Baráttan við snjallsímana Lára G. Sigurðardóttir skrifar 24. september 2018 07:00 Fyrir manneskju sem ólst upp við að klifra í stillansum, gera fimleika á húsþökum, teika bíla og leika sér úti fram á nótt er ákveðin áskorun að höndla nútímatækni. Eins og snjallsímar geta verið mikil undratæki þá hef ég blendnar tilfinningar gagnvart þeim. Mér finnst til dæmis gott að geta séð í símanum hvar strákarnir mínir eru niðurkomnir og hef gaman af að fylgjast með lífi vina minna. Síðan létta mörg snjallforrit eins og Google Maps manni lífið – ég er til dæmis næstum alveg hætt að villast. Á hinn bóginn vaknar stundum þessi óþægilega tilfinning að ég sé ekki að standa mig á samfélagsmiðlum. Ég næ t.d. engan veginn að óska öllum fésbókarvinum mínum og börnum þeirra til hamingju með afmælið og hin ýmsu afrek. Mestu áhyggjurnar eru þó vegna snjallsímanotkunar barnanna. Ég fæ á tilfinninguna að einhver hafi skipt á mínum börnum fyrir þessi andlausu börn sem stara á símann. Þau verða eitthvað svo svipbrigðalítil, áhugalaus og fjarlæg. Og mér finnst ég ekki hafa haft minnstu yfirsýn yfir hvað skilaboð eru að móta hugsanir þeirra. Nú horfi ég fram á betri tíma því Apple var að gefa út nýtt iOS-stýrikerfi fyrir snjalltæki þar sem hægt er að fylgjast með skjánotkun barnanna (vonandi fetar Google í sömu fótspor með Android). Fyrsta skrefið er þó að fylgjast með minni eigin skjánotkun og ég er byrjuð að setja tímamörk á hin og þessi snjallforrit. Ég verð enn jafn hissa þegar skjárinn sýnir mér að ég sé búin með tímann minn en jafnframt fegin að geta sannfært börnin um að það sé gott að setja sér mörk og standa við þau. Það er líka svo frelsandi að slíta sig frá skjánum og vakna aftur til hins raunverulega lífs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Sjá meira
Fyrir manneskju sem ólst upp við að klifra í stillansum, gera fimleika á húsþökum, teika bíla og leika sér úti fram á nótt er ákveðin áskorun að höndla nútímatækni. Eins og snjallsímar geta verið mikil undratæki þá hef ég blendnar tilfinningar gagnvart þeim. Mér finnst til dæmis gott að geta séð í símanum hvar strákarnir mínir eru niðurkomnir og hef gaman af að fylgjast með lífi vina minna. Síðan létta mörg snjallforrit eins og Google Maps manni lífið – ég er til dæmis næstum alveg hætt að villast. Á hinn bóginn vaknar stundum þessi óþægilega tilfinning að ég sé ekki að standa mig á samfélagsmiðlum. Ég næ t.d. engan veginn að óska öllum fésbókarvinum mínum og börnum þeirra til hamingju með afmælið og hin ýmsu afrek. Mestu áhyggjurnar eru þó vegna snjallsímanotkunar barnanna. Ég fæ á tilfinninguna að einhver hafi skipt á mínum börnum fyrir þessi andlausu börn sem stara á símann. Þau verða eitthvað svo svipbrigðalítil, áhugalaus og fjarlæg. Og mér finnst ég ekki hafa haft minnstu yfirsýn yfir hvað skilaboð eru að móta hugsanir þeirra. Nú horfi ég fram á betri tíma því Apple var að gefa út nýtt iOS-stýrikerfi fyrir snjalltæki þar sem hægt er að fylgjast með skjánotkun barnanna (vonandi fetar Google í sömu fótspor með Android). Fyrsta skrefið er þó að fylgjast með minni eigin skjánotkun og ég er byrjuð að setja tímamörk á hin og þessi snjallforrit. Ég verð enn jafn hissa þegar skjárinn sýnir mér að ég sé búin með tímann minn en jafnframt fegin að geta sannfært börnin um að það sé gott að setja sér mörk og standa við þau. Það er líka svo frelsandi að slíta sig frá skjánum og vakna aftur til hins raunverulega lífs.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun