Gegn brotastarfsemi á vinnumarkaði Ásmundur Einar Daðason skrifar 8. október 2018 07:00 Fréttaskýringaþátturinn Kveikur síðastliðið þriðjudagskvöld sýndi slæman aðbúnað erlends verkafólks hér á landi og margvísleg brot gegn því og lét örugglega engan ósnortinn. Hver sem stundar atvinnurekstur á þeim forsendum að brjóta á vinnandi fólki, búa því slæmar aðstæður og svíkja það um kaup og kjör kemur óorði á heilar atvinnugreinar og skaðar orðspor Íslands sem þjóðar meðal þjóða. Slík háttsemi er vandamál allra, grefur undan heiðarlegri atvinnustarfsemi og ýtir undir tortryggni á vinnumarkaði. Það þarf að efla eftirlit, auka samvinnu til að taka heildstætt á þessum málum og herða viðurlög gagnvart þeim sem ábyrgir eru. Síðastliðið vor samþykkti Alþingi lög sem varða erlendar starfsmannaleigur og fela í sér auknar heimildir Vinnueftirlitsins og Vinnumálastofnunar til eftirlits, auk víðtækari heimilda til upplýsingamiðlunar til ríkisskattstjóra og lögreglu. Lögin eru afrakstur samstarfs stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins. Markmiðið er að tryggja að l starfskjör starfsmanna sem sendir eru tímabundið hingað til lands séu í samræmi við íslensk lög og kjarasamninga og að bæta yfirsýn stjórnvalda yfir eðli og umfang þessara mála. Skammt er liðið frá gildistöku laganna en þeim er ætlað að torvelda brotastarfsemi á vinnumarkaði. Meðal þess sem mér fannst sláandi í þættinum var hvað þeir aðilar sem hafa skýran ásetning um að brjóta á vinnandi fólki virðast beita til þess margvíslegum aðferðum. Til að upplýsa og fyrirbyggja brot þarf virkt samstarf margra aðila. Fulltrúar atvinnurekenda og launafólks eru á einu máli um að brot eins og hér um ræðir verða ekki liðin og ég veit að vilji allra aðila sem þurfa að vinna saman til að uppræta þennan vanda er fyrir hendi. Nýlega kynnti ég fyrir ríkisstjórn ákvörðun mína um aukna samvinnu til að sporna gegn félagslegum undirboðum á íslenskum vinnumarkaði. Í framhaldinu kallaði ég til samstarfs fulltrúa verkalýðsfélaga, atvinnurekenda, skattayfirvalda, lögreglu og fleiri stofnana sem og fleiri ráðuneyta til að efla samstarf um aukið eftirlit og meta þörf á lagabreytingum. Háttsemi af þeim toga sem þarna kom fram á ekki að líðast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásmundur Einar Daðason Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fréttaskýringaþátturinn Kveikur síðastliðið þriðjudagskvöld sýndi slæman aðbúnað erlends verkafólks hér á landi og margvísleg brot gegn því og lét örugglega engan ósnortinn. Hver sem stundar atvinnurekstur á þeim forsendum að brjóta á vinnandi fólki, búa því slæmar aðstæður og svíkja það um kaup og kjör kemur óorði á heilar atvinnugreinar og skaðar orðspor Íslands sem þjóðar meðal þjóða. Slík háttsemi er vandamál allra, grefur undan heiðarlegri atvinnustarfsemi og ýtir undir tortryggni á vinnumarkaði. Það þarf að efla eftirlit, auka samvinnu til að taka heildstætt á þessum málum og herða viðurlög gagnvart þeim sem ábyrgir eru. Síðastliðið vor samþykkti Alþingi lög sem varða erlendar starfsmannaleigur og fela í sér auknar heimildir Vinnueftirlitsins og Vinnumálastofnunar til eftirlits, auk víðtækari heimilda til upplýsingamiðlunar til ríkisskattstjóra og lögreglu. Lögin eru afrakstur samstarfs stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins. Markmiðið er að tryggja að l starfskjör starfsmanna sem sendir eru tímabundið hingað til lands séu í samræmi við íslensk lög og kjarasamninga og að bæta yfirsýn stjórnvalda yfir eðli og umfang þessara mála. Skammt er liðið frá gildistöku laganna en þeim er ætlað að torvelda brotastarfsemi á vinnumarkaði. Meðal þess sem mér fannst sláandi í þættinum var hvað þeir aðilar sem hafa skýran ásetning um að brjóta á vinnandi fólki virðast beita til þess margvíslegum aðferðum. Til að upplýsa og fyrirbyggja brot þarf virkt samstarf margra aðila. Fulltrúar atvinnurekenda og launafólks eru á einu máli um að brot eins og hér um ræðir verða ekki liðin og ég veit að vilji allra aðila sem þurfa að vinna saman til að uppræta þennan vanda er fyrir hendi. Nýlega kynnti ég fyrir ríkisstjórn ákvörðun mína um aukna samvinnu til að sporna gegn félagslegum undirboðum á íslenskum vinnumarkaði. Í framhaldinu kallaði ég til samstarfs fulltrúa verkalýðsfélaga, atvinnurekenda, skattayfirvalda, lögreglu og fleiri stofnana sem og fleiri ráðuneyta til að efla samstarf um aukið eftirlit og meta þörf á lagabreytingum. Háttsemi af þeim toga sem þarna kom fram á ekki að líðast.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun