kjarnakjósendum,“ segir Silja Bára.Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrataflokksins í fulltrúadeildinni, fagnaði úrslitum kosninganna.AP/Jacquelyn MartinBreytt ásýnd þingsins hafi áhrif á daglegt líf kvenna Þá bendir hún á breytta ásýnd þingsins vegna aukins fjölda kvenna í fulltrúadeildinni. Þó að fjölgunin sé ekki gríðarleg þá sé um töluverða viðbót að ræða auk þess sem fjölbreytileikinn er að aukast þar sem tvær konur sem eru múslimar náðu kjöri og tvær konur af frumbyggjaættum. Silja Bára segir að þetta skipti máli því þetta muni hafa áhrif á daglegt líf kvenna. „Það er vegna þess hvernig Hæstiréttur er orðinn samsettur, íhaldssamari hvað varðar kyn- og frjósemisréttindi að þá skiptir gríðarlegu máli að konum sé að fjölga því þær taka þau mál frekar upp á sviði löggjafans.“ Varðandi öldungadeildina segir Silja Bára að baráttan þar hafi verið mjög erfið fyrir Demókrata. „Það er vegna þess að það var verið að kjósa um 35 sæti og þegar það var búið að kippa þeim út þá stóðu eftir 42 Repúblikanar og 23 Demókratar, þannig að þeir þurftu að ná miklu fleirum og sætin sem var verið að kjósa um var víða í ríkjum þar sem Trump vann auðveldlega fyrir tveimur árum.“Received so many Congratulations from so many on our Big Victory last night, including from foreign nations (friends) that were waiting me out, and hoping, on Trade Deals. Now we can all get back to work and get things done! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 7, 2018Öldungadeildin klárlega sigur fyrir Trump Aðspurð hvort að kosningarnar séu sigur fyrir Trump í því ljósi að Repúblikanar hafi styrkt sig í öldungadeildinni og svo að flokkurinn hafi unnið ríkisstjórakosningar í mikilvægum fylkjum á borð við Flórída og Ohio bendir Silja Bára á að Repúblikanar hafi tapað ríkisstjórakosningum í sjö fylkjum. Demókratar hafi tekið þau öll. „Og þar á meðal í Wisconsin þar sem var mjög „trumpískur“ ríkisstjóri. Þar var Demókrati að vinna, ekkert brjálæðislega afgerandi, en hann er búinn að vinna. Þetta eru sem sagt Kansas, New Mexico, Maine, Nevada, Illinois og Michigan líka. Öldungadeildin er klárlega sigur fyrir Trump. Það eru þrír árgangar í öldungadeildinni og þessi árgangur er bara erfiður fyrir Demókratana, sjötta hvert ár eiga þeir erfitt með að bæta við sig,“ segir Silja Bára.En má segja að báðir flokkar megi vel við una? „Já, að vissu leyti. Báðir flokkar fengu það sem þeir gátu búist við. Þessi bláa bylgja sem fólk var að búast við kom kannski ekki og ég horfi sérstaklega á Flórída í því samhengi. Það er gríðarlega tæpt en bæði öldungadeildarþingmaðurinn og ríkisstjórinn eru Repúblikanar þar sem fólk var að búast við að Demókratar gætu mögulega snúið því ríki. Þannig að það er kannski sárast fyrir Demókratana myndi ég halda. Það hefði skipt gríðarlegu máli upp á að ná orðræðunni, að þeir væru virkilega að snúa við einhverju, þá hefðu þeir virkilega þurft á Flórída að halda.“Donald Trump Bandaríkjaforseti var áberandi kosningabaráttunni og sést hér á kosningafundi á dögunum.vísir/epaVísbendingar um að Trump sé að missa grunn sem hann náði 2016 Spurningin er síðan hvað þessi úrslit í nótt geta sagt okkur, ef eitthvað, hvernig forsetakosningarnar munu fara eftir tvö ár. „Stærsta vísbendingin er held ég í sjöunda kjördæmi Virgínu þar sem Spanberger vann. Hún er kona sem er Demókrati og tók sæti af Repúblikana. Þetta er ein stærsta vísbendingin um það að hvítar konur séu ekki jafn fastar á bak við Trump eins og þær voru í kosningunum 2016. Reyndar er það að mig minnir að mælast 49 prósent og 49 prósent hvítar konur á bak við Repúblikana og Demókrata en hvítar, háskólamenntaðar konur eru komnar yfir á Demókrata. Það var náttúrulega gríðarlegur kynjamunur í kosningunum 2016 og hann er að aukast en hvítar konur voru repúblikanamegin. Það gæti verið að breytast,“ segir Silja Bára og bendir jafnframt á að ef hvítar konur í úthverfum eru að snúa baki við Repúblikanaflokknum þá er það neikvætt mynstur fyrir Trump. Þá dregur Silja Bára einnig fram það að stöku strjálbýl kjördæmi hafi farið yfir til Demókrata. „Ég er ekki að segja að þetta geti ekki breyst aftur en þetta eru merki um að Trump hafi aðeins misst grunn sem hann náði 2016.“ Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Frambjóðendur hliðhollir Trump treystu meirihluta repúblikana í öldungadeildinni Útlit er fyrir að repúblikanar bæti við sig þremur sætum í öldungadeildinni. Þingmenn demókrata sem vörðu sæti í ríkjum sem halla sér að Trump töpuðu. 7. nóvember 2018 08:38 Sviptingar í ríkisstjórakosningum Repúblikanar unnu sigra í tveimur ríkjum þar sem demókratar höfðu gert sér vonir um sigur. Í Wisconsin náðu demókratar að fella umdeildan ríkisstjóra repúblikana. 7. nóvember 2018 09:36 Fjölbreyttir frambjóðendur náðu kjöri Samkynhneigð kona af frumbyggjaættum, múslimakonur og opinskátt samkynhneigður karlmaður voru á meðal þeirra frambjóðenda sem skráðu nöfn sín í sögubækurnar í kosningunum í Bandaríkjunum í gær. 7. nóvember 2018 12:38 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira
Silja Bára Ómarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að bæði Repúblikanaflokkurinn og Demókrataflokkurinn hafi fengið það í kosningunum í gær sem þeir gátu búist við. Repúblikanar héldu meirihluta sínum í öldungadeild Bandaríkjaþings og bættu við sig þingmönnum en Demókratar náðu meirihluta í fulltrúadeild þingsins þó að Repúblikanar hafi ekki misst fleiri þingmenn þar en 26. Þessi úrslit í deildunum tveimur voru kannski það sem helst var búist við. Silja Bára segir að þetta geti gert Donald Trump, Bandaríkjaforseta, auðveldara fyrir að halda áfram að keyra á flokkadráttum sem hann hefur verið að reyna að nýta sér. „Það er að segja að kenna Demókrötum um það sem ekki næst í gegn sem að gæti styrkt hann hjá hans hörðustu kjósendum. En á móti kemur að þeir sem styðja Demókrata munu líta á það sem árangur og styrkjast í sínum stuðningi sínum við Demókrataflokkinn. Þannig að þetta styrkir í raun og veru báða gagnvart sínum kjarnakjósendum,“ segir Silja Bára.Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrataflokksins í fulltrúadeildinni, fagnaði úrslitum kosninganna.AP/Jacquelyn MartinBreytt ásýnd þingsins hafi áhrif á daglegt líf kvenna Þá bendir hún á breytta ásýnd þingsins vegna aukins fjölda kvenna í fulltrúadeildinni. Þó að fjölgunin sé ekki gríðarleg þá sé um töluverða viðbót að ræða auk þess sem fjölbreytileikinn er að aukast þar sem tvær konur sem eru múslimar náðu kjöri og tvær konur af frumbyggjaættum. Silja Bára segir að þetta skipti máli því þetta muni hafa áhrif á daglegt líf kvenna. „Það er vegna þess hvernig Hæstiréttur er orðinn samsettur, íhaldssamari hvað varðar kyn- og frjósemisréttindi að þá skiptir gríðarlegu máli að konum sé að fjölga því þær taka þau mál frekar upp á sviði löggjafans.“ Varðandi öldungadeildina segir Silja Bára að baráttan þar hafi verið mjög erfið fyrir Demókrata. „Það er vegna þess að það var verið að kjósa um 35 sæti og þegar það var búið að kippa þeim út þá stóðu eftir 42 Repúblikanar og 23 Demókratar, þannig að þeir þurftu að ná miklu fleirum og sætin sem var verið að kjósa um var víða í ríkjum þar sem Trump vann auðveldlega fyrir tveimur árum.“Received so many Congratulations from so many on our Big Victory last night, including from foreign nations (friends) that were waiting me out, and hoping, on Trade Deals. Now we can all get back to work and get things done! