Varar Íran við „helvíti“ af hendi Bandaríkjanna Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. september 2018 11:12 John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna. Vísir/getty Þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, John Bolton, varaði ráðamenn í Íran við því að skaði þeir Bandaríkin, þegna þeirra eða bandamenn muni það hafa hörmulegar afleiðingar. Bolton sagði að Íranir myndu eiga von á því að „bíða helvíti“, ógni þeir Bandaríkjunum á umræddan hátt. Bolton tjáði sig í kjölfar ræðu Donalds Trumps Bandaríkjaforseta á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. Þar sakaði forsetinn Íran um að stuðla að „ringulreið, dauða og eyðileggingu“ í Miðausturlöndum. Bolton hélt sjálfur ræðu á ráðstefnu um málefni Íran sem haldin var í New York í gær. Ráðstefnan var haldin undir neikvæðum formerkjum í garð landsins, að því er fram kemur í frétt BBC um málið. „Skilaboð mín í dag eru skýr: Við erum að fylgjast með, og við munum leita ykkur uppi,“ sagði Bolton m.a. í ræðu sinni og beindi orðum sínum að yfirvöldum í Íran. Forseti Íran, Hassan Rouhani, svaraði Trump um hæl í gær og sakaði Bandaríkjastjórn um fjandskap í garð Írana. Þar vísaði hann sérstaklega til kjarnorkusamkomulagsins, sem innsiglað var í tíð Obama, og Trump rifti fyrir nokkru síðan. Bandaríkin Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Gagnrýnir Bandaríkin eftir mannskæða skotárás Hassan Rouhani, forseti Írans, hefur gagnrýnt bandarísk stjórnvöld harðlega eftir mannskæða skotárás sem gerð var á hersýningu í borginni Ahvaz í gær. Þetta kemur fram á vef BBC. 23. september 2018 11:04 Hlegið að grobbi Trump hjá Sameinuðu þjóðunum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, var tiltölulega nýbyrjaður á ræðu sinni á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag þegar aðrir þjóðarleiðtogar hlóu að honum. 25. september 2018 17:57 Telja að strengjabrúður Bandaríkjanna hafi staðið að baki hryðjuverkaárás Tuttugu og níu týndu lífi þegar fjórir menn hófu skothríð á skrúðgöngu hermanna í borginni Ahvaz í Íran um helgina. Þarlend samtök hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni en írönsk yfirvöld benda á Bandaríkin og vini þeirra. 24. september 2018 07:30 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Sjá meira
Þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, John Bolton, varaði ráðamenn í Íran við því að skaði þeir Bandaríkin, þegna þeirra eða bandamenn muni það hafa hörmulegar afleiðingar. Bolton sagði að Íranir myndu eiga von á því að „bíða helvíti“, ógni þeir Bandaríkjunum á umræddan hátt. Bolton tjáði sig í kjölfar ræðu Donalds Trumps Bandaríkjaforseta á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. Þar sakaði forsetinn Íran um að stuðla að „ringulreið, dauða og eyðileggingu“ í Miðausturlöndum. Bolton hélt sjálfur ræðu á ráðstefnu um málefni Íran sem haldin var í New York í gær. Ráðstefnan var haldin undir neikvæðum formerkjum í garð landsins, að því er fram kemur í frétt BBC um málið. „Skilaboð mín í dag eru skýr: Við erum að fylgjast með, og við munum leita ykkur uppi,“ sagði Bolton m.a. í ræðu sinni og beindi orðum sínum að yfirvöldum í Íran. Forseti Íran, Hassan Rouhani, svaraði Trump um hæl í gær og sakaði Bandaríkjastjórn um fjandskap í garð Írana. Þar vísaði hann sérstaklega til kjarnorkusamkomulagsins, sem innsiglað var í tíð Obama, og Trump rifti fyrir nokkru síðan.
Bandaríkin Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Gagnrýnir Bandaríkin eftir mannskæða skotárás Hassan Rouhani, forseti Írans, hefur gagnrýnt bandarísk stjórnvöld harðlega eftir mannskæða skotárás sem gerð var á hersýningu í borginni Ahvaz í gær. Þetta kemur fram á vef BBC. 23. september 2018 11:04 Hlegið að grobbi Trump hjá Sameinuðu þjóðunum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, var tiltölulega nýbyrjaður á ræðu sinni á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag þegar aðrir þjóðarleiðtogar hlóu að honum. 25. september 2018 17:57 Telja að strengjabrúður Bandaríkjanna hafi staðið að baki hryðjuverkaárás Tuttugu og níu týndu lífi þegar fjórir menn hófu skothríð á skrúðgöngu hermanna í borginni Ahvaz í Íran um helgina. Þarlend samtök hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni en írönsk yfirvöld benda á Bandaríkin og vini þeirra. 24. september 2018 07:30 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Sjá meira
Gagnrýnir Bandaríkin eftir mannskæða skotárás Hassan Rouhani, forseti Írans, hefur gagnrýnt bandarísk stjórnvöld harðlega eftir mannskæða skotárás sem gerð var á hersýningu í borginni Ahvaz í gær. Þetta kemur fram á vef BBC. 23. september 2018 11:04
Hlegið að grobbi Trump hjá Sameinuðu þjóðunum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, var tiltölulega nýbyrjaður á ræðu sinni á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag þegar aðrir þjóðarleiðtogar hlóu að honum. 25. september 2018 17:57
Telja að strengjabrúður Bandaríkjanna hafi staðið að baki hryðjuverkaárás Tuttugu og níu týndu lífi þegar fjórir menn hófu skothríð á skrúðgöngu hermanna í borginni Ahvaz í Íran um helgina. Þarlend samtök hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni en írönsk yfirvöld benda á Bandaríkin og vini þeirra. 24. september 2018 07:30