Þúsund fermetrar sem eigendur þriggja einbýlishúsa hafa girt af Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. október 2018 16:12 Loftmynd af umræddu svæði. Vesturbæjarlaugin er sunnan við húsin þrjú á Einimel þar sem garðarnir teygja sig samanlagt um þúsund fermetra inn á túnið. Myndin er unnin úr Borgarvefsjá borgarinnar. Svæðið sem eigendur einbýlishúsa við Einimel 22, 24 og 26 hafa lagt undir sig í leyfisleysi er samanlagt um eitt þúsund fermetrar. Ljóst er að um mjög verðmætt grænt svæði er að ræða í höfuðborginni. Um er að ræða eitt af fáum grænum svæðum fyrir vestan læk auk þess sem fermetraverðið á svæðinu hefur löngum verið við það hæsta í borginni. Fjallað var um málið í Fréttablaðinu í morgun þar sem fram kom í máli verkefnisstjóra hjá borginni að nokkuð ljóst væri að við umrædd hús hefði fólk tekið sér land fyrir utan sín lóðarmörk. „Það er klárlega í andstöðu við gildandi deiliskipulag og liggja engar heimildir fyrir um þessa landtöku. Erindi hafa verið tekin fyrir hjá skipulagsyfirvöldum þar sem umræddir lóðarhafar hafa óskað eftir stækkun sinna lóða eða að taka umrætt landsvæði í fóstur, en þeim hefur alltaf verið svarað neikvætt,“ segir í svari verkefnisstjórans. Ekkert kemur þó fram um hver næstu skref verði, hvort fólk fái að halda lóðunum eða ekki. Jón Gnarr ætlaði að sleppa hundi sínum lausum á túninu en fékk vont augnaráð.Fréttablaðið/Stefán Hundskaðist með hundinn sinn Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, grínisti og hundaeigandi, er einn þeirra sem lýsir furðu á fósturtöku þriggja eigenda einbýlishúsa við Einimel í Vesturbæ Reykjavíkur. Ýmsar hugmyndir hafa verið uppi um nýtingu sundlaugatúnsins í gegnum tíðina. Meðal annars hefur frjálsíþróttadeild KR sýnt túninu áhuga og þá hefur verið rætt um stækkun í samvinnu við Vesturbæjarlaugina. Hundaeigendur eru reglulegir gestir á túninu þar sem þeir fara með hunda sína og leyfa þeim stundum að spretta úr spori. Það er þó ekki leyfilegt samkvæmt reglum um hundahald. „Það er alltaf athyglisvert þegar fólk slær svona eign sinni á almenningsrými og gerir það að sinni einkalóð. Þetta er alveg sérstök tegund af frekju,“ segir Jón í færslu á Facebook. „Ég fór þarna um daginn með hundinn minn og ætlaði að freista þess að leyfa honum að hlaupa þarna um. Kemur þá húsfreyja út úr einu húsinu og heldur en ekki ábúðarfull á svip, horfir hvössum og rannsakandi augum á mig og með hendur á mjöðmum og sá ég mér þann kost vænstan að hundskast burt.“ Jón segist ekki hafa skilið áhyggjur hennar enda sé lóðin hennar afgirt með hárri girðingu. „En ég skil það núna að hún telur sig líklega eiga tilkall til alls svæðisins eða vera einhvers konar verndari þess amk,“ segir Jón. Bessí Jóhannsdóttir. „Fátækt fólk yrði handtekið“ Bessí Jóhannsdóttir, fyrrverandi varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur búið í einu húsanna í áratug. Hún fullyrðir, þvert á svör verkefnastjórans, að fermetrarnir þúsund séu í fóstri hjá eigendum húsanna. Það þekkist í borginni að húsnæðiseigendur taki landssvæði í fóstur. Í þeim tilfellum eru svæðin þó einatt opin og hagur almennings að vel sér hugsað um svæðið sem nýtist öllum. Ekki girt kirfilega af líkt og í tilfelli húsanna þriggja á Einimel. Ýmsir tjá sig á vegg Jóns Gnarr um málið og grínast „fóstbróðir“ hans, grínistinn Þorsteinn Guðmundsson, með að Jón geti tekið hús konunnar í fóstur við tækifæri. Teitur Atlason segir mjög ósvífið af fólkinu að sölsa landið undir sig. „Hugsið ykkur ef eitthvað fátækt fólk myndi gera svona. Fólk yrði handtekið og vinnuflokkar sendir með hvelli til að rífa niður girðingar. Þetta er ósanngjarnt.“ Eftir því sem fréttastofa kemst næst hafa fermetrarnir þúsund verið afgirtir um árabil. Nágrannar hafa sent fyrirspurnir á Reykjavíkurborg en engin svör fengið. Loks lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, þeir Halldór Halldórsson og Kjartan Magnússon, fram fyrirspurn í borgarráði vegna málsins í maí síðastliðnum. Þeir eru hins vegar hvorugur lengur fulltrúar í borginni og óvíst hvort aðrir borgarfulltrúar hyggist taka málið lengra. Veistu meira um málið? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Borgarstjórn Reykjavík Deilur um Sundlaugartún Nágrannadeilur Tengdar fréttir Borgin telur land tekið án leyfis á Einimelnum Land utan við þrjú einbýlishús við Einimel hefur verið tekið af útvistarsvæði aftan við Vesturbæjarlaug og innlimað í lóðirnar í heimildarleysi. Þetta kom fram á fundi borgarráðs. Húseigandi segir hins vegar misskilning á ferðinn 15. október 2018 06:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Svæðið sem eigendur einbýlishúsa við Einimel 22, 24 og 26 hafa lagt undir sig í leyfisleysi er samanlagt um eitt þúsund fermetrar. Ljóst er að um mjög verðmætt grænt svæði er að ræða í höfuðborginni. Um er að ræða eitt af fáum grænum svæðum fyrir vestan læk auk þess sem fermetraverðið á svæðinu hefur löngum verið við það hæsta í borginni. Fjallað var um málið í Fréttablaðinu í morgun þar sem fram kom í máli verkefnisstjóra hjá borginni að nokkuð ljóst væri að við umrædd hús hefði fólk tekið sér land fyrir utan sín lóðarmörk. „Það er klárlega í andstöðu við gildandi deiliskipulag og liggja engar heimildir fyrir um þessa landtöku. Erindi hafa verið tekin fyrir hjá skipulagsyfirvöldum þar sem umræddir lóðarhafar hafa óskað eftir stækkun sinna lóða eða að taka umrætt landsvæði í fóstur, en þeim hefur alltaf verið svarað neikvætt,“ segir í svari verkefnisstjórans. Ekkert kemur þó fram um hver næstu skref verði, hvort fólk fái að halda lóðunum eða ekki. Jón Gnarr ætlaði að sleppa hundi sínum lausum á túninu en fékk vont augnaráð.Fréttablaðið/Stefán Hundskaðist með hundinn sinn Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, grínisti og hundaeigandi, er einn þeirra sem lýsir furðu á fósturtöku þriggja eigenda einbýlishúsa við Einimel í Vesturbæ Reykjavíkur. Ýmsar hugmyndir hafa verið uppi um nýtingu sundlaugatúnsins í gegnum tíðina. Meðal annars hefur frjálsíþróttadeild KR sýnt túninu áhuga og þá hefur verið rætt um stækkun í samvinnu við Vesturbæjarlaugina. Hundaeigendur eru reglulegir gestir á túninu þar sem þeir fara með hunda sína og leyfa þeim stundum að spretta úr spori. Það er þó ekki leyfilegt samkvæmt reglum um hundahald. „Það er alltaf athyglisvert þegar fólk slær svona eign sinni á almenningsrými og gerir það að sinni einkalóð. Þetta er alveg sérstök tegund af frekju,“ segir Jón í færslu á Facebook. „Ég fór þarna um daginn með hundinn minn og ætlaði að freista þess að leyfa honum að hlaupa þarna um. Kemur þá húsfreyja út úr einu húsinu og heldur en ekki ábúðarfull á svip, horfir hvössum og rannsakandi augum á mig og með hendur á mjöðmum og sá ég mér þann kost vænstan að hundskast burt.“ Jón segist ekki hafa skilið áhyggjur hennar enda sé lóðin hennar afgirt með hárri girðingu. „En ég skil það núna að hún telur sig líklega eiga tilkall til alls svæðisins eða vera einhvers konar verndari þess amk,“ segir Jón. Bessí Jóhannsdóttir. „Fátækt fólk yrði handtekið“ Bessí Jóhannsdóttir, fyrrverandi varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur búið í einu húsanna í áratug. Hún fullyrðir, þvert á svör verkefnastjórans, að fermetrarnir þúsund séu í fóstri hjá eigendum húsanna. Það þekkist í borginni að húsnæðiseigendur taki landssvæði í fóstur. Í þeim tilfellum eru svæðin þó einatt opin og hagur almennings að vel sér hugsað um svæðið sem nýtist öllum. Ekki girt kirfilega af líkt og í tilfelli húsanna þriggja á Einimel. Ýmsir tjá sig á vegg Jóns Gnarr um málið og grínast „fóstbróðir“ hans, grínistinn Þorsteinn Guðmundsson, með að Jón geti tekið hús konunnar í fóstur við tækifæri. Teitur Atlason segir mjög ósvífið af fólkinu að sölsa landið undir sig. „Hugsið ykkur ef eitthvað fátækt fólk myndi gera svona. Fólk yrði handtekið og vinnuflokkar sendir með hvelli til að rífa niður girðingar. Þetta er ósanngjarnt.“ Eftir því sem fréttastofa kemst næst hafa fermetrarnir þúsund verið afgirtir um árabil. Nágrannar hafa sent fyrirspurnir á Reykjavíkurborg en engin svör fengið. Loks lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, þeir Halldór Halldórsson og Kjartan Magnússon, fram fyrirspurn í borgarráði vegna málsins í maí síðastliðnum. Þeir eru hins vegar hvorugur lengur fulltrúar í borginni og óvíst hvort aðrir borgarfulltrúar hyggist taka málið lengra. Veistu meira um málið? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Borgarstjórn Reykjavík Deilur um Sundlaugartún Nágrannadeilur Tengdar fréttir Borgin telur land tekið án leyfis á Einimelnum Land utan við þrjú einbýlishús við Einimel hefur verið tekið af útvistarsvæði aftan við Vesturbæjarlaug og innlimað í lóðirnar í heimildarleysi. Þetta kom fram á fundi borgarráðs. Húseigandi segir hins vegar misskilning á ferðinn 15. október 2018 06:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Borgin telur land tekið án leyfis á Einimelnum Land utan við þrjú einbýlishús við Einimel hefur verið tekið af útvistarsvæði aftan við Vesturbæjarlaug og innlimað í lóðirnar í heimildarleysi. Þetta kom fram á fundi borgarráðs. Húseigandi segir hins vegar misskilning á ferðinn 15. október 2018 06:00
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent