Lífsneistinn Lára G. Sigurðardóttir skrifar 10. september 2018 07:00 Í viðtali hjá BBC sagði hin 26 ára gamla Hati frá því að hún hefði reynt að svipta sig lífi 16 ára gömul – þrír vina hennar frömdu sjálfsvíg undir tvítugu. Hati átti erfiða æsku og enginn virtist kæra sig um hvernig henni liði. Þangað til að einn skóladaginn tók kennari eftir að henni leið ekki vel og spurði hvort það væri í lagi með hana. Hati brast í grát og létti á hjarta sínu. Kennarinn hlustaði með athygli og hjálpaði henni að leita sér aðstoðar. Í dag lifir Hati góðu lífi þökk sé inngripi kennarans. Þetta er ein saga af mörgum. Ástæður að baki sjálfsvígshugsunum eru margar. Þær geta bæði litast af umhverfi og erfðum. Engin saga er eins. Það er nauðsynlegt að hafa í huga að sjálfsvíg eru ekki endilega fyrirfram ákveðin örlög heldur eitthvað sem við ættum, í mörgum tilfellum, að geta komið í veg fyrir. Á alþjóðlegum degi sjálfsvígsforvarna er gott að minna sig á að við þurfum alltaf að vera vakandi fyrir því hvernig fólkið í nærumhverfi okkar hefur það. Ljá þeim sem okkur sýnist vansælir eyra og vera til staðar fyrir hvert annað. Það er aldrei að vita nema við getum leitt einhvern út úr myrkrinu í átt að bjartari framtíð. En það þarf meira til. Í velferðarríkinu, sem stjórnmálamenn vilja gjarnan telja okkur trú um að við búum í, þurfa að vera til staðar skýr úrræði og kröftugur stuðningur fagfólks. Yfirvaldið hefur í höndunum aðgerðaáætlun til að fækka sjálfsvígum – það hefur allar burði til að efla geðheilbrigðismál og hjálpa þeim sem glatað hafa lífsneistanum og aðstandendum þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Í viðtali hjá BBC sagði hin 26 ára gamla Hati frá því að hún hefði reynt að svipta sig lífi 16 ára gömul – þrír vina hennar frömdu sjálfsvíg undir tvítugu. Hati átti erfiða æsku og enginn virtist kæra sig um hvernig henni liði. Þangað til að einn skóladaginn tók kennari eftir að henni leið ekki vel og spurði hvort það væri í lagi með hana. Hati brast í grát og létti á hjarta sínu. Kennarinn hlustaði með athygli og hjálpaði henni að leita sér aðstoðar. Í dag lifir Hati góðu lífi þökk sé inngripi kennarans. Þetta er ein saga af mörgum. Ástæður að baki sjálfsvígshugsunum eru margar. Þær geta bæði litast af umhverfi og erfðum. Engin saga er eins. Það er nauðsynlegt að hafa í huga að sjálfsvíg eru ekki endilega fyrirfram ákveðin örlög heldur eitthvað sem við ættum, í mörgum tilfellum, að geta komið í veg fyrir. Á alþjóðlegum degi sjálfsvígsforvarna er gott að minna sig á að við þurfum alltaf að vera vakandi fyrir því hvernig fólkið í nærumhverfi okkar hefur það. Ljá þeim sem okkur sýnist vansælir eyra og vera til staðar fyrir hvert annað. Það er aldrei að vita nema við getum leitt einhvern út úr myrkrinu í átt að bjartari framtíð. En það þarf meira til. Í velferðarríkinu, sem stjórnmálamenn vilja gjarnan telja okkur trú um að við búum í, þurfa að vera til staðar skýr úrræði og kröftugur stuðningur fagfólks. Yfirvaldið hefur í höndunum aðgerðaáætlun til að fækka sjálfsvígum – það hefur allar burði til að efla geðheilbrigðismál og hjálpa þeim sem glatað hafa lífsneistanum og aðstandendum þeirra.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar