Hjúkrunarheimilið LSH Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 18. október 2018 10:00 Um þessar mundir erum við Íslendingar að ráðast í eina stærstu og mikilvægustu framkvæmd er varðar uppbyggingu heilbrigðiskerfis þjóðarinnar. Skóflustungur að nýjum meðferðarkjarna voru teknar um liðna helgi. Margt merkra kvenna og karla kom þar að. Í nýlegum föstudagspistli forstjóra Landspítalans kom fram að 130 einstaklingar liggja á Landspítalanum sem hafa þegar fengið greiningu og meðferð en bíða hjúkrunarheimilis eða annarra úrræða. Þetta er auðvitað ástand sem við getum ekki sætt okkur við og ástæðurnar eru æði margar. Í fyrsta lagi eru þessir sjúklingar kynslóðin sem fæddist á millistríðsárunum og kom okkur áfram og byggði þetta land upp í þeirri mynd sem það er í dag. Með því að liggja á bráðadeild sjúkrahúss í stað þess að njóta endurhæfingar og hjúkrunar við hæfi eru þessir einstaklingar alls ekki að fá þá heilbrigðisþjónustu sem þeim ber. Þau eiga mun betra skilið. Í öðru lagi er um háskólasjúkrahús að ræða þar sem kennsla heilbrigðisstétta fer fram og vísindastarf á að blómstra en ekki hjúkrunarheimili. Í þriðja lagi er vandinn skortur á hjúkrunarfræðingum og að innlagnarplássum er fækkað því ekki finnst fólk til að starfa á deildum sjúkrahússins. Fréttir af fyrirhugaðri lokun hjartagáttar þann 1. des. nk. bera vitni um það. Mönnunarvandinn Það er mikilvægt að velta því fyrir sér af hverju þessi mikli mönnunarvandi er til kominn. Þegar ég var læknanemi fyrir þremur áratugum voru fréttir fluttar af því að tekist hefði að stytta biðtíma á slysadeild Borgarspítalans niður í 55 mínútur og í sömu frétt var talað um að allar stöður hjúkrunarfræðinga á sjúkrahúsinu væru mannaðar og sumar deildir jafnvel yfirmannaðar. Nú er tíðin önnur. Hvers vegna hafa hjúkrunarfræðingar valið að leita í önnur störf sem eru betur greidd, álagið minna og vinnutíminn styttri? Þessari þróun verður að snúa við. Tryggja þarf að þeir sem hafa menntað sig til þess að sinna hjúkrun hafi löngun til að starfa á stærsta vinnustað landsins. Í raun ætti það að vera eftirsóknarvert að fá að starfa á slíkum stað. Allt frá hruni hefur starfsfólkið á gólfinu verið látið hlaupa hraðar og álagið aukist jafnt og þétt með auknum samdrætti. Þá leitar fólk auðvitað í önnur störf. Einnig hafa kærumál fælt fólk frá því að vinna við þessi ábyrgðarmiklu störf. Stjórnvöld verða að átta sig á þessari þróun og gera allt sem þau geta til að hlúa að þeim dýrmæta mannauði sem í heilbrigðiskerfinu starfar. Til að leita lausna og losa um þá stíflu sem stöðugt er fjallað um í fréttum gætum við tekið upp skandinavískar aðferðir. Þar tíðkast víða að þegar sjúklingur er útskriftarfær þá ber sveitarfélagi viðkomandi að veita honum þjónustu. Ef það er ekki gert þá koma til dagsektir. Auðvitað þarf þá að tryggja sveitarfélögum fjármagn til að byggja hjúkrunarheimili og tryggja mönnun þeirra. Foreldrar okkar eiga það sannarlega skilið að þeirra umönnun sé fyrsta flokks. Íslenska heilbrigðiskerfið þarf á öllum íslenskum hjúkrunarfræðingum að halda. Til að fá þá hátt í þúsund hjúkrunarfræðinga sem í dag sinna öðrum störfum aftur til starfa þarf að minnka vinnuálag, styðja við þá sem í áföllum lenda í sínu starfi en ekki bregðast við með ásökunum og ákærum. Hækka þarf launin í samræmi við almennan vinnumarkað en þar sefur fólk oftast heima hjá sér og á frí á rauðum dögum en við sem störfum í heilbrigðiskerfinu gerum það ekki. Nú þegar farið verður að höggva í klöppina við Hringbraut og byggja meðferðarkjarnann er það einlæg von mín að þeir sem til okkar leita komist þangað greiðlega. Einnig að ónæði af framkvæmdunum trufli ekki meðferð og líðan sjúklinga. Síðast en ekki síst er mikilvægt að þeir sem vinna á gólfinu fái nákvæmar upplýsingar um hvað í vændum sé og hvenær truflun og hávaði verði, því annars leitar fólk í önnur störf, það höfum við áður séð. Megi okkur auðnast að komast í gegnum þessar framkvæmdir án skaða. Megi hjúkrunarheimilið LSH verða háskólasjúkrahús þar sem fólk fær greiða þjónustu en bíður ekki á bráðadeild eftir betri úrræðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ebba Margrét Magnúsdóttir Mest lesið Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður Guðni Ívar Guðmundsson Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda? Þórkatla Eggerz Tinnudóttir Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen Skoðun Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu Einar Mikael Sverrisson Skoðun Fæðuöryggi – Er það eitthvað mál? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras Skoðun Skoðun Skoðun Að lesa Biblíuna eins og Njálu Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Þora ekki í skólann Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Græn borg Auður Elva Kjartansdóttir skrifar Skoðun Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda? Þórkatla Eggerz Tinnudóttir skrifar Skoðun Fæðuöryggi – Er það eitthvað mál? