Lífsneistinn Lára G. Sigurðardóttir skrifar 10. september 2018 07:00 Í viðtali hjá BBC sagði hin 26 ára gamla Hati frá því að hún hefði reynt að svipta sig lífi 16 ára gömul – þrír vina hennar frömdu sjálfsvíg undir tvítugu. Hati átti erfiða æsku og enginn virtist kæra sig um hvernig henni liði. Þangað til að einn skóladaginn tók kennari eftir að henni leið ekki vel og spurði hvort það væri í lagi með hana. Hati brast í grát og létti á hjarta sínu. Kennarinn hlustaði með athygli og hjálpaði henni að leita sér aðstoðar. Í dag lifir Hati góðu lífi þökk sé inngripi kennarans. Þetta er ein saga af mörgum. Ástæður að baki sjálfsvígshugsunum eru margar. Þær geta bæði litast af umhverfi og erfðum. Engin saga er eins. Það er nauðsynlegt að hafa í huga að sjálfsvíg eru ekki endilega fyrirfram ákveðin örlög heldur eitthvað sem við ættum, í mörgum tilfellum, að geta komið í veg fyrir. Á alþjóðlegum degi sjálfsvígsforvarna er gott að minna sig á að við þurfum alltaf að vera vakandi fyrir því hvernig fólkið í nærumhverfi okkar hefur það. Ljá þeim sem okkur sýnist vansælir eyra og vera til staðar fyrir hvert annað. Það er aldrei að vita nema við getum leitt einhvern út úr myrkrinu í átt að bjartari framtíð. En það þarf meira til. Í velferðarríkinu, sem stjórnmálamenn vilja gjarnan telja okkur trú um að við búum í, þurfa að vera til staðar skýr úrræði og kröftugur stuðningur fagfólks. Yfirvaldið hefur í höndunum aðgerðaáætlun til að fækka sjálfsvígum – það hefur allar burði til að efla geðheilbrigðismál og hjálpa þeim sem glatað hafa lífsneistanum og aðstandendum þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í viðtali hjá BBC sagði hin 26 ára gamla Hati frá því að hún hefði reynt að svipta sig lífi 16 ára gömul – þrír vina hennar frömdu sjálfsvíg undir tvítugu. Hati átti erfiða æsku og enginn virtist kæra sig um hvernig henni liði. Þangað til að einn skóladaginn tók kennari eftir að henni leið ekki vel og spurði hvort það væri í lagi með hana. Hati brast í grát og létti á hjarta sínu. Kennarinn hlustaði með athygli og hjálpaði henni að leita sér aðstoðar. Í dag lifir Hati góðu lífi þökk sé inngripi kennarans. Þetta er ein saga af mörgum. Ástæður að baki sjálfsvígshugsunum eru margar. Þær geta bæði litast af umhverfi og erfðum. Engin saga er eins. Það er nauðsynlegt að hafa í huga að sjálfsvíg eru ekki endilega fyrirfram ákveðin örlög heldur eitthvað sem við ættum, í mörgum tilfellum, að geta komið í veg fyrir. Á alþjóðlegum degi sjálfsvígsforvarna er gott að minna sig á að við þurfum alltaf að vera vakandi fyrir því hvernig fólkið í nærumhverfi okkar hefur það. Ljá þeim sem okkur sýnist vansælir eyra og vera til staðar fyrir hvert annað. Það er aldrei að vita nema við getum leitt einhvern út úr myrkrinu í átt að bjartari framtíð. En það þarf meira til. Í velferðarríkinu, sem stjórnmálamenn vilja gjarnan telja okkur trú um að við búum í, þurfa að vera til staðar skýr úrræði og kröftugur stuðningur fagfólks. Yfirvaldið hefur í höndunum aðgerðaáætlun til að fækka sjálfsvígum – það hefur allar burði til að efla geðheilbrigðismál og hjálpa þeim sem glatað hafa lífsneistanum og aðstandendum þeirra.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun