Tilfinningar og eiginhagsmunir Lára G. Sigurðardóttir skrifar 12. október 2018 21:30 Þeir eru þingmennirnir sem byggja vinnuaðferðir sínar á tilfinningum eins og „[ég] óttast ekki að allt fari á hliðina“ og eiginhagsmunum eins og „ég vil geta keypt hvítvín á sunnudegi þegar mér dettur í hug að elda humar.“ Nú gera þingmenn þessir enn aðra tilraunina til að koma vímuefni í matvörubúðir. Þá skiptir engu máli þótt Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO), Landlæknir og aðrir heilbrigðisstarfsmenn hvetji þá til að henda frumvarpinu. Þá skiptir engu þótt Samgöngustofa lýsi áhyggjum af mikilli aukningu umferðarslysa vegna vímuefnaaksturs. Þá skiptir engu þótt áfengisneysla sé algengasta dánarorsök ungra karla í Evrópu. Og þá skiptir engu þótt meirihluti landsmanna vilji ekki áfengi í matvöruverslanir. Þingmennirnir viðurkenna að áfengisneysla muni aukast en reyna að sannfæra okkur um að allt verði í lagi því áhersla verði lögð á forvarnir og fræðslu. Ef þeir myndu lesa stefnu velferðarráðuneytisins í áfengis- og vímuefnavörnum til ársins 2020 kæmust þeir fljótt að því að takmörkun á sölu áfengis (t.d. að selja áfengi í sérverslunum en ekki matvörubúðum) er árangursríkasta forvarnaraðgerðin! Sú stefna er ekki gripin úr lausu lofti eins og tilfinning þingmannanna heldur samrýmist vísindalegum staðreyndum sem unnið hefur verið út frá í 40 ár hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO). Það er ógnvænlegt til þess að hugsa að þingmenn kynni sér ekki nógu vel málefni sem þeir standa fyrir því eitt svona frumvarp getur valdið gríðarlegri afturför í lýðheilsu landsins. Þingmenn eiga að afla þekkingar við vinnu sína líkt og aðrar stéttir samfélagsins og gera greinarmun á tilfinningum og staðreyndum. Ef við viljum hafa umhverfi okkar og samfélag sem heilbrigðast þá þarf að halda áfram þeirri vinnu að minnka skaðann sem áfengi veldur samfélaginu en ekki setja eiginhagsmuni og tilfinningar fram fyrir hagsmuni samfélagsins og niðurstöður vísindarannsókna.Höfundur er læknir og doktor í lýðheilsuvísindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þeir eru þingmennirnir sem byggja vinnuaðferðir sínar á tilfinningum eins og „[ég] óttast ekki að allt fari á hliðina“ og eiginhagsmunum eins og „ég vil geta keypt hvítvín á sunnudegi þegar mér dettur í hug að elda humar.“ Nú gera þingmenn þessir enn aðra tilraunina til að koma vímuefni í matvörubúðir. Þá skiptir engu máli þótt Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO), Landlæknir og aðrir heilbrigðisstarfsmenn hvetji þá til að henda frumvarpinu. Þá skiptir engu þótt Samgöngustofa lýsi áhyggjum af mikilli aukningu umferðarslysa vegna vímuefnaaksturs. Þá skiptir engu þótt áfengisneysla sé algengasta dánarorsök ungra karla í Evrópu. Og þá skiptir engu þótt meirihluti landsmanna vilji ekki áfengi í matvöruverslanir. Þingmennirnir viðurkenna að áfengisneysla muni aukast en reyna að sannfæra okkur um að allt verði í lagi því áhersla verði lögð á forvarnir og fræðslu. Ef þeir myndu lesa stefnu velferðarráðuneytisins í áfengis- og vímuefnavörnum til ársins 2020 kæmust þeir fljótt að því að takmörkun á sölu áfengis (t.d. að selja áfengi í sérverslunum en ekki matvörubúðum) er árangursríkasta forvarnaraðgerðin! Sú stefna er ekki gripin úr lausu lofti eins og tilfinning þingmannanna heldur samrýmist vísindalegum staðreyndum sem unnið hefur verið út frá í 40 ár hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO). Það er ógnvænlegt til þess að hugsa að þingmenn kynni sér ekki nógu vel málefni sem þeir standa fyrir því eitt svona frumvarp getur valdið gríðarlegri afturför í lýðheilsu landsins. Þingmenn eiga að afla þekkingar við vinnu sína líkt og aðrar stéttir samfélagsins og gera greinarmun á tilfinningum og staðreyndum. Ef við viljum hafa umhverfi okkar og samfélag sem heilbrigðast þá þarf að halda áfram þeirri vinnu að minnka skaðann sem áfengi veldur samfélaginu en ekki setja eiginhagsmuni og tilfinningar fram fyrir hagsmuni samfélagsins og niðurstöður vísindarannsókna.Höfundur er læknir og doktor í lýðheilsuvísindum.
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar