Réðu konu til að ræða við meint fórnarlamb Kavanaugh Samúel Karl Ólason skrifar 25. september 2018 23:05 Brett Kavanaugh. AP/Manuel Balce Ceneta Repúblikanar í dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings hafa ráðið kvenkyns lögfræðing til að spyrja Christine Blasey Ford spurninga á fundi nefndarinnar á fimmtudaginn. Ford hefur sakað Brett Kavanaugh, sem Donald Trump hefur tilnefnt til Hæstaréttar Bandaríkjanna, um að hafa reynt að nauðga sér þegar þau voru unglingar. Kavanaugh mun einnig bera vitni á nefndarfundinum á fimmtudaginn en hann hefur neitað ásökunum beggja kvennanna sem hafa stigið fram. Allir ellefu þingmenn Repúblikanaflokksins í nefndinni eru eldri karlar og hafa þeir óttast hvernig það myndi líta út að þeir myndu spyrja hana út í ásakanir hennar. Þeir óttast að tapa atkvæðum kvenna þegar svo stutt er í þingkosningar. Þeir hafa ekki viljað opinbera nafn hennar og segja það gert til að tryggja öryggi hennar. Chuck Grassley, formaður nefndarinnar, var spurður hvort einhverjar hótanir hefðu borist og sagðist hann ekki vita til þess. Repúblikanar hafa lagt mikið kapp í að koma Kavanaugh í embætti og Mitch McConnell, leiðtogi flokksins í öldungadeildinni, hefur skipulagt atkvæðagreiðslu um tilnefningu Kavanaugh strax á föstudaginn, samkvæmt Politco.McConnell sagði í dag að Kvanaugh væri fórnarlamb „vopnvædds rógburðs“.Segir ásökun vera tilbúning Önnur kona hefur stigið fram og sakað Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseta, um kynferðisofbeldi.Deborah Ramirez, skólasystir dómarans úr Yale háskóanum, segir frá ásökununum í viðtali við the New Yorker. Hún sakar hann um að hafa skólaárið 1983-1984 berað sig í gleðskap á heimavist skólans og þrýst kynfærum sínum að andliti hennar þannig að þau snertu andlit hennar án samþykkis. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði fyrr í dag að saga hennar væri tilbúningur. Hún hefði „sko verið ölvuð og í ruglinu“ eins og forsetinn orðaði það. Þá sagði hann, aftur, að ásakanirnar gegn Kavanaugh væru runnar undan rifjum Demókrata. „Seinni konan er með ekkert í höndunum. Hún heldur að þetta hafi verið hann, kannski ekki. Hún viðurkennir að hafa verið ölvuð og að hún muni þetta ekki algerlega,“ sagði Trump og gerði hann lítið úr málinu. „Einmitt,“ sagði hann með kaldhæðnistón. „Við skulum ekki gera hann að Hæstaréttardómara út af þessu. Þetta er svikamylla Demókrataflokksins.“ Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir „Ég er ekki að fara neitt“ Tvær konur hafa stigið fram og sakað Kavanaugh um kynferðisbrot á árum áður en hann þvertekur fyrir að hafa brotið af sér. 24. september 2018 21:19 Trump segir ásakanir á hendur Kavanaugh pólitískar Bandaríkjaforseti segist standa með dómaranum Brett Kavanaugh „alla leið“. 24. september 2018 13:56 Sífellt fleiri trúa að Kavanaugh sé sekur um kynferðisbrot Kannanir sýna að sífellt fleiri kjósendur í Bandaríkjunum snúast gegn Brett Kavanaugh, sem er tilnefndur sem hæstaréttadómari, en hann er sakaður um kynferðisbrot á yngri árum. Hann segist þó alls ekki ætla að draga sig í hlé, enda sé ekkert hæft í þeim ásökunum. 25. september 2018 11:49 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Sjá meira
Repúblikanar í dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings hafa ráðið kvenkyns lögfræðing til að spyrja Christine Blasey Ford spurninga á fundi nefndarinnar á fimmtudaginn. Ford hefur sakað Brett Kavanaugh, sem Donald Trump hefur tilnefnt til Hæstaréttar Bandaríkjanna, um að hafa reynt að nauðga sér þegar þau voru unglingar. Kavanaugh mun einnig bera vitni á nefndarfundinum á fimmtudaginn en hann hefur neitað ásökunum beggja kvennanna sem hafa stigið fram. Allir ellefu þingmenn Repúblikanaflokksins í nefndinni eru eldri karlar og hafa þeir óttast hvernig það myndi líta út að þeir myndu spyrja hana út í ásakanir hennar. Þeir óttast að tapa atkvæðum kvenna þegar svo stutt er í þingkosningar. Þeir hafa ekki viljað opinbera nafn hennar og segja það gert til að tryggja öryggi hennar. Chuck Grassley, formaður nefndarinnar, var spurður hvort einhverjar hótanir hefðu borist og sagðist hann ekki vita til þess. Repúblikanar hafa lagt mikið kapp í að koma Kavanaugh í embætti og Mitch McConnell, leiðtogi flokksins í öldungadeildinni, hefur skipulagt atkvæðagreiðslu um tilnefningu Kavanaugh strax á föstudaginn, samkvæmt Politco.McConnell sagði í dag að Kvanaugh væri fórnarlamb „vopnvædds rógburðs“.Segir ásökun vera tilbúning Önnur kona hefur stigið fram og sakað Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseta, um kynferðisofbeldi.Deborah Ramirez, skólasystir dómarans úr Yale háskóanum, segir frá ásökununum í viðtali við the New Yorker. Hún sakar hann um að hafa skólaárið 1983-1984 berað sig í gleðskap á heimavist skólans og þrýst kynfærum sínum að andliti hennar þannig að þau snertu andlit hennar án samþykkis. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði fyrr í dag að saga hennar væri tilbúningur. Hún hefði „sko verið ölvuð og í ruglinu“ eins og forsetinn orðaði það. Þá sagði hann, aftur, að ásakanirnar gegn Kavanaugh væru runnar undan rifjum Demókrata. „Seinni konan er með ekkert í höndunum. Hún heldur að þetta hafi verið hann, kannski ekki. Hún viðurkennir að hafa verið ölvuð og að hún muni þetta ekki algerlega,“ sagði Trump og gerði hann lítið úr málinu. „Einmitt,“ sagði hann með kaldhæðnistón. „Við skulum ekki gera hann að Hæstaréttardómara út af þessu. Þetta er svikamylla Demókrataflokksins.“
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir „Ég er ekki að fara neitt“ Tvær konur hafa stigið fram og sakað Kavanaugh um kynferðisbrot á árum áður en hann þvertekur fyrir að hafa brotið af sér. 24. september 2018 21:19 Trump segir ásakanir á hendur Kavanaugh pólitískar Bandaríkjaforseti segist standa með dómaranum Brett Kavanaugh „alla leið“. 24. september 2018 13:56 Sífellt fleiri trúa að Kavanaugh sé sekur um kynferðisbrot Kannanir sýna að sífellt fleiri kjósendur í Bandaríkjunum snúast gegn Brett Kavanaugh, sem er tilnefndur sem hæstaréttadómari, en hann er sakaður um kynferðisbrot á yngri árum. Hann segist þó alls ekki ætla að draga sig í hlé, enda sé ekkert hæft í þeim ásökunum. 25. september 2018 11:49 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Sjá meira
„Ég er ekki að fara neitt“ Tvær konur hafa stigið fram og sakað Kavanaugh um kynferðisbrot á árum áður en hann þvertekur fyrir að hafa brotið af sér. 24. september 2018 21:19
Trump segir ásakanir á hendur Kavanaugh pólitískar Bandaríkjaforseti segist standa með dómaranum Brett Kavanaugh „alla leið“. 24. september 2018 13:56
Sífellt fleiri trúa að Kavanaugh sé sekur um kynferðisbrot Kannanir sýna að sífellt fleiri kjósendur í Bandaríkjunum snúast gegn Brett Kavanaugh, sem er tilnefndur sem hæstaréttadómari, en hann er sakaður um kynferðisbrot á yngri árum. Hann segist þó alls ekki ætla að draga sig í hlé, enda sé ekkert hæft í þeim ásökunum. 25. september 2018 11:49