Baráttan við snjallsímana Lára G. Sigurðardóttir skrifar 24. september 2018 07:00 Fyrir manneskju sem ólst upp við að klifra í stillansum, gera fimleika á húsþökum, teika bíla og leika sér úti fram á nótt er ákveðin áskorun að höndla nútímatækni. Eins og snjallsímar geta verið mikil undratæki þá hef ég blendnar tilfinningar gagnvart þeim. Mér finnst til dæmis gott að geta séð í símanum hvar strákarnir mínir eru niðurkomnir og hef gaman af að fylgjast með lífi vina minna. Síðan létta mörg snjallforrit eins og Google Maps manni lífið – ég er til dæmis næstum alveg hætt að villast. Á hinn bóginn vaknar stundum þessi óþægilega tilfinning að ég sé ekki að standa mig á samfélagsmiðlum. Ég næ t.d. engan veginn að óska öllum fésbókarvinum mínum og börnum þeirra til hamingju með afmælið og hin ýmsu afrek. Mestu áhyggjurnar eru þó vegna snjallsímanotkunar barnanna. Ég fæ á tilfinninguna að einhver hafi skipt á mínum börnum fyrir þessi andlausu börn sem stara á símann. Þau verða eitthvað svo svipbrigðalítil, áhugalaus og fjarlæg. Og mér finnst ég ekki hafa haft minnstu yfirsýn yfir hvað skilaboð eru að móta hugsanir þeirra. Nú horfi ég fram á betri tíma því Apple var að gefa út nýtt iOS-stýrikerfi fyrir snjalltæki þar sem hægt er að fylgjast með skjánotkun barnanna (vonandi fetar Google í sömu fótspor með Android). Fyrsta skrefið er þó að fylgjast með minni eigin skjánotkun og ég er byrjuð að setja tímamörk á hin og þessi snjallforrit. Ég verð enn jafn hissa þegar skjárinn sýnir mér að ég sé búin með tímann minn en jafnframt fegin að geta sannfært börnin um að það sé gott að setja sér mörk og standa við þau. Það er líka svo frelsandi að slíta sig frá skjánum og vakna aftur til hins raunverulega lífs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Sjá meira
Fyrir manneskju sem ólst upp við að klifra í stillansum, gera fimleika á húsþökum, teika bíla og leika sér úti fram á nótt er ákveðin áskorun að höndla nútímatækni. Eins og snjallsímar geta verið mikil undratæki þá hef ég blendnar tilfinningar gagnvart þeim. Mér finnst til dæmis gott að geta séð í símanum hvar strákarnir mínir eru niðurkomnir og hef gaman af að fylgjast með lífi vina minna. Síðan létta mörg snjallforrit eins og Google Maps manni lífið – ég er til dæmis næstum alveg hætt að villast. Á hinn bóginn vaknar stundum þessi óþægilega tilfinning að ég sé ekki að standa mig á samfélagsmiðlum. Ég næ t.d. engan veginn að óska öllum fésbókarvinum mínum og börnum þeirra til hamingju með afmælið og hin ýmsu afrek. Mestu áhyggjurnar eru þó vegna snjallsímanotkunar barnanna. Ég fæ á tilfinninguna að einhver hafi skipt á mínum börnum fyrir þessi andlausu börn sem stara á símann. Þau verða eitthvað svo svipbrigðalítil, áhugalaus og fjarlæg. Og mér finnst ég ekki hafa haft minnstu yfirsýn yfir hvað skilaboð eru að móta hugsanir þeirra. Nú horfi ég fram á betri tíma því Apple var að gefa út nýtt iOS-stýrikerfi fyrir snjalltæki þar sem hægt er að fylgjast með skjánotkun barnanna (vonandi fetar Google í sömu fótspor með Android). Fyrsta skrefið er þó að fylgjast með minni eigin skjánotkun og ég er byrjuð að setja tímamörk á hin og þessi snjallforrit. Ég verð enn jafn hissa þegar skjárinn sýnir mér að ég sé búin með tímann minn en jafnframt fegin að geta sannfært börnin um að það sé gott að setja sér mörk og standa við þau. Það er líka svo frelsandi að slíta sig frá skjánum og vakna aftur til hins raunverulega lífs.
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar