Óréttlæt samræmd próf Jóna Benediktsdóttir skrifar 23. september 2018 16:25 Mig sveið óréttlæti í garð barna sem ekki hafa íslensku að móðurmáli þar sem ég sat yfir í samræmdu prófi í morgun og setti að því loknu saman þessar hugleiðingar og sendi á Menntamálastofnun. Hugleiðingar að lokinni yfirsetu í samræmdu próf í 7.bekk, í skóla þar sem nemendur eru með fjölbreyttan móðurmálsbakgrunn. Á síðustu tuttugu árum hefur margt breytst á Íslandi. Samsetning íbúanna hvað málbakgrunn varðar er orðin fjölbreyttari en áður var. Margir nemendur hafa ekki bakgrunn sem telst að öllu leyti íslenskur, eiga kannski annan eða báða foreldrana af erlendum uppruna þó að þeir sjálfir séu fæddir á Íslandi. Það að alast upp í umhverfi þar sem heimamálið er annað en skólamálið hefur mikil áhrif á þann málbakgrunn sem nemendur eiga möguleika á að byggja upp. Málbakgrunnurinn verður ekki endilega fátækur, því þessir nemendur eiga líka annað móðurmál, en hann verður annar. Í samræmdu prófi í íslensku fyrir 7.bekk voru nokkur orð og orðasambönd sem nemendur mínir, sem eiga einmitt svona bakgrunn, spurðu um, til dæmis: hugarlund, hugljúfi, brögð í tafli, þung á brún, illa til höfð, blær, askvaðandi, tortrygginn, híalín, og að virða einhvern viðlits svo nokkur dæmi séu nefnd. Einnig var einn lesskilningskafli úr barnabók sem lesin er fyrir krakka á mörgum heimilum þar sem foreldrar tala íslensku og lesa almennt fyrir börn sín, Emil og Skunda og annar úr sögunni Nú skyldi ég hlæja væri ég ekki dauður þar sem koma fyrir allskonar flókin orð og orðasambönd sem ekki eru notuð í daglegu tali lengur. Þessar spurningar nemenda og lesskilningstextar leiddu huga minn að þeim vangaveltum hvort ekki væri kominn tími til að við hugsuðum þessi próf með öðrum hætti. Það er svo ósanngjarnt gagnvart krökkum með erlendan bakgrunn að neikvæður veldisvöxtur sé í þeim mælistikum sem lagðar eru á frammistöðu þeirra í tungumálinu. Það er bæði að þeir hafa færri tækifæri til að byggja upp orðaforða og að prófað sé úr efni sem tilheyrir íslenskri heimilismenningu og þeir sem hafa tungumálalegt forskot hafa líka menningarlegt forskot á því sviði. Núna eru nemendur með fjölbreyttan móðurmálsgrunn á Íslandi og í grófum dráttum má að mínu viti skipta þeim í þrjá hópa. Nemendur sem eiga alfarið íslenskan grunn, nemendur sem hafa búið á Íslandi í nokkur ár en eiga foreldra sem tala litla eða enga íslensku og svo þá sem eru tiltölulega nýlega fluttir til Íslands og tala litla íslensku. Þeir nemendur sem eiga annan málbakgrunn en þann sem þekktist best á Íslandi til langs tíma, eiga ekki möguleika á að hafa aflað sér vitneskju um tungumálið með sama hætti og þeir sem eiga al-íslenskan málbakgrunn en allir eru samt metnir með sömu mælistiku. Í skóla fyrir alla tel ég það skjóta verulega skökku við og vil leggja til að Menntamálastofnun bjóði upp á tvær tegundir af samræmdum prófum í íslensku. Annars vegar þetta hefðbundna próf sem við þekkjum og hins vegar íslenskupróf fyrir nemendur með annan bakgrunn í móðurmáli. Þetta ætti að vera tiltölulega einfalt í framkvæmd og verða til þess að mælikvarðinn verði sanngjarnari. Við vitum öll að það að vera metinn eftir ósanngjörnum mælikvarða hefur ekki einungis áhrif á þá einu niðurstöðu sem gefin er í það skiptið heldur líka á heildarmyndina sem fólk er að byggja upp af sjálfu sér. Það er mikilvægt fyrir sjálfsmynd nemenda að mælikvarðar séu eins sanngjarnir og hægt er og þeir eiga auðvitað ekki að vera með innbyggða neikvæða áhrifavalda.Höfundur er grunnskólakennari. Pistillinn birtist fyrst á Facebook-síðu höfundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Sjá meira
Mig sveið óréttlæti í garð barna sem ekki hafa íslensku að móðurmáli þar sem ég sat yfir í samræmdu prófi í morgun og setti að því loknu saman þessar hugleiðingar og sendi á Menntamálastofnun. Hugleiðingar að lokinni yfirsetu í samræmdu próf í 7.bekk, í skóla þar sem nemendur eru með fjölbreyttan móðurmálsbakgrunn. Á síðustu tuttugu árum hefur margt breytst á Íslandi. Samsetning íbúanna hvað málbakgrunn varðar er orðin fjölbreyttari en áður var. Margir nemendur hafa ekki bakgrunn sem telst að öllu leyti íslenskur, eiga kannski annan eða báða foreldrana af erlendum uppruna þó að þeir sjálfir séu fæddir á Íslandi. Það að alast upp í umhverfi þar sem heimamálið er annað en skólamálið hefur mikil áhrif á þann málbakgrunn sem nemendur eiga möguleika á að byggja upp. Málbakgrunnurinn verður ekki endilega fátækur, því þessir nemendur eiga líka annað móðurmál, en hann verður annar. Í samræmdu prófi í íslensku fyrir 7.bekk voru nokkur orð og orðasambönd sem nemendur mínir, sem eiga einmitt svona bakgrunn, spurðu um, til dæmis: hugarlund, hugljúfi, brögð í tafli, þung á brún, illa til höfð, blær, askvaðandi, tortrygginn, híalín, og að virða einhvern viðlits svo nokkur dæmi séu nefnd. Einnig var einn lesskilningskafli úr barnabók sem lesin er fyrir krakka á mörgum heimilum þar sem foreldrar tala íslensku og lesa almennt fyrir börn sín, Emil og Skunda og annar úr sögunni Nú skyldi ég hlæja væri ég ekki dauður þar sem koma fyrir allskonar flókin orð og orðasambönd sem ekki eru notuð í daglegu tali lengur. Þessar spurningar nemenda og lesskilningstextar leiddu huga minn að þeim vangaveltum hvort ekki væri kominn tími til að við hugsuðum þessi próf með öðrum hætti. Það er svo ósanngjarnt gagnvart krökkum með erlendan bakgrunn að neikvæður veldisvöxtur sé í þeim mælistikum sem lagðar eru á frammistöðu þeirra í tungumálinu. Það er bæði að þeir hafa færri tækifæri til að byggja upp orðaforða og að prófað sé úr efni sem tilheyrir íslenskri heimilismenningu og þeir sem hafa tungumálalegt forskot hafa líka menningarlegt forskot á því sviði. Núna eru nemendur með fjölbreyttan móðurmálsgrunn á Íslandi og í grófum dráttum má að mínu viti skipta þeim í þrjá hópa. Nemendur sem eiga alfarið íslenskan grunn, nemendur sem hafa búið á Íslandi í nokkur ár en eiga foreldra sem tala litla eða enga íslensku og svo þá sem eru tiltölulega nýlega fluttir til Íslands og tala litla íslensku. Þeir nemendur sem eiga annan málbakgrunn en þann sem þekktist best á Íslandi til langs tíma, eiga ekki möguleika á að hafa aflað sér vitneskju um tungumálið með sama hætti og þeir sem eiga al-íslenskan málbakgrunn en allir eru samt metnir með sömu mælistiku. Í skóla fyrir alla tel ég það skjóta verulega skökku við og vil leggja til að Menntamálastofnun bjóði upp á tvær tegundir af samræmdum prófum í íslensku. Annars vegar þetta hefðbundna próf sem við þekkjum og hins vegar íslenskupróf fyrir nemendur með annan bakgrunn í móðurmáli. Þetta ætti að vera tiltölulega einfalt í framkvæmd og verða til þess að mælikvarðinn verði sanngjarnari. Við vitum öll að það að vera metinn eftir ósanngjörnum mælikvarða hefur ekki einungis áhrif á þá einu niðurstöðu sem gefin er í það skiptið heldur líka á heildarmyndina sem fólk er að byggja upp af sjálfu sér. Það er mikilvægt fyrir sjálfsmynd nemenda að mælikvarðar séu eins sanngjarnir og hægt er og þeir eiga auðvitað ekki að vera með innbyggða neikvæða áhrifavalda.Höfundur er grunnskólakennari. Pistillinn birtist fyrst á Facebook-síðu höfundar.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun