Sex nýjar reglugerðir eiga að tryggja rétt fatlaðra betur Jóhann K. Jóhannsson skrifar 7. nóvember 2018 19:00 Félags- og jafnréttismálaráðherra skrifaði í dag undir sex reglugerðir sem snúa allar að því að bæta þjónustu við fatlaða. Með því er verið að bregðast við könnunum og fréttum undanfarinna ára þar sem alvarlegar brotalamir hafa komið í ljós varðandi aðbúnað fatlaðs fólks. Markmið ráðuneytisins með reglugerðunum er að fatlað fólk eigi kost á bestu þjónustu hverju sinni og skuli fá nauðsynlegan stuðning til að njóta fullra mannréttinda til jafns við aðra og sjálfstæðs lífs á eigin forsendum. Tímamót í Velferðarþjónustu voru til umræðu á ráðstefnu Velferðarráðuneytisins og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands sem haldin er í dag og á morgun.Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra.„Það voru gríðarleg tímamót þegar að við samþykktum lög hér í sumar um MPA og breyttum lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, sem að allt stórbætir stöðu fatlaðs fólks til þátttöku í samfélaginu,“ sagði Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra. Á grunni þeirra laga eru reglugerðirnar settar og snúa meðal annars að biðlistum og eftirliti. „Við höfum verið að vinna þessar reglugerðir í samvinnu við öll helstu hagsmunasamtök og í morgun kláruðum við að skrifa undir þær og þar af leiðandi eru þær búnar að taka gildi,“ segir Ásmundur.Ísland hefur enn ekki lögfest samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks Fjörutíu og sex utanaðkomandi fulltrúar frá ýmsum samtökum tóku þátt í starfshópum sem unnu að reglugerðarskrifum en þær hafa stoð í lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, en lögin tóku gildi 1. október. „Það er stefna núverandi ríkisstjórnar og stjórnvalda að bæta réttarstöðu og réttarstöðu fatlaðs fólks í víðasta skilning þess orðs, eins og samningur Sameinuðu þjóðanna, um réttindi fatlaðs fólks, kveður á um. Sá samningur hefur hins vega ekki verið lögfestur hér á landi „Við höfum verið að leggja áherslu á það að uppfylla allar skyldur okkar í þessu efni og að Ísland komist þar í fremstu röð. Við þurfum einfaldlega að halda áfram á þeirri braut þannig að við getum svo í framhaldinu lögfest samninginn. Mér finnst það vera svona kjarninn hérna að við erum á góðri leið, við þurfum að gera betur vegna þess að við ætlum okkur að lögfesta þennan samning þegar þar að kemur,“ segir Ásmundur. Heilbrigðismál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Félags- og jafnréttismálaráðherra skrifaði í dag undir sex reglugerðir sem snúa allar að því að bæta þjónustu við fatlaða. Með því er verið að bregðast við könnunum og fréttum undanfarinna ára þar sem alvarlegar brotalamir hafa komið í ljós varðandi aðbúnað fatlaðs fólks. Markmið ráðuneytisins með reglugerðunum er að fatlað fólk eigi kost á bestu þjónustu hverju sinni og skuli fá nauðsynlegan stuðning til að njóta fullra mannréttinda til jafns við aðra og sjálfstæðs lífs á eigin forsendum. Tímamót í Velferðarþjónustu voru til umræðu á ráðstefnu Velferðarráðuneytisins og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands sem haldin er í dag og á morgun.Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra.„Það voru gríðarleg tímamót þegar að við samþykktum lög hér í sumar um MPA og breyttum lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, sem að allt stórbætir stöðu fatlaðs fólks til þátttöku í samfélaginu,“ sagði Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra. Á grunni þeirra laga eru reglugerðirnar settar og snúa meðal annars að biðlistum og eftirliti. „Við höfum verið að vinna þessar reglugerðir í samvinnu við öll helstu hagsmunasamtök og í morgun kláruðum við að skrifa undir þær og þar af leiðandi eru þær búnar að taka gildi,“ segir Ásmundur.Ísland hefur enn ekki lögfest samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks Fjörutíu og sex utanaðkomandi fulltrúar frá ýmsum samtökum tóku þátt í starfshópum sem unnu að reglugerðarskrifum en þær hafa stoð í lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, en lögin tóku gildi 1. október. „Það er stefna núverandi ríkisstjórnar og stjórnvalda að bæta réttarstöðu og réttarstöðu fatlaðs fólks í víðasta skilning þess orðs, eins og samningur Sameinuðu þjóðanna, um réttindi fatlaðs fólks, kveður á um. Sá samningur hefur hins vega ekki verið lögfestur hér á landi „Við höfum verið að leggja áherslu á það að uppfylla allar skyldur okkar í þessu efni og að Ísland komist þar í fremstu röð. Við þurfum einfaldlega að halda áfram á þeirri braut þannig að við getum svo í framhaldinu lögfest samninginn. Mér finnst það vera svona kjarninn hérna að við erum á góðri leið, við þurfum að gera betur vegna þess að við ætlum okkur að lögfesta þennan samning þegar þar að kemur,“ segir Ásmundur.
Heilbrigðismál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira