Í tísti þakkaði Trump Sessions fyrir störf hans í ráðuneytinu og óskaði honum velfarnaðar. Þá tilkynnti hann einnig að Matthew G. Whittaker, starfsmannastjóri dómsmálaráðuneytisins, myndi gegna embætti ráðherra þangað til að arftaki Sessions verður tilnefndur.
Bandaríkjaforseti hefur ítrekað baunað á Jeff Sessions, dómsmálaráðherra sinn, undanfarin misseri. Trump hefur verið ósáttur við Sessions allt frá því að sá síðarnefndi lýsti sig vanhæfan til að hafa umsjón með Rússarannsókninni svonefndu sem beinist að því hvort að framboð Trump hafi átt í samráði við útsendara rússneskra stjórnvalda í fyrra.
Í frétt Washington Post segir að Trump hafi aldrei fyrirgefið Sessions það að hafa stigið til hliðar. Ákvörðunin hafi gert það að verkum að Trump hafi ekki notið nægrar verndar gagnvart rannsókninni sem legið hefur eins og mara yfir forsetatíð Trump.
....We thank Attorney General Jeff Sessions for his service, and wish him well! A permanent replacement will be nominated at a later date.
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 7, 2018