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 7, 2018Öldungadeildin klárlega sigur fyrir Trump Aðspurð hvort að kosningarnar séu sigur fyrir Trump í því ljósi að Repúblikanar hafi styrkt sig í öldungadeildinni og svo að flokkurinn hafi unnið ríkisstjórakosningar í mikilvægum fylkjum á borð við Flórída og Ohio bendir Silja Bára á að Repúblikanar hafi tapað ríkisstjórakosningum í sjö fylkjum. Demókratar hafi tekið þau öll. „Og þar á meðal í Wisconsin þar sem var mjög „trumpískur“ ríkisstjóri. Þar var Demókrati að vinna, ekkert brjálæðislega afgerandi, en hann er búinn að vinna. Þetta eru sem sagt Kansas, New Mexico, Maine, Nevada, Illinois og Michigan líka. Öldungadeildin er klárlega sigur fyrir Trump. Það eru þrír árgangar í öldungadeildinni og þessi árgangur er bara erfiður fyrir Demókratana, sjötta hvert ár eiga þeir erfitt með að bæta við sig,“ segir Silja Bára.En má segja að báðir flokkar megi vel við una? „Já, að vissu leyti. Báðir flokkar fengu það sem þeir gátu búist við. Þessi bláa bylgja sem fólk var að búast við kom kannski ekki og ég horfi sérstaklega á Flórída í því samhengi. Það er gríðarlega tæpt en bæði öldungadeildarþingmaðurinn og ríkisstjórinn eru Repúblikanar þar sem fólk var að búast við að Demókratar gætu mögulega snúið því ríki. Þannig að það er kannski sárast fyrir Demókratana myndi ég halda. Það hefði skipt gríðarlegu máli upp á að ná orðræðunni, að þeir væru virkilega að snúa við einhverju, þá hefðu þeir virkilega þurft á Flórída að halda.“Donald Trump Bandaríkjaforseti var áberandi kosningabaráttunni og sést hér á kosningafundi á dögunum.vísir/epaVísbendingar um að Trump sé að missa grunn sem hann náði 2016 Spurningin er síðan hvað þessi úrslit í nótt geta sagt okkur, ef eitthvað, hvernig forsetakosningarnar munu fara eftir tvö ár. „Stærsta vísbendingin er held ég í sjöunda kjördæmi Virgínu þar sem Spanberger vann. Hún er kona sem er Demókrati og tók sæti af Repúblikana. Þetta er ein stærsta vísbendingin um það að hvítar konur séu ekki jafn fastar á bak við Trump eins og þær voru í kosningunum 2016. Reyndar er það að mig minnir að mælast 49 prósent og 49 prósent hvítar konur á bak við Repúblikana og Demókrata en hvítar, háskólamenntaðar konur eru komnar yfir á Demókrata. Það var náttúrulega gríðarlegur kynjamunur í kosningunum 2016 og hann er að aukast en hvítar konur voru repúblikanamegin. Það gæti verið að breytast,“ segir Silja Bára og bendir jafnframt á að ef hvítar konur í úthverfum eru að snúa baki við Repúblikanaflokknum þá er það neikvætt mynstur fyrir Trump. Þá dregur Silja Bára einnig fram það að stöku strjálbýl kjördæmi hafi farið yfir til Demókrata. „Ég er ekki að segja að þetta geti ekki breyst aftur en þetta eru merki um að Trump hafi aðeins misst grunn sem hann náði 2016.“
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Frambjóðendur hliðhollir Trump treystu meirihluta repúblikana í öldungadeildinni Útlit er fyrir að repúblikanar bæti við sig þremur sætum í öldungadeildinni. Þingmenn demókrata sem vörðu sæti í ríkjum sem halla sér að Trump töpuðu. 7. nóvember 2018 08:38 Sviptingar í ríkisstjórakosningum Repúblikanar unnu sigra í tveimur ríkjum þar sem demókratar höfðu gert sér vonir um sigur. Í Wisconsin náðu demókratar að fella umdeildan ríkisstjóra repúblikana. 7. nóvember 2018 09:36 Fjölbreyttir frambjóðendur náðu kjöri Samkynhneigð kona af frumbyggjaættum, múslimakonur og opinskátt samkynhneigður karlmaður voru á meðal þeirra frambjóðenda sem skráðu nöfn sín í sögubækurnar í kosningunum í Bandaríkjunum í gær. 7. nóvember 2018 12:38 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira
Frambjóðendur hliðhollir Trump treystu meirihluta repúblikana í öldungadeildinni Útlit er fyrir að repúblikanar bæti við sig þremur sætum í öldungadeildinni. Þingmenn demókrata sem vörðu sæti í ríkjum sem halla sér að Trump töpuðu. 7. nóvember 2018 08:38
Sviptingar í ríkisstjórakosningum Repúblikanar unnu sigra í tveimur ríkjum þar sem demókratar höfðu gert sér vonir um sigur. Í Wisconsin náðu demókratar að fella umdeildan ríkisstjóra repúblikana. 7. nóvember 2018 09:36
Fjölbreyttir frambjóðendur náðu kjöri Samkynhneigð kona af frumbyggjaættum, múslimakonur og opinskátt samkynhneigður karlmaður voru á meðal þeirra frambjóðenda sem skráðu nöfn sín í sögubækurnar í kosningunum í Bandaríkjunum í gær. 7. nóvember 2018 12:38