Réðu konu til að ræða við meint fórnarlamb Kavanaugh Samúel Karl Ólason skrifar 25. september 2018 23:05 Brett Kavanaugh. AP/Manuel Balce Ceneta Repúblikanar í dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings hafa ráðið kvenkyns lögfræðing til að spyrja Christine Blasey Ford spurninga á fundi nefndarinnar á fimmtudaginn. Ford hefur sakað Brett Kavanaugh, sem Donald Trump hefur tilnefnt til Hæstaréttar Bandaríkjanna, um að hafa reynt að nauðga sér þegar þau voru unglingar. Kavanaugh mun einnig bera vitni á nefndarfundinum á fimmtudaginn en hann hefur neitað ásökunum beggja kvennanna sem hafa stigið fram. Allir ellefu þingmenn Repúblikanaflokksins í nefndinni eru eldri karlar og hafa þeir óttast hvernig það myndi líta út að þeir myndu spyrja hana út í ásakanir hennar. Þeir óttast að tapa atkvæðum kvenna þegar svo stutt er í þingkosningar. Þeir hafa ekki viljað opinbera nafn hennar og segja það gert til að tryggja öryggi hennar. Chuck Grassley, formaður nefndarinnar, var spurður hvort einhverjar hótanir hefðu borist og sagðist hann ekki vita til þess. Repúblikanar hafa lagt mikið kapp í að koma Kavanaugh í embætti og Mitch McConnell, leiðtogi flokksins í öldungadeildinni, hefur skipulagt atkvæðagreiðslu um tilnefningu Kavanaugh strax á föstudaginn, samkvæmt Politco.McConnell sagði í dag að Kvanaugh væri fórnarlamb „vopnvædds rógburðs“.Segir ásökun vera tilbúning Önnur kona hefur stigið fram og sakað Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseta, um kynferðisofbeldi.Deborah Ramirez, skólasystir dómarans úr Yale háskóanum, segir frá ásökununum í viðtali við the New Yorker. Hún sakar hann um að hafa skólaárið 1983-1984 berað sig í gleðskap á heimavist skólans og þrýst kynfærum sínum að andliti hennar þannig að þau snertu andlit hennar án samþykkis. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði fyrr í dag að saga hennar væri tilbúningur. Hún hefði „sko verið ölvuð og í ruglinu“ eins og forsetinn orðaði það. Þá sagði hann, aftur, að ásakanirnar gegn Kavanaugh væru runnar undan rifjum Demókrata. „Seinni konan er með ekkert í höndunum. Hún heldur að þetta hafi verið hann, kannski ekki. Hún viðurkennir að hafa verið ölvuð og að hún muni þetta ekki algerlega,“ sagði Trump og gerði hann lítið úr málinu. „Einmitt,“ sagði hann með kaldhæðnistón. „Við skulum ekki gera hann að Hæstaréttardómara út af þessu. Þetta er svikamylla Demókrataflokksins.“ Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir „Ég er ekki að fara neitt“ Tvær konur hafa stigið fram og sakað Kavanaugh um kynferðisbrot á árum áður en hann þvertekur fyrir að hafa brotið af sér. 24. september 2018 21:19 Trump segir ásakanir á hendur Kavanaugh pólitískar Bandaríkjaforseti segist standa með dómaranum Brett Kavanaugh „alla leið“. 24. september 2018 13:56 Sífellt fleiri trúa að Kavanaugh sé sekur um kynferðisbrot Kannanir sýna að sífellt fleiri kjósendur í Bandaríkjunum snúast gegn Brett Kavanaugh, sem er tilnefndur sem hæstaréttadómari, en hann er sakaður um kynferðisbrot á yngri árum. Hann segist þó alls ekki ætla að draga sig í hlé, enda sé ekkert hæft í þeim ásökunum. 25. september 2018 11:49 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Sjá meira
Repúblikanar í dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings hafa ráðið kvenkyns lögfræðing til að spyrja Christine Blasey Ford spurninga á fundi nefndarinnar á fimmtudaginn. Ford hefur sakað Brett Kavanaugh, sem Donald Trump hefur tilnefnt til Hæstaréttar Bandaríkjanna, um að hafa reynt að nauðga sér þegar þau voru unglingar. Kavanaugh mun einnig bera vitni á nefndarfundinum á fimmtudaginn en hann hefur neitað ásökunum beggja kvennanna sem hafa stigið fram. Allir ellefu þingmenn Repúblikanaflokksins í nefndinni eru eldri karlar og hafa þeir óttast hvernig það myndi líta út að þeir myndu spyrja hana út í ásakanir hennar. Þeir óttast að tapa atkvæðum kvenna þegar svo stutt er í þingkosningar. Þeir hafa ekki viljað opinbera nafn hennar og segja það gert til að tryggja öryggi hennar. Chuck Grassley, formaður nefndarinnar, var spurður hvort einhverjar hótanir hefðu borist og sagðist hann ekki vita til þess. Repúblikanar hafa lagt mikið kapp í að koma Kavanaugh í embætti og Mitch McConnell, leiðtogi flokksins í öldungadeildinni, hefur skipulagt atkvæðagreiðslu um tilnefningu Kavanaugh strax á föstudaginn, samkvæmt Politco.McConnell sagði í dag að Kvanaugh væri fórnarlamb „vopnvædds rógburðs“.Segir ásökun vera tilbúning Önnur kona hefur stigið fram og sakað Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseta, um kynferðisofbeldi.Deborah Ramirez, skólasystir dómarans úr Yale háskóanum, segir frá ásökununum í viðtali við the New Yorker. Hún sakar hann um að hafa skólaárið 1983-1984 berað sig í gleðskap á heimavist skólans og þrýst kynfærum sínum að andliti hennar þannig að þau snertu andlit hennar án samþykkis. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði fyrr í dag að saga hennar væri tilbúningur. Hún hefði „sko verið ölvuð og í ruglinu“ eins og forsetinn orðaði það. Þá sagði hann, aftur, að ásakanirnar gegn Kavanaugh væru runnar undan rifjum Demókrata. „Seinni konan er með ekkert í höndunum. Hún heldur að þetta hafi verið hann, kannski ekki. Hún viðurkennir að hafa verið ölvuð og að hún muni þetta ekki algerlega,“ sagði Trump og gerði hann lítið úr málinu. „Einmitt,“ sagði hann með kaldhæðnistón. „Við skulum ekki gera hann að Hæstaréttardómara út af þessu. Þetta er svikamylla Demókrataflokksins.“
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir „Ég er ekki að fara neitt“ Tvær konur hafa stigið fram og sakað Kavanaugh um kynferðisbrot á árum áður en hann þvertekur fyrir að hafa brotið af sér. 24. september 2018 21:19 Trump segir ásakanir á hendur Kavanaugh pólitískar Bandaríkjaforseti segist standa með dómaranum Brett Kavanaugh „alla leið“. 24. september 2018 13:56 Sífellt fleiri trúa að Kavanaugh sé sekur um kynferðisbrot Kannanir sýna að sífellt fleiri kjósendur í Bandaríkjunum snúast gegn Brett Kavanaugh, sem er tilnefndur sem hæstaréttadómari, en hann er sakaður um kynferðisbrot á yngri árum. Hann segist þó alls ekki ætla að draga sig í hlé, enda sé ekkert hæft í þeim ásökunum. 25. september 2018 11:49 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Sjá meira
„Ég er ekki að fara neitt“ Tvær konur hafa stigið fram og sakað Kavanaugh um kynferðisbrot á árum áður en hann þvertekur fyrir að hafa brotið af sér. 24. september 2018 21:19
Trump segir ásakanir á hendur Kavanaugh pólitískar Bandaríkjaforseti segist standa með dómaranum Brett Kavanaugh „alla leið“. 24. september 2018 13:56
Sífellt fleiri trúa að Kavanaugh sé sekur um kynferðisbrot Kannanir sýna að sífellt fleiri kjósendur í Bandaríkjunum snúast gegn Brett Kavanaugh, sem er tilnefndur sem hæstaréttadómari, en hann er sakaður um kynferðisbrot á yngri árum. Hann segist þó alls ekki ætla að draga sig í hlé, enda sé ekkert hæft í þeim ásökunum. 25. september 2018 11:49