Greinir frá hjónabandserfiðleikum og að dæturnar hafi fæðst eftir glasafrjóvgun Atli Ísleifsson skrifar 9. nóvember 2018 15:19 Michelle Obama, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna. Barack Obama gegndi embætti forseta á árunum 2009 til 2017. Getty/Marla Aufmuth Michelle Obama, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjunum, segir frá hjónabandserfiðleikum þeirra Barack Obama í nýrri sjálfsævisögu hennar sem kemur út í dag. Michelle segir enn fremur frá því að dætur þeirra hjóna hafi fæðst eftir glasafrjóvgun. Í bókinni segir hún frá því að þau hjónin hafi farið til hjónabandsráðgjafa eftir að hann tók sæti á ríkisþinginu í Illinois.Týnd og ein á bátiBBC greinir frá því að í bókinni, Becoming, Mrs Obama, segir forsetafrúin fyrrverandi frá því að hún hafi misst fóstur fyrir tuttugu árum og að á þeim tíma hafi finnst hún vera „týnd og ein á báti“. „Mér leið eins og ég hafi brugðist þar sem ég vissi ekkert um það hvað það væri algengt að missa fóstur þar sem við ræðum ekki um það […] Við sitjum í sársauka, hugsandi að við séum á einhver hátt gölluð,“ segir Michelle og bætir við að nauðsynlegt sé að ræða við ungar konur um hve algengt það er að missa fóstur.Glasafrjóvgun Eftir að hún varð 34 ára gömul hafi hún gert sér grein fyrir því að eggjaframleiðsla konu sé takmörkuð og hafi hún í kjölfarið tekið ákvörðun um að leita sér aðstoðar. Dætur þeirra, þær Malia og Sasha, voru svo báðar getin með glasafrjóvgun. „Ég tel það vera það versta sem við konur getum gert við hvor aðra, að deila ekki sannleikanum um líkama okkar og hvernig þeir starfa,“ sagði Obama í viðtali á ABC í morgun þar sem bókin var til umræðu.Mun aldrei fyrirgefa Trump Í bókinni ræðir Obama einnig eftirmann eiginmanns síns í stóli forseta, Donald Trump. Hún segist aldrei munu fyrirgefa Trump fyrir að styðja við bakið á „birther“-hreyfingunni, sem talaði fyrir því að Barack Obama hafi raunverulega ekki fæðst í Bandaríkjunum. Með fálflutningi sínum hafi hann verið að stofna lífi Obama-fjölskyldunnar í hættu.Að neðan má sjá viðtal fréttamanns ABC við Michelle Obama í morgun..@MichelleObama opens up to @RobinRoberts in revealing new interview; says she felt "lost and alone” after suffering miscarriage 20 years ago. Watch @ABC special covering her journey to motherhood and more from her memoir, "Becoming," Sunday night 9/8c. https://t.co/ONXwpuZ3WF pic.twitter.com/1Teb5ycWIe— Good Morning America (@GMA) November 9, 2018 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Michelle Obama, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjunum, segir frá hjónabandserfiðleikum þeirra Barack Obama í nýrri sjálfsævisögu hennar sem kemur út í dag. Michelle segir enn fremur frá því að dætur þeirra hjóna hafi fæðst eftir glasafrjóvgun. Í bókinni segir hún frá því að þau hjónin hafi farið til hjónabandsráðgjafa eftir að hann tók sæti á ríkisþinginu í Illinois.Týnd og ein á bátiBBC greinir frá því að í bókinni, Becoming, Mrs Obama, segir forsetafrúin fyrrverandi frá því að hún hafi misst fóstur fyrir tuttugu árum og að á þeim tíma hafi finnst hún vera „týnd og ein á báti“. „Mér leið eins og ég hafi brugðist þar sem ég vissi ekkert um það hvað það væri algengt að missa fóstur þar sem við ræðum ekki um það […] Við sitjum í sársauka, hugsandi að við séum á einhver hátt gölluð,“ segir Michelle og bætir við að nauðsynlegt sé að ræða við ungar konur um hve algengt það er að missa fóstur.Glasafrjóvgun Eftir að hún varð 34 ára gömul hafi hún gert sér grein fyrir því að eggjaframleiðsla konu sé takmörkuð og hafi hún í kjölfarið tekið ákvörðun um að leita sér aðstoðar. Dætur þeirra, þær Malia og Sasha, voru svo báðar getin með glasafrjóvgun. „Ég tel það vera það versta sem við konur getum gert við hvor aðra, að deila ekki sannleikanum um líkama okkar og hvernig þeir starfa,“ sagði Obama í viðtali á ABC í morgun þar sem bókin var til umræðu.Mun aldrei fyrirgefa Trump Í bókinni ræðir Obama einnig eftirmann eiginmanns síns í stóli forseta, Donald Trump. Hún segist aldrei munu fyrirgefa Trump fyrir að styðja við bakið á „birther“-hreyfingunni, sem talaði fyrir því að Barack Obama hafi raunverulega ekki fæðst í Bandaríkjunum. Með fálflutningi sínum hafi hann verið að stofna lífi Obama-fjölskyldunnar í hættu.Að neðan má sjá viðtal fréttamanns ABC við Michelle Obama í morgun..@MichelleObama opens up to @RobinRoberts in revealing new interview; says she felt "lost and alone” after suffering miscarriage 20 years ago. Watch @ABC special covering her journey to motherhood and more from her memoir, "Becoming," Sunday night 9/8c. https://t.co/ONXwpuZ3WF pic.twitter.com/1Teb5ycWIe— Good Morning America (@GMA) November 9, 2018
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira