Önnur kona sakar Kavanaugh um kynferðisbrot Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. september 2018 06:37 Áður hefur Christine Blasey Ford, skólasystir dómarans úr menntaskóla, sakað Kavanaugh um kynferðisofbeldi. Vísir/getty Önnur kona hefur stigið fram og sakað Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseta, um kynferðisofbeldi. Deborah Ramirez, skólasystir dómarans úr Yale háskóanum, segir frá ásökununum í viðtali við the New Yorker. Hún sakar hann um að hafa skólaárið 1983-1984 berað sig í gleðskap á heimavist skólans og þrýst kynfærum sínum að andliti hennar þannig að þau snertu andlit hennar án samþykkis. Ramirez var fyrsta árs nemi þegar meint brot á að hafa átt sér stað. Hún lýsir því í samtali við New Yorker að hún og Kavanaugh hafi bæði tekið þátt í drykkjuleik þar sem viðstaddir sátu í hring, og hann hafi berað sig við það tilefni. Ramirez segir að atvikið hafi verið henni afar þungbært. „Ég ætlaði ekki að snerta typpi áður en ég gifti mig. Ég skammaðist mín og ég var niðurlægð,“ segir Ramirez. Hún viðurkennir þó að minni hennar umrætt kvöld sé gloppótt sökum áfengisneyslu.Þvertekur fyrir nýjar ásakanir Blaðamennirnir Ronan Farrow og Jane Mayer eru skrifuð fyrir viðtalinu við Ramirez. Farrow og Mayer segjast hafa borið frásögn Ramirez undir fjölmarga bekkjarfélaga hennar og Kavanaugh. Þrír hafa sagst muna eftir því að hafa rætt umrætt atvik sín á milli en voru þó ekki viðstaddir gleðskapinn þar sem brotið á að hafa verið framið. Tveir karlkyns bekkjarfélagar, sem eiga að hafa verið viðriðnir atvikið, þvertaka þó fyrir að það hafi átt sér stað. Áður hefur Christine Blasey Ford, skólasystir dómarans úr menntaskóla, sakað Kavanaugh um kynferðisofbeldi. Hann neitar öllum ásökunum og í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær segir hann þá nýjustu vera rógburð. Þá stendur Donald Trump, Bandaríkjaforseti, við bakið á Kavanaugh, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu.Bæði Kavanaugh og Ford munu koma fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings á fimmtudag. Þau munu svara spurningum þingmanna um ásakanirnar. Í gær var greint frá því að Kavanaugh hygðist afhenda nefndinni dagatöl frá árinu 1982 til að renna stoðum undir neitun hans á því að hafa framið brotið. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Mun afhenda nefndinni dagatöl frá 1982 til að styðja mál sitt Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donald Trump Bandaríkjaforseta, hyggst afhenda dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings dagatöl frá 1982 til þess að renna stoðum undir neitun hans á því að hafa framið kynferðisbrot sama ár. 23. september 2018 22:02 Mun mæta og svara spurningum þingmanna um ásakanir á hendur Kavanaugh Christine Blasey Ford, sálfræðiprófessor í Kaliforníu, mun mæta fyrir þingnefnd og svara spurningum þingmanna um ásakanir hennar á hendur Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseti, um kynferðisofbeldi fyrir um þrjátíu árum. 22. september 2018 19:02 Vill tryggja öryggi fjölskyldu sinnar og njóta sanngirni Christine Blasey Ford, sem hefur sakað Brett Kavanaugh, sem tilnefndur er til Hæstaréttar Bandaríkjanna, um nauðgun þegar þau voru í menntaskóla er tilbúin til að svara spurningum öldungadeildarþingmanna. 