Kaþólska kirkjan tekur salvadorskan biskup í dýrlingatölu Kjartan Kjartansson skrifar 14. október 2018 09:48 Salvadorskur pílagrímur í bol með mynd af Oscar Romero á Péturtorgi í Páfagarði í morgun. Þúsundir Salvadora ferðuðust þangað tl að fylgja með því þegar Romero var tekinn í tölu dýrlinga. Vísir/EPA Frans páfi lýsti því yfir í morgun að Oscar Romero, erkibiskup El Salvadors, sem var myrtur af dauðasveitum árið 1980, hefði verið tekinn í dýrlingatölu kaþólsku kirkjunnar. Auk hans var Páll sjötti páfi og fimm aðrir lýstir dýrlingar. Um fimm þúsund Salvadorar höfðu ferðast til Rómar til að vera viðstaddir yfirlýsingu páfa. AP-fréttastofan segir að tugir þúsunda Salvadora hafi jafnframt vakað langt fram á nótt til að fylgjast með athöfninni í sjónvarpi og á risaskjám fyrir utan dómkirkjunar í San Salvador þar sem lík Romero liggur í grafhýsi. Romero var erkibiskup í San Salvador. Hann storkaði herforingjastjórn El Salvadors sem Bandaríkjastjórn studdi og talaði fyrir mannréttindum og réttindum fátæks fólks við upphaf blóðugs borgarastríðs sem geisaði í landinu frá 1980 til 1992. Í prédikunum sínum deildi Romero hart á herforingjastjórnina og vinstrisinnaða uppreisnarmenn og lýsti samstöðu með snauðum íbúum landsins. Varð hann að hetju margra í Rómönsku Ameríku fyrir vikið.Fólk vottar Romero virðingu sína viku eftir að hann var myrtur í mars árið 1980. Talið er að 75.000 manns hafi fallið í borgarastríðinu sem geisaði í tólf ár eftir dauða erkibiskupsins.Hægrisinnaðar dauðasveitir hliðhollar herforingjastjórninni skutu Romero til bana þegar hann þjónaði við messu í sjúkrahússkapellu árið 1980. Við athöfnina í morgun var Frans páfi með blóðugt belti Romero frá því að hann var skotinn niður og staf, kaleik og messuklæði Páls sjötta páfa. Kaþólska kirkjan tekur menn í dýrlingatölu meðal annars á grundvelli kraftaverka sem eiga að hafa orðið. Í tilfelli Romero er vísað til þess að kona sem var nálægt dauða í fæðingu hafi lifað af eftir að eiginmaður hennar ákallaði og bað til Romero, að því er segir í frétt Reuters. El Salvador Mið-Ameríka Trúmál Tengdar fréttir Páfi og erkibiskup meðal þeirra sem teknir verða í dýrlingatölu Frans páfi hefur ákveðið að taka fyrirrennara sinn auk fimm annarra í dýrlingatölu í október næstkomandi. 19. maí 2018 14:00 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira
Frans páfi lýsti því yfir í morgun að Oscar Romero, erkibiskup El Salvadors, sem var myrtur af dauðasveitum árið 1980, hefði verið tekinn í dýrlingatölu kaþólsku kirkjunnar. Auk hans var Páll sjötti páfi og fimm aðrir lýstir dýrlingar. Um fimm þúsund Salvadorar höfðu ferðast til Rómar til að vera viðstaddir yfirlýsingu páfa. AP-fréttastofan segir að tugir þúsunda Salvadora hafi jafnframt vakað langt fram á nótt til að fylgjast með athöfninni í sjónvarpi og á risaskjám fyrir utan dómkirkjunar í San Salvador þar sem lík Romero liggur í grafhýsi. Romero var erkibiskup í San Salvador. Hann storkaði herforingjastjórn El Salvadors sem Bandaríkjastjórn studdi og talaði fyrir mannréttindum og réttindum fátæks fólks við upphaf blóðugs borgarastríðs sem geisaði í landinu frá 1980 til 1992. Í prédikunum sínum deildi Romero hart á herforingjastjórnina og vinstrisinnaða uppreisnarmenn og lýsti samstöðu með snauðum íbúum landsins. Varð hann að hetju margra í Rómönsku Ameríku fyrir vikið.Fólk vottar Romero virðingu sína viku eftir að hann var myrtur í mars árið 1980. Talið er að 75.000 manns hafi fallið í borgarastríðinu sem geisaði í tólf ár eftir dauða erkibiskupsins.Hægrisinnaðar dauðasveitir hliðhollar herforingjastjórninni skutu Romero til bana þegar hann þjónaði við messu í sjúkrahússkapellu árið 1980. Við athöfnina í morgun var Frans páfi með blóðugt belti Romero frá því að hann var skotinn niður og staf, kaleik og messuklæði Páls sjötta páfa. Kaþólska kirkjan tekur menn í dýrlingatölu meðal annars á grundvelli kraftaverka sem eiga að hafa orðið. Í tilfelli Romero er vísað til þess að kona sem var nálægt dauða í fæðingu hafi lifað af eftir að eiginmaður hennar ákallaði og bað til Romero, að því er segir í frétt Reuters.
El Salvador Mið-Ameríka Trúmál Tengdar fréttir Páfi og erkibiskup meðal þeirra sem teknir verða í dýrlingatölu Frans páfi hefur ákveðið að taka fyrirrennara sinn auk fimm annarra í dýrlingatölu í október næstkomandi. 19. maí 2018 14:00 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira
Páfi og erkibiskup meðal þeirra sem teknir verða í dýrlingatölu Frans páfi hefur ákveðið að taka fyrirrennara sinn auk fimm annarra í dýrlingatölu í október næstkomandi. 19. maí 2018 14:00