Mun afhenda nefndinni dagatöl frá 1982 til að styðja mál sitt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. september 2018 22:02 Brett Kavanaugh. AP/Andrew Harnik Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donald Trump Bandaríkjaforseta, hyggst afhenda dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings dagatöl frá 1982 til þess að renna stoðum undir neitun hans á því að hafa framið kynferðisbrot sama ár.New York Times greinir frá og hefur eftir starfsmanni sem vinnur að því að þingið staðfesti útnefningu Kavanaugh sem hæstaréttardómara. Christine Blasey Ford hefur sakaða hann um kynferðislegt ofbeldi sem hún segir hafa átt sér stað sumarið 1982 er hún var fimmtán ára og Kavanaugh 17 ára. Kavanaugh hefur þvertekið fyrir ásakanir Ford. Teymi Kavanaugh viðurkennir reyndar að dagatölin muni ekki afsanna ásakanir Ford en þær munu verða lagðar fram til þess að sýna hvernig Kavanaugh eyddi tíma sínum sumarið 1982. Partýið eða veislan sem árásin er sögð hafa verið framin í er ekki skráð á dagatöl hans en í frétt New York Times segir að á dagatölin séu skráðar aðrar veislur. Dagatölin sýna að Kavanaugh eyddi megninu af sumrinu á ströndinni eða með foreldrum sínum en þegar hann var staddur heima hjá sér í bænum sem árásin er sögð hafa átt sér stað var hann yfirleitt í körfubolta, í kvikmyndahúsum eða í viðtölum vegna inntöku í háskóla.Ford kemur fyrir nefndina á fimmtudag Í gær var staðfest að Ford myndi mæta fyrir þingnefndina til þess að svara spurningum þingmanna um ásakanirnar og í dag var staðfest að sá fundur verði haldinn á fimmtudaginn. Þar mun Ford, ásamt Kavanaugh, mæta.Í frétt New York Times um fundinn segir að það eina sem óvíst sé um þann fund sé hvort Repúblikanar í nefndinni, sem eru í meirihluta, muni fá lögfræðing eða annan aðila til þess að spyrja Ford út í ásakanirnar, í stað þess að gera það sjálfir. Eru leiðtogar repúblikana sagðir hafa áhyggjur af því að það kunni að líta illa út að nefndarmenn repúblikana, sem allir eru karlmenn, gangi hart að Ford vegna ásakanna hennar í garð Kavanaugh. Donald Trump Tengdar fréttir Mun mæta og svara spurningum þingmanna um ásakanir á hendur Kavanaugh Christine Blasey Ford, sálfræðiprófessor í Kaliforníu, mun mæta fyrir þingnefnd og svara spurningum þingmanna um ásakanir hennar á hendur Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseti, um kynferðisofbeldi fyrir um þrjátíu árum. 22. september 2018 19:02 Vill tryggja öryggi fjölskyldu sinnar og njóta sanngirni Christine Blasey Ford, sem hefur sakað Brett Kavanaugh, sem tilnefndur er til Hæstaréttar Bandaríkjanna, um nauðgun þegar þau voru í menntaskóla er tilbúin til að svara spurningum öldungadeildarþingmanna. 21. september 2018 09:52 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Fleiri fréttir Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sjá meira
Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donald Trump Bandaríkjaforseta, hyggst afhenda dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings dagatöl frá 1982 til þess að renna stoðum undir neitun hans á því að hafa framið kynferðisbrot sama ár.New York Times greinir frá og hefur eftir starfsmanni sem vinnur að því að þingið staðfesti útnefningu Kavanaugh sem hæstaréttardómara. Christine Blasey Ford hefur sakaða hann um kynferðislegt ofbeldi sem hún segir hafa átt sér stað sumarið 1982 er hún var fimmtán ára og Kavanaugh 17 ára. Kavanaugh hefur þvertekið fyrir ásakanir Ford. Teymi Kavanaugh viðurkennir reyndar að dagatölin muni ekki afsanna ásakanir Ford en þær munu verða lagðar fram til þess að sýna hvernig Kavanaugh eyddi tíma sínum sumarið 1982. Partýið eða veislan sem árásin er sögð hafa verið framin í er ekki skráð á dagatöl hans en í frétt New York Times segir að á dagatölin séu skráðar aðrar veislur. Dagatölin sýna að Kavanaugh eyddi megninu af sumrinu á ströndinni eða með foreldrum sínum en þegar hann var staddur heima hjá sér í bænum sem árásin er sögð hafa átt sér stað var hann yfirleitt í körfubolta, í kvikmyndahúsum eða í viðtölum vegna inntöku í háskóla.Ford kemur fyrir nefndina á fimmtudag Í gær var staðfest að Ford myndi mæta fyrir þingnefndina til þess að svara spurningum þingmanna um ásakanirnar og í dag var staðfest að sá fundur verði haldinn á fimmtudaginn. Þar mun Ford, ásamt Kavanaugh, mæta.Í frétt New York Times um fundinn segir að það eina sem óvíst sé um þann fund sé hvort Repúblikanar í nefndinni, sem eru í meirihluta, muni fá lögfræðing eða annan aðila til þess að spyrja Ford út í ásakanirnar, í stað þess að gera það sjálfir. Eru leiðtogar repúblikana sagðir hafa áhyggjur af því að það kunni að líta illa út að nefndarmenn repúblikana, sem allir eru karlmenn, gangi hart að Ford vegna ásakanna hennar í garð Kavanaugh.
Donald Trump Tengdar fréttir Mun mæta og svara spurningum þingmanna um ásakanir á hendur Kavanaugh Christine Blasey Ford, sálfræðiprófessor í Kaliforníu, mun mæta fyrir þingnefnd og svara spurningum þingmanna um ásakanir hennar á hendur Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseti, um kynferðisofbeldi fyrir um þrjátíu árum. 22. september 2018 19:02 Vill tryggja öryggi fjölskyldu sinnar og njóta sanngirni Christine Blasey Ford, sem hefur sakað Brett Kavanaugh, sem tilnefndur er til Hæstaréttar Bandaríkjanna, um nauðgun þegar þau voru í menntaskóla er tilbúin til að svara spurningum öldungadeildarþingmanna. 21. september 2018 09:52 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Fleiri fréttir Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sjá meira
Mun mæta og svara spurningum þingmanna um ásakanir á hendur Kavanaugh Christine Blasey Ford, sálfræðiprófessor í Kaliforníu, mun mæta fyrir þingnefnd og svara spurningum þingmanna um ásakanir hennar á hendur Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseti, um kynferðisofbeldi fyrir um þrjátíu árum. 22. september 2018 19:02
Vill tryggja öryggi fjölskyldu sinnar og njóta sanngirni Christine Blasey Ford, sem hefur sakað Brett Kavanaugh, sem tilnefndur er til Hæstaréttar Bandaríkjanna, um nauðgun þegar þau voru í menntaskóla er tilbúin til að svara spurningum öldungadeildarþingmanna. 21. september 2018 09:52