Fyrrverandi lögmaður Trump skráir sig í Demókrataflokkinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. október 2018 23:30 Michael Cohen hljóðritaði fundi sína með Donald Trump. Getty/Yana Paskova Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, skráði sig að nýju í Demókrataflokkinn í dag, fimmtudag. Cohen og Trump hafa eldað grátt silfur saman síðan samstarfi þeirra lauk fyrr á þessu ári. Lanny Davis, verjandi Cohens, tilkynnti um ákvörðun Cohens á Twitter-reikningi sínum í dag. Davis sagði í færslunni að með skráningunni vildi Cohen breikka bilið á milli sín og ríkisstjórnar Trumps. Cohen endurtísti færslunni á Twitter-reikningi sínum í kjölfarið.2-Today, @MichaelCohen212 returning to the #Democratic Party another step in his journey that began with the @ABC @GStephanopolous Cohen putting family and country first -distancing himself from the values of the current Admin - Can't wait for his first interview! #StayTuned— Lanny Davis (@LannyDavis) October 11, 2018 Cohen hafði verið skráður í Demókrataflokkinn um árabil áður en hann byrjaði að starfa fyrir Donald Trump. „Það þurfti stórkostlegan mann til að fá mig til að skipta,“ skrifaði Cohen í Twitter-færslu í mars í fyrra, þar sem hann tilkynnti jafnframt um skráningu sína í Repúblikanaflokkinn. Cohen játaði í ágúst að hafa gerst sekur um umfangsmikil skatt-og fjársvik og brot á kosningalögum. Hann gekkst við því að hafa greitt klámstjörnunni og athafnakonunni Stormy Daniels og fyrirsætunni Karen McDougal samtals 280 þúsund bandaríkjadali til að þagga niður í þeim. Hann hafi talið að frásagnir þeirra um að hafa stundað kynlíf með Donald Trump Bandaríkjaforseta myndu hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. Gert er ráð fyrir því að dómur verði kveðinn upp í máli Cohens þann 12. desember næstkomandi. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Líkir „óvenjulegum“ getnaðarlim Trumps við svepp í nýrri bók Bókin ber heitið Full Disclosure en Daniels tilkynnti um útgáfu hennar í síðustu viku. 18. september 2018 14:09 Trump og Cohen vilja rifta þagnarsamkomulaginu Fyrr á þessu ári stefndi Stormy Daniels Bandaríkjaforseta. Hún sagði samninginn vera merkingarlausan með vísan til þess að Donald Trump hefði sjálfur aldrei skrifað undir hann. Trump kveðst sammála Daniels. 9. september 2018 07:56 Trump segir sekt Cohens smámál Böndin berast að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, eftir sakfellingu Pauls Manafort, áður kosningastjóra hans, og játningu Michaels Cohen, fyrrverandi lögmanns forsetans. 23. ágúst 2018 05:00 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Fleiri fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Sjá meira
Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, skráði sig að nýju í Demókrataflokkinn í dag, fimmtudag. Cohen og Trump hafa eldað grátt silfur saman síðan samstarfi þeirra lauk fyrr á þessu ári. Lanny Davis, verjandi Cohens, tilkynnti um ákvörðun Cohens á Twitter-reikningi sínum í dag. Davis sagði í færslunni að með skráningunni vildi Cohen breikka bilið á milli sín og ríkisstjórnar Trumps. Cohen endurtísti færslunni á Twitter-reikningi sínum í kjölfarið.2-Today, @MichaelCohen212 returning to the #Democratic Party another step in his journey that began with the @ABC @GStephanopolous Cohen putting family and country first -distancing himself from the values of the current Admin - Can't wait for his first interview! #StayTuned— Lanny Davis (@LannyDavis) October 11, 2018 Cohen hafði verið skráður í Demókrataflokkinn um árabil áður en hann byrjaði að starfa fyrir Donald Trump. „Það þurfti stórkostlegan mann til að fá mig til að skipta,“ skrifaði Cohen í Twitter-færslu í mars í fyrra, þar sem hann tilkynnti jafnframt um skráningu sína í Repúblikanaflokkinn. Cohen játaði í ágúst að hafa gerst sekur um umfangsmikil skatt-og fjársvik og brot á kosningalögum. Hann gekkst við því að hafa greitt klámstjörnunni og athafnakonunni Stormy Daniels og fyrirsætunni Karen McDougal samtals 280 þúsund bandaríkjadali til að þagga niður í þeim. Hann hafi talið að frásagnir þeirra um að hafa stundað kynlíf með Donald Trump Bandaríkjaforseta myndu hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. Gert er ráð fyrir því að dómur verði kveðinn upp í máli Cohens þann 12. desember næstkomandi.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Líkir „óvenjulegum“ getnaðarlim Trumps við svepp í nýrri bók Bókin ber heitið Full Disclosure en Daniels tilkynnti um útgáfu hennar í síðustu viku. 18. september 2018 14:09 Trump og Cohen vilja rifta þagnarsamkomulaginu Fyrr á þessu ári stefndi Stormy Daniels Bandaríkjaforseta. Hún sagði samninginn vera merkingarlausan með vísan til þess að Donald Trump hefði sjálfur aldrei skrifað undir hann. Trump kveðst sammála Daniels. 9. september 2018 07:56 Trump segir sekt Cohens smámál Böndin berast að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, eftir sakfellingu Pauls Manafort, áður kosningastjóra hans, og játningu Michaels Cohen, fyrrverandi lögmanns forsetans. 23. ágúst 2018 05:00 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Fleiri fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Sjá meira
Líkir „óvenjulegum“ getnaðarlim Trumps við svepp í nýrri bók Bókin ber heitið Full Disclosure en Daniels tilkynnti um útgáfu hennar í síðustu viku. 18. september 2018 14:09
Trump og Cohen vilja rifta þagnarsamkomulaginu Fyrr á þessu ári stefndi Stormy Daniels Bandaríkjaforseta. Hún sagði samninginn vera merkingarlausan með vísan til þess að Donald Trump hefði sjálfur aldrei skrifað undir hann. Trump kveðst sammála Daniels. 9. september 2018 07:56
Trump segir sekt Cohens smámál Böndin berast að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, eftir sakfellingu Pauls Manafort, áður kosningastjóra hans, og játningu Michaels Cohen, fyrrverandi lögmanns forsetans. 23. ágúst 2018 05:00