Hvað þarf eiginlega marga þætti með Helga Seljan? Þórir Garðarsson skrifar 3. október 2018 19:16 Ríkisvaldið er ótrúlega slappt þegar kemur að því að framfylgja lögum og reglum sem snúa að útlendingum og erlendum fyrirtækjum hér á landi. Það sýndi sig vel í Kveiks-þætti Helga Seljan og félaga hans hvernig brotið er á erlendum starfsmönnum hér á landi. Lögin eru til og þau eru skýr, en ríkisvaldið fylgir þeim ekki eftir. Sérstaklega virðist ríkisskattstjóri draga lappirnar, eins og fram kom í þættinum. Þegar kemur að ferðaþjónustunni snýst dæmið við, þá er verið að glíma við útlendinga sem brjóta lögin. Hér starfar fjöldi óskráðra erlendra fyrirtækja sem komast upp með að skila ekki sköttum eða greiða laun samkvæmt kjarasamningum. Með þennan sparnað að vopni hirða útlendu fyrirtækin bein og óbein viðskipti af íslenskum fyrirtækjum.Lögunum er ekki fylgt eftir Líkt og með erlendu starfsmennina sem Helgi Seljan fjallaði um, þá vantar ekki lagabálkana sem banna félagsleg undirboð og skattsvik erlendra fyrirtækja. En líkt og með erlenda starfsfólkið sem svínað er á, þá er þessum lögum illa eða ekkert fylgt eftir. Ekki vantar upphlaup ráðherra, þingmanna og stofnanaforstjóra þegar fjölmiðlar benda á athafnaleysi þeirra. Enda rauk félagsmálaráðherra til eftir að hafa horft á Kveik og tilkynnti um nýjan starfshóp til að skerpa á viðurlögum við brotum á vinnumarkaði.Ekkert gert með tillögur um aðgerðir Fyrir tveimur árum tók ég þátt í samráðsfundi fjölmargra opinberra stofnana og aðila vinnumarkaðarins um ólöglega starfsemi erlendra fyrirtækja í ferðaþjónustu hér á landi. Allir voru sammála um að aðgerða væri þörf hið fyrsta. Fundinum lauk en svo gerðist ekkert frekar. Fyrir einu ári, í fyrrasumar, lagði starfshópur á vegum efnahags- og fjármálaráðherra loksins fram ítarlegar tillögur um aðgerðir til að taka á útbreiðslu erlendrar brotastarfsemi í ferðaþjónustunni. Ekkert hefur verið gert með þær tillögur, nákvæmlega ekkert. Ég hef ítrekað skrifað greinar um þetta ófremdarástand, enda heyri ég daglega af því hvernig erlendu fyrirtækin grafa undan íslenskri ferðaþjónustu. En það gerist ekkert.Hvað er eiginlega að? Hvað er eiginlega að í stjórnsýslunni? Við höfum skýr lög um réttindi og skyldur allra sem starfa hér á landi. Við höfum Vinnumálastofnun, Tollstjóra, Ríkisskattstjóra, Skattrannsóknarstjóra, Vinnueftirlit, lögreglu, ráðuneyti og dómstóla til að framfylgja lögunum og taka á þeim brotlegu. Hvernig stendur þá á því að lögleysan veður hér uppi árum saman? Hvernig stendur á því að tillögur um aðgerðir enda ofan í skúffu? Værukærð stjórnsýslunnar virðist rétt aðeins rofna þegar harkaleg og réttmæt gagnrýni birtist í fjölmiðlum. Hvað þarf Helgi Seljan eiginlega að gera marga þætti þangað til einhver hreyfing verður í þessum efnum?Þórir GarðarssonStjórnarformaður Gray Line og fyrrverandi varaformaður SAF Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Ríkisvaldið er ótrúlega slappt þegar kemur að því að framfylgja lögum og reglum sem snúa að útlendingum og erlendum fyrirtækjum hér á landi. Það sýndi sig vel í Kveiks-þætti Helga Seljan og félaga hans hvernig brotið er á erlendum starfsmönnum hér á landi. Lögin eru til og þau eru skýr, en ríkisvaldið fylgir þeim ekki eftir. Sérstaklega virðist ríkisskattstjóri draga lappirnar, eins og fram kom í þættinum. Þegar kemur að ferðaþjónustunni snýst dæmið við, þá er verið að glíma við útlendinga sem brjóta lögin. Hér starfar fjöldi óskráðra erlendra fyrirtækja sem komast upp með að skila ekki sköttum eða greiða laun samkvæmt kjarasamningum. Með þennan sparnað að vopni hirða útlendu fyrirtækin bein og óbein viðskipti af íslenskum fyrirtækjum.Lögunum er ekki fylgt eftir Líkt og með erlendu starfsmennina sem Helgi Seljan fjallaði um, þá vantar ekki lagabálkana sem banna félagsleg undirboð og skattsvik erlendra fyrirtækja. En líkt og með erlenda starfsfólkið sem svínað er á, þá er þessum lögum illa eða ekkert fylgt eftir. Ekki vantar upphlaup ráðherra, þingmanna og stofnanaforstjóra þegar fjölmiðlar benda á athafnaleysi þeirra. Enda rauk félagsmálaráðherra til eftir að hafa horft á Kveik og tilkynnti um nýjan starfshóp til að skerpa á viðurlögum við brotum á vinnumarkaði.Ekkert gert með tillögur um aðgerðir Fyrir tveimur árum tók ég þátt í samráðsfundi fjölmargra opinberra stofnana og aðila vinnumarkaðarins um ólöglega starfsemi erlendra fyrirtækja í ferðaþjónustu hér á landi. Allir voru sammála um að aðgerða væri þörf hið fyrsta. Fundinum lauk en svo gerðist ekkert frekar. Fyrir einu ári, í fyrrasumar, lagði starfshópur á vegum efnahags- og fjármálaráðherra loksins fram ítarlegar tillögur um aðgerðir til að taka á útbreiðslu erlendrar brotastarfsemi í ferðaþjónustunni. Ekkert hefur verið gert með þær tillögur, nákvæmlega ekkert. Ég hef ítrekað skrifað greinar um þetta ófremdarástand, enda heyri ég daglega af því hvernig erlendu fyrirtækin grafa undan íslenskri ferðaþjónustu. En það gerist ekkert.Hvað er eiginlega að? Hvað er eiginlega að í stjórnsýslunni? Við höfum skýr lög um réttindi og skyldur allra sem starfa hér á landi. Við höfum Vinnumálastofnun, Tollstjóra, Ríkisskattstjóra, Skattrannsóknarstjóra, Vinnueftirlit, lögreglu, ráðuneyti og dómstóla til að framfylgja lögunum og taka á þeim brotlegu. Hvernig stendur þá á því að lögleysan veður hér uppi árum saman? Hvernig stendur á því að tillögur um aðgerðir enda ofan í skúffu? Værukærð stjórnsýslunnar virðist rétt aðeins rofna þegar harkaleg og réttmæt gagnrýni birtist í fjölmiðlum. Hvað þarf Helgi Seljan eiginlega að gera marga þætti þangað til einhver hreyfing verður í þessum efnum?Þórir GarðarssonStjórnarformaður Gray Line og fyrrverandi varaformaður SAF
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar