Nýr dómsmálaráðherra Trump var stjórnarmeðlimur í fyrirtæki sem svindlaði á fólki Samúel Karl Ólason skrifar 9. nóvember 2018 16:51 Matthew Whitaker, starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. AP/Charlie Neibergall Matthew Whitaker, sem er nú starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, var stjórnarformaður í fyrirtæki sem Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna sagði vera svindl og lokaði. Fyrirtækið, World Patent Marketing, á að hafa svikið fúlgur fjár af fólki og var lokað í fyrra. Miami New Times segir Whitaker einnig hafa sent einum af viðskiptavinum fyrirtækisins hótun í tölvupóst eftir að viðskiptavinurinn kvartaði yfir því að hafa ekki fengið þá þjónustu sem hann borgaði fyrir.Scott Cooper, stofnandi og forstjóri fyrirtækisins, lagði 2,600 dali til kosningasjóðs Whitaker þegar hann reyndi að komast á þing árið 2014. Þá greiddi fyrirtækið Whitaker um tíu þúsund dali áður en því var lokað. Eftir að tilraun Whitaker til að komast á þing misheppnaðist gekk hann til liðs við stjórn WPM. „Ég myndi einungis ganga til liðs við fyrsta flokks samtök,“ sagði Whitaker í fréttatilkynningu á sínum tíma, samkvæmt Washington Post.World Patent Marketing safnaði nærri því 26 milljónum dala í tekjur með því að lofa uppfinningarmönnum meðal annars að selja vörur þeirra.Notuðu stjórnarmeðlimi til að laða viðskiptavini að Fyrirtækið laðaði að sér viðskiptavini með því að vísa til stjórnar þess. Þar sem Whitaker sat, auk annarra. Forstjórinn notaði stjórnina til dæmis til þess að svara gagnrýni á fyrirtækið. Þegar einn óánægður viðskiptavinur sakaði Cooper um svik svaraði hann á þá leið að ef hann væri svikahrappur væri þetta fólk ekki í stjórn fyrirtækisins. „Við erum með fyrrverandi ríkissaksóknarar, meðlimi úr ráðgjafaráði Obama, hershöfðingja, fræga lækn. Hugsaðu út í það,“ skrifaði Cooper.Sjá einnig: Eftirmaður Sessions hefur örlög Rússarannsóknarinnar í höndum sérNew Times segir að þrátt fyrir að WPM hafi lofað mikilli þjónustu og stært sig af meintri velgengni, hafi viðskiptavinir þess nánast enga þjónustu fengið.Þegar viðskiptavinirnir kvörtuðu svaraði Cooper með hótunum og meðal annars hótaði hann að siga öryggisvörðum, sem hefðu fengið þjálfun í Krav Maga, á fólk.Notaði fyrrverandi stöðu sína til hótunar Whitaker sjálfur svaraði einum óánægðum viðskiptavini. Eftir að viðskiptavinurinn hafði hótað að kæra WPM sagði Whitaker, sem var þá fyrrverandi ríkissaksóknari og minntist hann á það í póstinum, að það myndi hafa mjög alvarlega lagalegar afleiðingar fyrir viðskiptavininn. Fjármálaeftirlitið segir þúsundir manna hafa orðið fyrir barðinu á WPM. Einhverjir hafi tapað allt að 400 þúsund dölum og aðrir öllu sparifé þeirra. Í samtali við Washington Post segja fyrrverandi viðskiptavinir, eða ef til vill fórnarlömb, WPM að þeim sárni við það að Whitaker sé nú starfandi dómsmálaráðherra. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Matthew Whitaker, sem er nú starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, var stjórnarformaður í fyrirtæki sem Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna sagði vera svindl og lokaði. Fyrirtækið, World Patent Marketing, á að hafa svikið fúlgur fjár af fólki og var lokað í fyrra. Miami New Times segir Whitaker einnig hafa sent einum af viðskiptavinum fyrirtækisins hótun í tölvupóst eftir að viðskiptavinurinn kvartaði yfir því að hafa ekki fengið þá þjónustu sem hann borgaði fyrir.Scott Cooper, stofnandi og forstjóri fyrirtækisins, lagði 2,600 dali til kosningasjóðs Whitaker þegar hann reyndi að komast á þing árið 2014. Þá greiddi fyrirtækið Whitaker um tíu þúsund dali áður en því var lokað. Eftir að tilraun Whitaker til að komast á þing misheppnaðist gekk hann til liðs við stjórn WPM. „Ég myndi einungis ganga til liðs við fyrsta flokks samtök,“ sagði Whitaker í fréttatilkynningu á sínum tíma, samkvæmt Washington Post.World Patent Marketing safnaði nærri því 26 milljónum dala í tekjur með því að lofa uppfinningarmönnum meðal annars að selja vörur þeirra.Notuðu stjórnarmeðlimi til að laða viðskiptavini að Fyrirtækið laðaði að sér viðskiptavini með því að vísa til stjórnar þess. Þar sem Whitaker sat, auk annarra. Forstjórinn notaði stjórnina til dæmis til þess að svara gagnrýni á fyrirtækið. Þegar einn óánægður viðskiptavinur sakaði Cooper um svik svaraði hann á þá leið að ef hann væri svikahrappur væri þetta fólk ekki í stjórn fyrirtækisins. „Við erum með fyrrverandi ríkissaksóknarar, meðlimi úr ráðgjafaráði Obama, hershöfðingja, fræga lækn. Hugsaðu út í það,“ skrifaði Cooper.Sjá einnig: Eftirmaður Sessions hefur örlög Rússarannsóknarinnar í höndum sérNew Times segir að þrátt fyrir að WPM hafi lofað mikilli þjónustu og stært sig af meintri velgengni, hafi viðskiptavinir þess nánast enga þjónustu fengið.Þegar viðskiptavinirnir kvörtuðu svaraði Cooper með hótunum og meðal annars hótaði hann að siga öryggisvörðum, sem hefðu fengið þjálfun í Krav Maga, á fólk.Notaði fyrrverandi stöðu sína til hótunar Whitaker sjálfur svaraði einum óánægðum viðskiptavini. Eftir að viðskiptavinurinn hafði hótað að kæra WPM sagði Whitaker, sem var þá fyrrverandi ríkissaksóknari og minntist hann á það í póstinum, að það myndi hafa mjög alvarlega lagalegar afleiðingar fyrir viðskiptavininn. Fjármálaeftirlitið segir þúsundir manna hafa orðið fyrir barðinu á WPM. Einhverjir hafi tapað allt að 400 þúsund dölum og aðrir öllu sparifé þeirra. Í samtali við Washington Post segja fyrrverandi viðskiptavinir, eða ef til vill fórnarlömb, WPM að þeim sárni við það að Whitaker sé nú starfandi dómsmálaráðherra.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira