Fyrstu formlegu viðræður Bandaríkjanna og Talibana Samúel Karl Ólason skrifar 13. október 2018 23:32 Zalmay Khalilzad sérstakur erindreki Bandaríkjanna í Afganistan. AP/Mary Altaffer Nýr erindreki Bandaríkjanna fundaði í fyrsta sinn með leiðtogum Talibana í Afganistan í gær. Talibanar segja að viðræðurnar muni halda áfram en þetta eru aðrar formlegu viðræður fylkinganna sem ætlað er að binda enda á átökin í landinu sem staðið hafa yfir í sautján ár. Viðræðurnar fór fram í Katar í gær. Erindrekinn, Zalmay Khalilzad, fæddist í Afganistan en er bandarískur ríkisborgari og var skipaður af Donald Trump fyrir um mánuði síðan. Hann og sjö aðrir Bandaríkjamenn funduðu með nokkrum leiðtogum Talibana og segja Talibanar að Khalilzad hafi rætt um að báðar fylkingar samþykktu sex mánaða vopnahlé. Talibanar fóru fram á að yfirvöld Afganistan slepptu vígamönnum þeirra úr haldi og að allir erlendir hermenn yfirgæfu landið. Ekki var komist að samkomulagi á fundinum en heimildarmaður Reuters meðal Talibana segir að til standi að funda aftur og finna lausn á átökunum. Áður en Khalilzad fundaði með Talibönum ferðaðist hann til Pakistan, Sameinuðu arabísku furstadæmanna og Sádi-Arabíu, þar sem hann ræddi við embættismenn um stöðuna í Afganistan. Þá ræddi hann við forseta Afganistan í dag og sagði honum frá fundinum í gær. Fyrstu formlegu viðræður Bandaríkjanna og Talibana fóru fram í sumar. Versnandi átök í landinu að undanförnu hafa leitt til þess að dregið hefur verið í efa að Bandaríkin og ríkisstjórn Afganistan geti í raun sigrað Talibana. Minnst átta þúsund almennir borgara hafa dáið eða særst í árásum á fyrstu níu mánuðum ársins. Afganistan Bandaríkin Katar Pakistan Tengdar fréttir Tugir hermanna í haldi Talibana Vígamenn Talibana hafa tekið yfir stjórn herstöðvar í norðurhluta Afganistan. 14. ágúst 2018 09:41 Mikið mannfall í bardögum í Afganistan Varnarmálaráðuneyti Afganistan segir minnst hundrað lögregluþjóna og hermenn hafa fallið í bardögum við Talibana í hinni mikilvægu borg Ghazni. 13. ágúst 2018 12:37 Tólf fórust í þyrluslysi í Afganistan Flestir hinna látnu voru afganskir hermenn. 2. september 2018 21:34 Sjö tíma umsátur í Kabúl Tveir vígamenn réðust á þjálfunarbúðir fyrir leyniþjónustu Afganistan. 16. ágúst 2018 14:41 Minnst 48 féllu í árás í Kabúl Talibanar þvertaka fyrir að hafa gert sjálfsmorðsárás á háskólanema. 15. ágúst 2018 14:28 Bandaríkin hætta stuðningi við Pakistan vegna vígamanna Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna hafa ákveðið að stöðva 300 milljóna dala fjárstuðning við Pakistan vegna aðgerðarleysis yfirvalda þar í landi varðandi vígahópa. 3. september 2018 16:30 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Fleiri fréttir Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Sjá meira
Nýr erindreki Bandaríkjanna fundaði í fyrsta sinn með leiðtogum Talibana í Afganistan í gær. Talibanar segja að viðræðurnar muni halda áfram en þetta eru aðrar formlegu viðræður fylkinganna sem ætlað er að binda enda á átökin í landinu sem staðið hafa yfir í sautján ár. Viðræðurnar fór fram í Katar í gær. Erindrekinn, Zalmay Khalilzad, fæddist í Afganistan en er bandarískur ríkisborgari og var skipaður af Donald Trump fyrir um mánuði síðan. Hann og sjö aðrir Bandaríkjamenn funduðu með nokkrum leiðtogum Talibana og segja Talibanar að Khalilzad hafi rætt um að báðar fylkingar samþykktu sex mánaða vopnahlé. Talibanar fóru fram á að yfirvöld Afganistan slepptu vígamönnum þeirra úr haldi og að allir erlendir hermenn yfirgæfu landið. Ekki var komist að samkomulagi á fundinum en heimildarmaður Reuters meðal Talibana segir að til standi að funda aftur og finna lausn á átökunum. Áður en Khalilzad fundaði með Talibönum ferðaðist hann til Pakistan, Sameinuðu arabísku furstadæmanna og Sádi-Arabíu, þar sem hann ræddi við embættismenn um stöðuna í Afganistan. Þá ræddi hann við forseta Afganistan í dag og sagði honum frá fundinum í gær. Fyrstu formlegu viðræður Bandaríkjanna og Talibana fóru fram í sumar. Versnandi átök í landinu að undanförnu hafa leitt til þess að dregið hefur verið í efa að Bandaríkin og ríkisstjórn Afganistan geti í raun sigrað Talibana. Minnst átta þúsund almennir borgara hafa dáið eða særst í árásum á fyrstu níu mánuðum ársins.
Afganistan Bandaríkin Katar Pakistan Tengdar fréttir Tugir hermanna í haldi Talibana Vígamenn Talibana hafa tekið yfir stjórn herstöðvar í norðurhluta Afganistan. 14. ágúst 2018 09:41 Mikið mannfall í bardögum í Afganistan Varnarmálaráðuneyti Afganistan segir minnst hundrað lögregluþjóna og hermenn hafa fallið í bardögum við Talibana í hinni mikilvægu borg Ghazni. 13. ágúst 2018 12:37 Tólf fórust í þyrluslysi í Afganistan Flestir hinna látnu voru afganskir hermenn. 2. september 2018 21:34 Sjö tíma umsátur í Kabúl Tveir vígamenn réðust á þjálfunarbúðir fyrir leyniþjónustu Afganistan. 16. ágúst 2018 14:41 Minnst 48 féllu í árás í Kabúl Talibanar þvertaka fyrir að hafa gert sjálfsmorðsárás á háskólanema. 15. ágúst 2018 14:28 Bandaríkin hætta stuðningi við Pakistan vegna vígamanna Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna hafa ákveðið að stöðva 300 milljóna dala fjárstuðning við Pakistan vegna aðgerðarleysis yfirvalda þar í landi varðandi vígahópa. 3. september 2018 16:30 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Fleiri fréttir Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Sjá meira
Tugir hermanna í haldi Talibana Vígamenn Talibana hafa tekið yfir stjórn herstöðvar í norðurhluta Afganistan. 14. ágúst 2018 09:41
Mikið mannfall í bardögum í Afganistan Varnarmálaráðuneyti Afganistan segir minnst hundrað lögregluþjóna og hermenn hafa fallið í bardögum við Talibana í hinni mikilvægu borg Ghazni. 13. ágúst 2018 12:37
Tólf fórust í þyrluslysi í Afganistan Flestir hinna látnu voru afganskir hermenn. 2. september 2018 21:34
Sjö tíma umsátur í Kabúl Tveir vígamenn réðust á þjálfunarbúðir fyrir leyniþjónustu Afganistan. 16. ágúst 2018 14:41
Minnst 48 féllu í árás í Kabúl Talibanar þvertaka fyrir að hafa gert sjálfsmorðsárás á háskólanema. 15. ágúst 2018 14:28
Bandaríkin hætta stuðningi við Pakistan vegna vígamanna Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna hafa ákveðið að stöðva 300 milljóna dala fjárstuðning við Pakistan vegna aðgerðarleysis yfirvalda þar í landi varðandi vígahópa. 3. september 2018 16:30