Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði að kosið yrði um tilnefningu Kavanaugh í vikunni.
Á fundi með stuðningsmönnum sínum í gær sagði Trump að andstæðingar hans hefðu verið að reyna að eyðileggja Kavanaugh alveg frá því að forsetinn tilnefndi hann í æðsta dómstól Bandaríkjanna. Áhorfendur hlógu þegar Trump hélt svo áfram:
„Þetta gerðist fyrir 36 árum: Ég drakk einn bjór! Heldurðu að það gæti verið...? Nei! Það var einn bjór. Allt í lagi, gott. Hvernig komstu þér heim? Ég man það ekki. Hvernig komstu þér á staðinn þar sem þetta gerðist? Ég man það ekki. Hvar gerðist þetta? Ég man það ekki. Fyrir hversu löngu síðan var þetta? Ég man það ekki. Ég man það ekki. Ég man það ekki! Ég man það ekki! En ég fékk mér einn bjór. Það er það eina sem ég man. Og líf eins manns er nú í rúst.“
Sjá einnig: Trump hæddist að vitnisburði Blasey Ford
Þessi málflutningur Trump nú er í ósamræmi við það sem hann sagði fyrst eftir að Blasey Ford kom fyrir dómsmálanefndina. Þá sagði forsetinn að vitnisburður hennar hefði verið mjög sannfærandi og lýsti henni sem ágætri konu.
Collins ræddi stuttlega við blaðamenn í dag, eftir að hún hafði fengið lögregluþjóna til að vísa þeim á brott skömmu áður, og sagði einfaldlega að það hefði verið rangt af forsetanum að segja það sem hann sagði í gær. Hún neitaði að svara spurningum um hvort atvikið hefði áhrif á atkvæði hennar.
Murkowski sagði blaðamönnum nú fyrir skömmu að ummælin hefðu verið óásættanleg. Hún sagðist ætla að taka ummælin inn í reiknings sinn þegar kæmi að því að greiða atkvæði um tilnefningu Kavanaugh. Hún tæki allt inn í reikninginn.
Flake var í sjónvarpsviðtali í dag og sló hann á svipaða strengi.
„Þetta var hvorki staður né stund fyrir ummæli sem þessi, að ræða eitthvað svo viðkvæmt á svona fundi. Þetta var bara ekki rétt. Ég óskaði þess að hann hefði ekki gert þetta. Þetta er eiginlega skelfilegt.“
Þrátt fyrir það segir Flake að ummælin muni ekki hafa áhrif á atkvæði hans. Ekki væri rétt að láta „ónærgætin“ ummæli Trump koma niður á Kavanaugh.
Trump lýsti því yfir á Twitter í dag að hann sjái hve reiðir kjósendur séu í hvert sinn sem hann fari á fundi sem þennan í gær. Þeir séu ævareiðir yfir því hve „viðurstyggilega“ Demókratar hafa komið fram við Kavanaugh og að dómarinn og fjölskylda hans eigi mikið betra skilið.
I see it each time I go out to Rallies in order to help some of our great Republican candidates. VOTERS ARE REALLY ANGRY AT THE VICIOUS AND DESPICABLE WAY DEMOCRATS ARE TREATING BRETT KAVANAUGH! He and his wonderful family deserve much better.
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 3, 2018