Ólafur Ragnar: Framtíð Íslands best borgið utan ESB Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. október 2018 10:00 Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Íslands segir erfitt að sjá að nokkur geti fært fram sannfærandi rök fyrir því af hverju Íslendingar ættu að ganga í Evrópusambandið. Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali við Ólaf Ragnar í tilefni þess að tíu ár eru liðin frá alþjóðlegu fjármálakreppunni og bankahruninu á Íslandi. Ólafur Ragnar var forseti Íslands frá 1996-2016 og var í mörg ár alþingismaður og ráðherra þar á undan. Á Ísland að standa áfram utan við ESB? „Það hefur ávallt verið mín skoðun og það var ein af ástæðunum fyrir því að ég ákvað að opinberlega og alþjóðlega lýsa þeirri skoðun þrátt fyrir að þáverandi ríkisstjórn hefði samþykkt aðild að Evrópusambandinu. Á fyrstu árum mínum sem forseti fékk ég margar heimsóknir frá erlendum áhrifamönnum sem sögðu að Ísland þyrfti að ganga í Evrópusambandið þá, um síðustu aldamót, til að vera á undan Noregi. Til þess að við stæðum ekki uppi með það að Noregur væri búinn að móta sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins þegar við gengjum inn, ekki ef, heldur þegar. Núna vita auðvitað allir að Noregur er ekkert á leið inn í Evrópusambandið og það munu örugglega líða áratugir þangað til, ef einhvern tímann það gerist. Tony Blair hafði það sem meginþátt í sinni efnahagsstefnu á sínu fyrsta kjörtímabili að á öðru kjörtímabili myndi hann hafa forystu um það að Bretar gengju inn í evrusamstarfið. Það myndu allir hlæja að slíkri tillögu í Bretlandi núna og það sem meira er þá er Bretland á leiðinni út úr Evrópusambandinu. Þessar spár og þessi umræða, sem ég varð vitni að sjálfur á fyrstu árum mínum sem forseti, er auðvitað dæmi um það að þessir spádómar um að Evrópusambandið væri hin örugga framtíð og væri á beinni braut og allir yrðu að ganga þar inn ef þeir ætluðu sér að eiga einhverja sómasamlega framtíð, þetta hefur alltsaman reynst rangt. Þvert á móti sjáum við hér í Norður-Atlantshafi þar sem Íslendingar og Norðmenn hafa staðið utan, Grænlendingar og Færeyingar, öllum þessum þjóðum vegnar tiltölulega vel samanborið við þær þjóðir sem eru á meginlandi Evrópu og glíma við þau gríðarlegu vandamál sem Evrópusambandið glímir við þar. Þannig að ég á mjög bágt með að sjá það að einhver geti fært fram í dag einhverjar sannfærandi röksemdir fyrir því að af hverju, út frá íslenskum hagsmunum, við ættum að ganga í Evrópusambandið,“ segir Ólafur. Sjá má viðtalið við Ólaf í heild sinni hér fyrir neðan. Evrópusambandið Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Íslands segir erfitt að sjá að nokkur geti fært fram sannfærandi rök fyrir því af hverju Íslendingar ættu að ganga í Evrópusambandið. Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali við Ólaf Ragnar í tilefni þess að tíu ár eru liðin frá alþjóðlegu fjármálakreppunni og bankahruninu á Íslandi. Ólafur Ragnar var forseti Íslands frá 1996-2016 og var í mörg ár alþingismaður og ráðherra þar á undan. Á Ísland að standa áfram utan við ESB? „Það hefur ávallt verið mín skoðun og það var ein af ástæðunum fyrir því að ég ákvað að opinberlega og alþjóðlega lýsa þeirri skoðun þrátt fyrir að þáverandi ríkisstjórn hefði samþykkt aðild að Evrópusambandinu. Á fyrstu árum mínum sem forseti fékk ég margar heimsóknir frá erlendum áhrifamönnum sem sögðu að Ísland þyrfti að ganga í Evrópusambandið þá, um síðustu aldamót, til að vera á undan Noregi. Til þess að við stæðum ekki uppi með það að Noregur væri búinn að móta sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins þegar við gengjum inn, ekki ef, heldur þegar. Núna vita auðvitað allir að Noregur er ekkert á leið inn í Evrópusambandið og það munu örugglega líða áratugir þangað til, ef einhvern tímann það gerist. Tony Blair hafði það sem meginþátt í sinni efnahagsstefnu á sínu fyrsta kjörtímabili að á öðru kjörtímabili myndi hann hafa forystu um það að Bretar gengju inn í evrusamstarfið. Það myndu allir hlæja að slíkri tillögu í Bretlandi núna og það sem meira er þá er Bretland á leiðinni út úr Evrópusambandinu. Þessar spár og þessi umræða, sem ég varð vitni að sjálfur á fyrstu árum mínum sem forseti, er auðvitað dæmi um það að þessir spádómar um að Evrópusambandið væri hin örugga framtíð og væri á beinni braut og allir yrðu að ganga þar inn ef þeir ætluðu sér að eiga einhverja sómasamlega framtíð, þetta hefur alltsaman reynst rangt. Þvert á móti sjáum við hér í Norður-Atlantshafi þar sem Íslendingar og Norðmenn hafa staðið utan, Grænlendingar og Færeyingar, öllum þessum þjóðum vegnar tiltölulega vel samanborið við þær þjóðir sem eru á meginlandi Evrópu og glíma við þau gríðarlegu vandamál sem Evrópusambandið glímir við þar. Þannig að ég á mjög bágt með að sjá það að einhver geti fært fram í dag einhverjar sannfærandi röksemdir fyrir því að af hverju, út frá íslenskum hagsmunum, við ættum að ganga í Evrópusambandið,“ segir Ólafur. Sjá má viðtalið við Ólaf í heild sinni hér fyrir neðan.
Evrópusambandið Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Sjá meira