Við erum öll tengd Lára G. Sigurðardóttir skrifar 8. október 2018 07:15 Fyrir tæpum 400 árum orti enska ljóðskáldið John Donne „Enginn maður er eyland“ (í þýðingu Halldórs Laxness) og vísaði til þess að við erum öll tengd. Mannkynið sé allt tengt á einn eða annan hátt og dauði eins manns gerir okkur minni því þá sé tekið af mannkyninu sem við tilheyrum. Mér finnst gott að hafa þetta ljóð í huga nú þegar við rifjum upp hrunið sem mótaði okkur öll á einn eða annan hátt fyrir tíu árum. Sumir sluppu ágætlega frá hruninu, sérstaklega ef þeir voru búnir að hugsa fyrir því að koma eignum sínum í skjól. Margir misstu mikið og sumir aleiguna. Og jafnvel æru sína með. Aðrir misstu föður og bróður eins og kom fram í átakanlegu viðtali við unga konu sem var einungis unglingur þegar ósköpin dundu yfir. Við vitum vel að peningar færa okkur ekki sanna hamingju og að þeir sem hafa mest milli handanna geta verið óhamingjusamari en við almúginn. En við vitum líka að fjárhagsáhyggjur eru ávísun á óhamingju. Að ná ekki endum saman og vita ekki hvort maður geti fætt fjölskylduna út mánuðinn eða borgað sjúkrakostnaðinn veldur sársauka sem nístir inn að hjarta. Það væri óskandi að þingmenn hugsuðu eins og John Donne. Að þeir myndu nýta krafta sína í að auka úrræði fyrir þá sem lenda í krísum en ekki auka eymd í samfélaginu með því að hjakkast á að setja vímuefni í búðir. Að þeir myndu hjálpa þeim sem falla að standa aftur upp. Það mun á endanum skila sér í þjóðarbúið. Það að komast í snertingu við hamingjuna skilar sér í betra samfélagi, því eins og skáldið sagði, við erum öll tengd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Fyrir tæpum 400 árum orti enska ljóðskáldið John Donne „Enginn maður er eyland“ (í þýðingu Halldórs Laxness) og vísaði til þess að við erum öll tengd. Mannkynið sé allt tengt á einn eða annan hátt og dauði eins manns gerir okkur minni því þá sé tekið af mannkyninu sem við tilheyrum. Mér finnst gott að hafa þetta ljóð í huga nú þegar við rifjum upp hrunið sem mótaði okkur öll á einn eða annan hátt fyrir tíu árum. Sumir sluppu ágætlega frá hruninu, sérstaklega ef þeir voru búnir að hugsa fyrir því að koma eignum sínum í skjól. Margir misstu mikið og sumir aleiguna. Og jafnvel æru sína með. Aðrir misstu föður og bróður eins og kom fram í átakanlegu viðtali við unga konu sem var einungis unglingur þegar ósköpin dundu yfir. Við vitum vel að peningar færa okkur ekki sanna hamingju og að þeir sem hafa mest milli handanna geta verið óhamingjusamari en við almúginn. En við vitum líka að fjárhagsáhyggjur eru ávísun á óhamingju. Að ná ekki endum saman og vita ekki hvort maður geti fætt fjölskylduna út mánuðinn eða borgað sjúkrakostnaðinn veldur sársauka sem nístir inn að hjarta. Það væri óskandi að þingmenn hugsuðu eins og John Donne. Að þeir myndu nýta krafta sína í að auka úrræði fyrir þá sem lenda í krísum en ekki auka eymd í samfélaginu með því að hjakkast á að setja vímuefni í búðir. Að þeir myndu hjálpa þeim sem falla að standa aftur upp. Það mun á endanum skila sér í þjóðarbúið. Það að komast í snertingu við hamingjuna skilar sér í betra samfélagi, því eins og skáldið sagði, við erum öll tengd.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun