Fullorðið fólk í byssuleik Guttormur Þorsteinssog og Stefán Pálsson skrifar 25. september 2018 07:00 Fyrir tæpum fimmtíu árum rændi hinn dularfulli þjóðflokkur Grandóníumanna íslenskum vísindamanni og íturvaxinni dóttur hans og hélt með til fjalla. Í kjölfarið var sendur út herflokkur sem arkaði um Þjórsárdal til að heimta feðginin úr helju, sem tókst eftir snarpan bardaga við fjallabúana vígreifu. Þessi flétta var ekki í barnabók eftir Ármann Kr. Einarsson eða óvenjuslappri hasarmynd úr Hollywood, heldur raunveruleg lýsing á heræfingum Breta í Þjórsárdal sumarið 1969. Sjaldan hefur komið jafn skýrt í ljós hversu lítill munur er í raun á heræfingum stórveldanna og stríðsleikjum ungra drengja. Fáránlegir hlutverkaleikir hafa löngum fylgt æfingum af þessu tagi. Skemmst er að minnast æfingarinnar „Norðurvíkingur“ (nafngiftin segir í raun allt sem segja þarf) þar sem Nató-hermenn börðust við ímyndaða umhverfishryðjuverkamenn sem áttu að hafa hertekið Steingrímsstöð í Sogi! Eða þá þegar bandarískar herþyrlur ætluðu að æfa lendingar í Hljómskálagarðinum um aldamótin, en voru stöðvaðar af íslenskum friðarsinnum. Nú berast fréttir af fyrirhuguðum Nató-heræfingum hér á landi síðar í haust. Þar á meðal í Þjórsárdal og víða á Reykjanesskaga. Hinn ímyndaði óvinur verður þó ekki Grandóníumenn heldur ótilgreindir hryðjuverkamenn, enda hefur mestallur fjáraustur í vígvæðingu síðustu ára verið réttlættur með „stríðinu gegn hryðjuverkum“. Eftir sem áður eru stríðsleikir þessir ekki annað en nákvæmlega það: fullorðið fólk í fokdýrum byssuleik að undirbúa sig fyrir alvöru dráp á raunverulegu fólki. Höfnum öllum heræfingum! Höfundar eru ritari og formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guttormur Þorsteinsson Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir tæpum fimmtíu árum rændi hinn dularfulli þjóðflokkur Grandóníumanna íslenskum vísindamanni og íturvaxinni dóttur hans og hélt með til fjalla. Í kjölfarið var sendur út herflokkur sem arkaði um Þjórsárdal til að heimta feðginin úr helju, sem tókst eftir snarpan bardaga við fjallabúana vígreifu. Þessi flétta var ekki í barnabók eftir Ármann Kr. Einarsson eða óvenjuslappri hasarmynd úr Hollywood, heldur raunveruleg lýsing á heræfingum Breta í Þjórsárdal sumarið 1969. Sjaldan hefur komið jafn skýrt í ljós hversu lítill munur er í raun á heræfingum stórveldanna og stríðsleikjum ungra drengja. Fáránlegir hlutverkaleikir hafa löngum fylgt æfingum af þessu tagi. Skemmst er að minnast æfingarinnar „Norðurvíkingur“ (nafngiftin segir í raun allt sem segja þarf) þar sem Nató-hermenn börðust við ímyndaða umhverfishryðjuverkamenn sem áttu að hafa hertekið Steingrímsstöð í Sogi! Eða þá þegar bandarískar herþyrlur ætluðu að æfa lendingar í Hljómskálagarðinum um aldamótin, en voru stöðvaðar af íslenskum friðarsinnum. Nú berast fréttir af fyrirhuguðum Nató-heræfingum hér á landi síðar í haust. Þar á meðal í Þjórsárdal og víða á Reykjanesskaga. Hinn ímyndaði óvinur verður þó ekki Grandóníumenn heldur ótilgreindir hryðjuverkamenn, enda hefur mestallur fjáraustur í vígvæðingu síðustu ára verið réttlættur með „stríðinu gegn hryðjuverkum“. Eftir sem áður eru stríðsleikir þessir ekki annað en nákvæmlega það: fullorðið fólk í fokdýrum byssuleik að undirbúa sig fyrir alvöru dráp á raunverulegu fólki. Höfnum öllum heræfingum! Höfundar eru ritari og formaður Samtaka hernaðarandstæðinga.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar