Umfangsmikil viðbrögð við skotárás í Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 20. september 2018 16:15 Lögreglan naut aðstoðar starfsmanna alríkislögreglu Bandaríkjanna. EPA/SCOTT SERIO Uppfært 16:15 Árásarmaður er í haldi lögreglu eftir að hafa hafið skothríð úr skammbyssu innan veggja fyrirtækisins Rite Aid, sem rekur vöruhús í Aberdeen í Maryland í Bandaríkjunum. Einhverjir liggja í valnum en fjöldinn hefur ekki verið staðfestur af lögreglunni. Á blaðamannafundi sagði fógetinn í Harfordsýslu að lögregluþjónar hefðu mætt á vettvang innan við fimm mínútur eftir að útkallið barst. CNN hefur heimildir fyrir því að minnst þrír séu látnir og tveir særðir. AP segir það sama og þá hefur MSNBC heimildir fyrir því að árásarmaðurinn hafi verið kona. Fótgetinn sagði árásarmanninn vera á sjúkrahúsi í alvarlegu ástandi. Hins vegar sagði hann að lögregluþjónar hefðu ekki hleypt af skotum á vettvangi. Því var ekki skýrt hvort að árásarmaðurinn beindi vopni sínu að sjálfum sér og neitaði fógetinn að fara nánar út í það þegar hann var spurður. Hann tók fram að upplýsingar væru enn takmarkaðar. Lögreglan naut aðstoðar starfsmanna Alríkislögreglu Bandaríkjanna á vettvangi eftir að kallað var eftir aðstoð. Þetta er minnst þriðja skotárásin í Bandaríkjunum á einum sólarhring. Fjórir voru skotnir í dómshúsi í Pennsylvaníu í gær af árásarmanni sem var felldur af lögregluþjóni. Þá voru fimm skotnir í fyrirtæki í Wisconsin. Í báðum árásunum dóu bara árásarmennirnir. At this time we can confirm multiple wounded and multiple fatalities— Harford Sheriff (@Harford_Sheriff) September 20, 2018 Based on what we know, thus was a lone suspect. The suspect is in custody and in critical condition at the hospital— Harford Sheriff (@Harford_Sheriff) September 20, 2018 We do not believe there is any further threat to the community— Harford Sheriff (@Harford_Sheriff) September 20, 2018 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Uppfært 16:15 Árásarmaður er í haldi lögreglu eftir að hafa hafið skothríð úr skammbyssu innan veggja fyrirtækisins Rite Aid, sem rekur vöruhús í Aberdeen í Maryland í Bandaríkjunum. Einhverjir liggja í valnum en fjöldinn hefur ekki verið staðfestur af lögreglunni. Á blaðamannafundi sagði fógetinn í Harfordsýslu að lögregluþjónar hefðu mætt á vettvang innan við fimm mínútur eftir að útkallið barst. CNN hefur heimildir fyrir því að minnst þrír séu látnir og tveir særðir. AP segir það sama og þá hefur MSNBC heimildir fyrir því að árásarmaðurinn hafi verið kona. Fótgetinn sagði árásarmanninn vera á sjúkrahúsi í alvarlegu ástandi. Hins vegar sagði hann að lögregluþjónar hefðu ekki hleypt af skotum á vettvangi. Því var ekki skýrt hvort að árásarmaðurinn beindi vopni sínu að sjálfum sér og neitaði fógetinn að fara nánar út í það þegar hann var spurður. Hann tók fram að upplýsingar væru enn takmarkaðar. Lögreglan naut aðstoðar starfsmanna Alríkislögreglu Bandaríkjanna á vettvangi eftir að kallað var eftir aðstoð. Þetta er minnst þriðja skotárásin í Bandaríkjunum á einum sólarhring. Fjórir voru skotnir í dómshúsi í Pennsylvaníu í gær af árásarmanni sem var felldur af lögregluþjóni. Þá voru fimm skotnir í fyrirtæki í Wisconsin. Í báðum árásunum dóu bara árásarmennirnir. At this time we can confirm multiple wounded and multiple fatalities— Harford Sheriff (@Harford_Sheriff) September 20, 2018 Based on what we know, thus was a lone suspect. The suspect is in custody and in critical condition at the hospital— Harford Sheriff (@Harford_Sheriff) September 20, 2018 We do not believe there is any further threat to the community— Harford Sheriff (@Harford_Sheriff) September 20, 2018
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira