Erlent

Banna flokk sem berst fyrir sjálfstæði Hong Kong

Atli Ísleifsson skrifar
Þetta er í fyrsta sinn sem stjórnmálaflokkur er bannaður í Hong Kong frá því að svæðið fluttist aftur til Kína árið 1997.
Þetta er í fyrsta sinn sem stjórnmálaflokkur er bannaður í Hong Kong frá því að svæðið fluttist aftur til Kína árið 1997. Vísir/Getty
Yfirvöld í Hong Kong hafa bannað lítinn stjórnmálaflokk sem hefur það á stefnuskránni að svæðið skuli lýsa yfir sjálfstæði. Flokkurinn, Þjóðarflokkur Hong Kong, er sagður ógna þjóðaröryggi.

Hong Kong er kínverskt sjálfstjórnarsvæði þar sem íbúar njóta frelsis sem aðrir íbúar Kína njóta ekki. Í frétt BBC segir að bannið komi á tíma þar sem margir Hong Kong-búar óttist að stjórnvöld í Kína muni þrýsta á að afnema þau sérstöku fríðindi sem íbúar svæðisins njóta umfram aðra Kínverja.

Þetta er í fyrsta sinn sem stjórnmálaflokkur er bannaður í Hong Kong frá því að svæðið fluttist aftur til Kína frá Bretum árið 1997.

Yfirvöld í Hong Kong segja umræddan stjórnmálaflokk hafa dreift hatursáróðri í garð Kína. Flokkurinn er hreyfing á jaðri stjórnmálanna og nýtur lítils stuðnings meðal íbúa Hong Kong, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×