21. september 2018 09:52 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Önnur kona hefur stigið fram og sakað Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseta, um kynferðisofbeldi. Deborah Ramirez, skólasystir dómarans úr Yale háskóanum, segir frá ásökununum í viðtali við the New Yorker. Hún sakar hann um að hafa skólaárið 1983-1984 berað sig í gleðskap á heimavist skólans og þrýst kynfærum sínum að andliti hennar þannig að þau snertu andlit hennar án samþykkis. Ramirez var fyrsta árs nemi þegar meint brot á að hafa átt sér stað. Hún lýsir því í samtali við New Yorker að hún og Kavanaugh hafi bæði tekið þátt í drykkjuleik þar sem viðstaddir sátu í hring, og hann hafi berað sig við það tilefni. Ramirez segir að atvikið hafi verið henni afar þungbært. „Ég ætlaði ekki að snerta typpi áður en ég gifti mig. Ég skammaðist mín og ég var niðurlægð,“ segir Ramirez. Hún viðurkennir þó að minni hennar umrætt kvöld sé gloppótt sökum áfengisneyslu.Þvertekur fyrir nýjar ásakanir Blaðamennirnir Ronan Farrow og Jane Mayer eru skrifuð fyrir viðtalinu við Ramirez. Farrow og Mayer segjast hafa borið frásögn Ramirez undir fjölmarga bekkjarfélaga hennar og Kavanaugh. Þrír hafa sagst muna eftir því að hafa rætt umrætt atvik sín á milli en voru þó ekki viðstaddir gleðskapinn þar sem brotið á að hafa verið framið. Tveir karlkyns bekkjarfélagar, sem eiga að hafa verið viðriðnir atvikið, þvertaka þó fyrir að það hafi átt sér stað. Áður hefur Christine Blasey Ford, skólasystir dómarans úr menntaskóla, sakað Kavanaugh um kynferðisofbeldi. Hann neitar öllum ásökunum og í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær segir hann þá nýjustu vera rógburð. Þá stendur Donald Trump, Bandaríkjaforseti, við bakið á Kavanaugh, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu.Bæði Kavanaugh og Ford munu koma fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings á fimmtudag. Þau munu svara spurningum þingmanna um ásakanirnar. Í gær var greint frá því að Kavanaugh hygðist afhenda nefndinni dagatöl frá árinu 1982 til að renna stoðum undir neitun hans á því að hafa framið brotið.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Mun afhenda nefndinni dagatöl frá 1982 til að styðja mál sitt Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donald Trump Bandaríkjaforseta, hyggst afhenda dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings dagatöl frá 1982 til þess að renna stoðum undir neitun hans á því að hafa framið kynferðisbrot sama ár. 23. september 2018 22:02 Mun mæta og svara spurningum þingmanna um ásakanir á hendur Kavanaugh Christine Blasey Ford, sálfræðiprófessor í Kaliforníu, mun mæta fyrir þingnefnd og svara spurningum þingmanna um ásakanir hennar á hendur Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseti, um kynferðisofbeldi fyrir um þrjátíu árum. 22. september 2018 19:02 Vill tryggja öryggi fjölskyldu sinnar og njóta sanngirni Christine Blasey Ford, sem hefur sakað Brett Kavanaugh, sem tilnefndur er til Hæstaréttar Bandaríkjanna, um nauðgun þegar þau voru í menntaskóla er tilbúin til að svara spurningum öldungadeildarþingmanna. 21. september 2018 09:52 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Mun afhenda nefndinni dagatöl frá 1982 til að styðja mál sitt Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donald Trump Bandaríkjaforseta, hyggst afhenda dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings dagatöl frá 1982 til þess að renna stoðum undir neitun hans á því að hafa framið kynferðisbrot sama ár. 23. september 2018 22:02
Mun mæta og svara spurningum þingmanna um ásakanir á hendur Kavanaugh Christine Blasey Ford, sálfræðiprófessor í Kaliforníu, mun mæta fyrir þingnefnd og svara spurningum þingmanna um ásakanir hennar á hendur Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseti, um kynferðisofbeldi fyrir um þrjátíu árum. 22. september 2018 19:02
Vill tryggja öryggi fjölskyldu sinnar og njóta sanngirni Christine Blasey Ford, sem hefur sakað Brett Kavanaugh, sem tilnefndur er til Hæstaréttar Bandaríkjanna, um nauðgun þegar þau voru í menntaskóla er tilbúin til að svara spurningum öldungadeildarþingmanna. 21. september 2018 09:52