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður Guðni Ívar Guðmundsson skrifar Skoðun Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen skrifar Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson skrifar Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Öryggi, jafnrétti og framfarir á vorþingi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Mun HÍ fara að samkeppnislögum? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Innviðaskuld. Tifandi tímasprengja? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Gervigreind: Hraðall þekkingar – en ekki gallalaus Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun „Þú veist, herra, að líf hunda er betra en líf okkar á Gaza“ Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson skrifar Skoðun „Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson skrifar Skoðun Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar misvitringar leika listina að ljúga Kristján Logason skrifar Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir erum við Íslendingar að ráðast í eina stærstu og mikilvægustu framkvæmd er varðar uppbyggingu heilbrigðiskerfis þjóðarinnar. Skóflustungur að nýjum meðferðarkjarna voru teknar um liðna helgi. Margt merkra kvenna og karla kom þar að. Í nýlegum föstudagspistli forstjóra Landspítalans kom fram að 130 einstaklingar liggja á Landspítalanum sem hafa þegar fengið greiningu og meðferð en bíða hjúkrunarheimilis eða annarra úrræða. Þetta er auðvitað ástand sem við getum ekki sætt okkur við og ástæðurnar eru æði margar. Í fyrsta lagi eru þessir sjúklingar kynslóðin sem fæddist á millistríðsárunum og kom okkur áfram og byggði þetta land upp í þeirri mynd sem það er í dag. Með því að liggja á bráðadeild sjúkrahúss í stað þess að njóta endurhæfingar og hjúkrunar við hæfi eru þessir einstaklingar alls ekki að fá þá heilbrigðisþjónustu sem þeim ber. Þau eiga mun betra skilið. Í öðru lagi er um háskólasjúkrahús að ræða þar sem kennsla heilbrigðisstétta fer fram og vísindastarf á að blómstra en ekki hjúkrunarheimili. Í þriðja lagi er vandinn skortur á hjúkrunarfræðingum og að innlagnarplássum er fækkað því ekki finnst fólk til að starfa á deildum sjúkrahússins. Fréttir af fyrirhugaðri lokun hjartagáttar þann 1. des. nk. bera vitni um það. Mönnunarvandinn Það er mikilvægt að velta því fyrir sér af hverju þessi mikli mönnunarvandi er til kominn. Þegar ég var læknanemi fyrir þremur áratugum voru fréttir fluttar af því að tekist hefði að stytta biðtíma á slysadeild Borgarspítalans niður í 55 mínútur og í sömu frétt var talað um að allar stöður hjúkrunarfræðinga á sjúkrahúsinu væru mannaðar og sumar deildir jafnvel yfirmannaðar. Nú er tíðin önnur. Hvers vegna hafa hjúkrunarfræðingar valið að leita í önnur störf sem eru betur greidd, álagið minna og vinnutíminn styttri? Þessari þróun verður að snúa við. Tryggja þarf að þeir sem hafa menntað sig til þess að sinna hjúkrun hafi löngun til að starfa á stærsta vinnustað landsins. Í raun ætti það að vera eftirsóknarvert að fá að starfa á slíkum stað. Allt frá hruni hefur starfsfólkið á gólfinu verið látið hlaupa hraðar og álagið aukist jafnt og þétt með auknum samdrætti. Þá leitar fólk auðvitað í önnur störf. Einnig hafa kærumál fælt fólk frá því að vinna við þessi ábyrgðarmiklu störf. Stjórnvöld verða að átta sig á þessari þróun og gera allt sem þau geta til að hlúa að þeim dýrmæta mannauði sem í heilbrigðiskerfinu starfar. Til að leita lausna og losa um þá stíflu sem stöðugt er fjallað um í fréttum gætum við tekið upp skandinavískar aðferðir. Þar tíðkast víða að þegar sjúklingur er útskriftarfær þá ber sveitarfélagi viðkomandi að veita honum þjónustu. Ef það er ekki gert þá koma til dagsektir. Auðvitað þarf þá að tryggja sveitarfélögum fjármagn til að byggja hjúkrunarheimili og tryggja mönnun þeirra. Foreldrar okkar eiga það sannarlega skilið að þeirra umönnun sé fyrsta flokks. Íslenska heilbrigðiskerfið þarf á öllum íslenskum hjúkrunarfræðingum að halda. Til að fá þá hátt í þúsund hjúkrunarfræðinga sem í dag sinna öðrum störfum aftur til starfa þarf að minnka vinnuálag, styðja við þá sem í áföllum lenda í sínu starfi en ekki bregðast við með ásökunum og ákærum. Hækka þarf launin í samræmi við almennan vinnumarkað en þar sefur fólk oftast heima hjá sér og á frí á rauðum dögum en við sem störfum í heilbrigðiskerfinu gerum það ekki. Nú þegar farið verður að höggva í klöppina við Hringbraut og byggja meðferðarkjarnann er það einlæg von mín að þeir sem til okkar leita komist þangað greiðlega. Einnig að ónæði af framkvæmdunum trufli ekki meðferð og líðan sjúklinga. Síðast en ekki síst er mikilvægt að þeir sem vinna á gólfinu fái nákvæmar upplýsingar um hvað í vændum sé og hvenær truflun og hávaði verði, því annars leitar fólk í önnur störf, það höfum við áður séð. Megi okkur auðnast að komast í gegnum þessar framkvæmdir án skaða. Megi hjúkrunarheimilið LSH verða háskólasjúkrahús þar sem fólk fær greiða þjónustu en bíður ekki á bráðadeild eftir betri úrræðum.
Skoðun Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda? Þórkatla Eggerz Tinnudóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar